Guardian 2D 3D stabilizer og vindflug

Eru ekki allir í stuði!?
Passamynd
Agust
Póstar: 2978
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Guardian 2D 3D stabilizer og vindflug

Póstur eftir Agust »

[quote=Gauinn]Þetta er ekkert einfalt mál :rolleyes:[/quote]

Sjálfstýringar með 3ja ása gíró eru flókinn tækjabúnaður. Þó einfalt í notkun ef maður les leiðbeiningarnar og skilur þær.

Góð handbók er á netinu hjá Eagletree, þar koma fram stillimöguleikar og notkun PC forritsins sem notað er til að stilla tækið. PC forritið hef ég þó aldrei þurft að nota. Tækið kemur að mestu forstillt fyrir venjuleg módel. http://www.rctoys.com/pdf/Guardian_2D-3D.pdf

Góður spjallvefur er á netinu um tækið. Þar er mikill fróðleikur og margar reynslusögur. http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=1596644
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: Guardian 2D 3D stabilizer og vindflug

Póstur eftir hrafnkell »

Þetta er jú flókin græja innaní, en miklu til kostað til að hafa hana sem einfaldasta fyrir notandann. Ég get ímyndað mér að það sé pínu skrítið að fljúga með henni fyrst, sérstaklega ef maður er vanur módelflugi, en venst fljótt ef maður veit hvernig vélin hagar sér með kveikt á guardian.

Þetta myndband er frá framleiðandanum og sýnir uppsetningu á græjunni.

Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 596
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Guardian 2D 3D stabilizer og vindflug

Póstur eftir Gunni Binni »

Jæja þá eru vinir mínir komnir með þennan á að mér sýnir nokkuð góðu verði eða um 50$.
http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... lizer.html
Ég held þeir fylgist með spjallþræðinum hér og hafa séð á orðum Ágústs að þetta væri það eina sem vit er í :cool:
kveðja
Gunni Binni

Passamynd
Agust
Póstar: 2978
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Guardian 2D 3D stabilizer og vindflug

Póstur eftir Agust »

[quote=Gunni Binni]Jæja þá eru vinir mínir komnir með þennan á að mér sýnir nokkuð góðu verði eða um 50$.
http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... lizer.html
Ég held þeir fylgist með spjallþræðinum hér og hafa séð á orðum Ágústs að þetta væri það eina sem vit er í :cool:
kveðja
Gunni Binni[/quote]

Í dag kláraðist lagerinn hjá http://rc-log.co.uk/
Það streymdu víst pantanir til þeirra undanfarna daga frá landi elds og ísa.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 596
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Guardian 2D 3D stabilizer og vindflug

Póstur eftir Gunni Binni »

Ég beið með að panta þar til ég var búinn í vinnunni vegna anna. Þegar ég kom heim var lagerinn búinn hjá HK :(
Hefði ekki átt að segja frá þessu hér!!!! Viss um að þið hafið klárað lagerinn :mad:
Ég sé að þú sást að ég reyndi að setja link á pistilinn þinn Ágúst :cool:
kveðja
Gunni Binni

Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: Guardian 2D 3D stabilizer og vindflug

Póstur eftir hrafnkell »

Auðvitað kom þetta á HK 2 dögum eftir að ég pantaði annarsstaðar frá.. Töluvert ódýrara auðvitað líka. En enginn skaði skeður, þetta er líklega prýðis græja og verður gaman að prófa.

Passamynd
flug_1
Póstar: 6
Skráður: 15. Mar. 2005 00:21:43

Re: Guardian 2D 3D stabilizer og vindflug

Póstur eftir flug_1 »

Pantaði eitt stykki frá Bretlandi, sá svo verðið hjá hobby king, 3stk til á lager en bara þann stutta tíma sem það tok að panta lenti ég á backorder :(

Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2913
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Guardian 2D 3D stabilizer og vindflug

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ef ég skil þetta rétt þá er þessi græja jafngild hjálpardekkjunum á reiðhjóli? :lol:


Er líka sekur um að minnka lagerinn. Verður notað til að hjálpa Bleiku Fiðrildi á loft.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken

Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Guardian 2D 3D stabilizer og vindflug

Póstur eftir Messarinn »

[quote=Björn G Leifsson]Ef ég skil þetta rétt þá er þessi græja jafngild hjálpardekkjunum á reiðhjóli? :lol:


Er líka sekur um að minnka lagerinn. Verður notað til að hjálpa Bleiku Fiðrildi á loft.[/quote]


Þetta er örugglega snilldar tæki en það er líka gaman að fljúga í roki og með svona tæki
gæti flugið orðið bara leiðinlegt
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.

Passamynd
Agust
Póstar: 2978
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Guardian 2D 3D stabilizer og vindflug

Póstur eftir Agust »

Guardian 2D/3D er búinn að gera mér kleyft að fljúga mikið í sveitinni þrátt fyrir rysjótt veður. Áður fyrr forðaðist ég að fljúga í vindi, þótti það einfaldlega ekki skemmtilegt.

Nú er ég eiginlega orðinn vindfíkill. Oft bíð ég með að fljúga þar til vindurinn er orðinn það mikill að Bixler eða Multiplex FunJet geti staðið kyrr í loftinu eða lent lóðrétt í nokkurs konar Harrier.

Fyrir um mánuði eða rúmlega það flaug ég FunJet nærri miðnætti. Birtu var tekið að bregða en á vélinni er slatti af ljósdíóðum sem hjálpuðu mikið. Skyndilega misstí ég þó hálfpartinn sjónar á vélinni og áttaði mig ekki á því hvernig hún snéri, enda var hún komin heldur langt frá flugmanninum. Vélin var komin á hvolf sýndist mér og stefndi í óefni. Ég skellti Bixler í 2D stöðu, vélin fór á réttan kjöl, og ég lóðsaði henni til baka.

Makalaust góð græja þessi Guardian. Í gær setti ég einn í F27Q Stryker. Væntanlega reynist það svipað og í FunJet.

Nú þegar vindurinn er orðinn minn besti vinur, þá er ég farinn að svipast um eftir búnaði sem gerir flug í rigningu ánægjulegt. Þekkið þið slíka græju?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Svara