Guardian 2D 3D stabilizer og vindflug

Eru ekki allir í stuði!?
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Guardian 2D 3D stabilizer og vindflug

Póstur eftir Agust »

Guardian fer að verða staðalbúnaður í mínum flugvélum. Vindur er hættur að vera áhyggjuefni, er aðeins smá krydd í tilveruna. Hvers vegna að láta 10 m/s vind stöðva sig þegar mann langar að fljúga?









Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Guardian 2D 3D stabilizer og vindflug

Póstur eftir Agust »

Hér er gott vídeó um OrangeRX búnaðinn sem fæst hjá HobbyKing. Þetta er ekki eins öflugt og Guardian því það vantar "2D mode" og fjarstýrimöguleika á mögnun og on/off, en eins og sjá má þá virkar þetta vel í miklum vindi.



Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Guardian 2D 3D stabilizer og vindflug

Póstur eftir Agust »

Það væri gaman að vita hverjir hafa notað svona Guardian 2D/3D græju og í hvers konar flugvélum.

Sjálfur hef ég notað Guardian 2D/3D í

UltraStick-25e,
Multiplex FunJet,
Stryker F27Q jet
Bixler.

Guardian gerir manni kleyft að njóta módelflugs mun oftar en ella, og maður hættir að líta á vindinn sem óvin.

Lendingar í vindi verða öruggari.

Flugtak Stryker F27Q verður miklu öruggara og auðveldara.

Stélhjólsvél rásar ekki á brautinni í flugtaki.

Svo mætti lengi telja...

Vel þess virði að prófa!

http://www3.towerhobbies.com/cgi-bin/wti0001p?&I=LXCUCV

http://www.eagletreesystems.com/Manuals ... 02D-3D.pdf
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Guardian 2D 3D stabilizer og vindflug

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Hlakka til að prófa einhvern tíma mína svona græju sem liggur í skúffu heima :) Verð að reyna að fljúga eitthvað í sumar.
Spurning hvort það væri sniðugt að setja þetta í Imagine-50 vélina sem er skemmtileg listflugvél með YS-63 hreyfli sem ég var að hreinsa upp síðast þegar ég var heima.

Mynd
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Guardian 2D 3D stabilizer og vindflug

Póstur eftir Haraldur »

Þú flýgur ekki mikið í skúffunni. Svona drattastu á labbir og farðu að fljúga. Miðvikudagshittingur á morgun miðvikudag.
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Guardian 2D 3D stabilizer og vindflug

Póstur eftir Agust »

Það þarf ekki bara ódýrar smávélar fyrir Guardian 2d/3d:

Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: Guardian 2D 3D stabilizer og vindflug

Póstur eftir hrafnkell »

Minn er enn í skúffunni, frá því að ég pantaði þegar ég sé fyrsta póstinn sem þú skrifaðir um þetta Ágúst :)
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Guardian 2D 3D stabilizer og vindflug

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Haraldur]Þú flýgur ekki mikið í skúffunni. Svona drattastu á labbir og farðu að fljúga. Miðvikudagshittingur á morgun miðvikudag.[/quote]
Hugsa til ykkar frá Skáni Kem eiginlega ekki heim fyrr en miðjan júní. Hlakka til aðumgangast flugmódelfíkla aftur ;)
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Guardian 2D 3D stabilizer og vindflug

Póstur eftir Agust »

Ég man ekki hvort ég hef vísað á þessar leiðbeiningar fyrir Guardian 2D/3D sem eru býsna góðar:

http://www.rcgroups.com/forums/showatt. ... 1413609462

http://www.rcgroups.com/forums/showatt. ... 1381986396




Þessi þráður virðist engan endi ætla að taka. Er orðinn 854 síður:

http://www.rcgroups.com/forums/showthre ... 4&page=854
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Guardian 2D 3D stabilizer og vindflug

Póstur eftir Agust »

Undanfarið gef ég töluvert flogið í uppsveitunum. Hér er oft vindur af hálendinu eða hafgola að sunnan. Stundum norðlægur strekkingsvindur fyrir hádegi og suðlægur strekkingsvindur eftir kaffi :)

Eftir að ég setti Guardian 2D 3D stabilizer í Bixler, Stryker, Ultra Stick 25e og Phoenix 1600 þykir mér eiginlega skemmtilegra að hafa dálítinn vind. 8 m/s meðalvindhraði með gustum upp í 12 m/s eru þægileg efri mörk. Þá er hægt að lenda nánast lóðrétt.

Ég flýg mest annað hvort með Guardian stilltan á 3D-HH eða frátengdan. Með Guardian stilltan á 3D-HH er nánast eins og að fljúga mun stærra módeli, en að öðru leyti er tilfinningin ekki ósvipuð því sem maður er vanur þegar flogið er á venjulegan hátt án hjálpartækja. Flugið verður mun eðlilegra að sjá. Þegar ég kasta vélinni á loft í vindi með stillt á 3D-HH, þá verður flugtakið mun auðveldara og öruggara. Það á sérstaklega við þegar ég er að fljúga Stryker sem getur verið erfitt að koma í loftið án svona búnaðar, sérstaklega ef maður hefur ekki meðhjálpara til að kasta, þ.e. uppkastara.

2D nota ég lítið, nema stundum við lendingar þegar það gustar mikið. Þá munar mikið um að hafa þessa græju og meiri líkur á að ekkert laskist þegar vélin snertir.

2D virkar vel sem eins konar panic button. Ef maður er af einhverjum ástæðum að missa tök á fluginu, þá einfaldlega skiptir maður yfir á 2D. Vélin fer á réttan kjöl og helst þannig. Tvisvar hef ég misst litlu Stryker "þotuna" langt frá mér undan stífum vindi. Sá ekki lengur hvernig hún snéri. Setti 2D á og flaug nánast blindflug til baka. Ég er sannfærður um að ég hefði misst vélina í jörðina í 500 metra fjarlægð hefði ég ekki haft möguleika á þessu.

3D-HH er 3ja ása gíró með "Heading Hold". Þetta HH gerir það að verkum að flugvélin heldur þeim halla sem hún var sett í, en losnar úr HH um leið og pinninn er hreyfður. Það er eins og maður sé að fljúga mun stærri og betri vél.

Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara