Nokkar spurningar um hleðslu-afhleðslu

Eru ekki allir í stuði!?
Svara
Passamynd
scuba
Póstar: 32
Skráður: 7. Júl. 2006 00:34:58

Re: Nokkar spurningar um hleðslu-afhleðslu

Póstur eftir scuba »

Ég hef aðeins verið að ná aðeins 2 flugum á einnihleðslu bæði á radióinu mínu og móttakara í þyrlunni minni. Mér var bent á að ég þyrfti að gera nokkuð sem kallast recycling á rafhlöðunum til að þær nái eðlilegri rýmd. Þá ættu þær hugsanlega að endast í 4-5 flug.
Nú ég gerði það sem mér var ráðlagt og er nú stolltur eigandi af Pro-peak Prodigy II Digital Charger and Distcharger ásamt Pro-peak 13.8 v power supply.

Nokkrar staðreyndir um rahlöðurnar mínar:
R) Rafhlöðurnar í Radio-inu eru 8 stk. Ni-MH, C stærð,2100 mAh 9.6V. Engar upplýsingar eru sjáanlegar um hleðslu afhleðslu.
M) Rafhlöðurnar í móttakaranum eru 4 stk. Rimpmax Sanyo, C stærð, 2400 mAh, Ni-Cad. Þar eru upplýsingar "charge @240ma for 14-16 hrs".

Ég er heldur illa að mér í rafmagnsfræðum þannig að ég hef nokkar basic spurningar varðandi hleðslu-afhleðslu sem ég vonast til að fá svör við hér.

Fyrst ein auðveld spurning: Hversu oft á ég að recycla rafhlöður?

Ra)Hvernig á hleðslan á Pro-peak Prodigy II að vera stillt fyrir rafhlöðurnar í Radio-inu? (1100 mAh?)
Rb)Hvernig á afhleðslan á Pro-peak Prodigy II að vera stillt fyrir rafhlöðurnar í Radio-inu?

Ma)Hvernig á hleðslan á Pro-peak Prodigy II að vera stillt fyrir rafhlöðurnar í móttakaranum? (1200mAh eða 240mAh?)
Mb)Hvernig á afhleðslan á Pro-peak Prodigy II að vera stillt fyrir rafhlöðurnar í móttakaranum?

Vona að einhver geti gefið mér nokkur heilræði!
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Nokkar spurningar um hleðslu-afhleðslu

Póstur eftir Agust »

Sæll Scuba

Ég skal reyna að svara þér. Þú ert greinilega kominn með góð tæki.

1) Það kemur mér mikið á óvart að þú skulir aðeins ná 2 flugum með svona stórum rafhlöðum. Þú er með 2100mAh í sendi og 2400mAh við mótakarann. Til skamms tíma var ég með 600mAh í mínum sendum og náði auðveldlega að fljúga í svo sem tvo tíma. (Uppgefin eyðsla er minnir mig 250mA, sem gerir 500mAh á tveim tímum). Í minni flugvélum var ég oft með 600mAh. Í dag er ég með 1100mAh í sendinum og dugir það "allan daginn" og vel það, og 1100mAh í minni vélum. Það er því greinilega eitthvað að. Þetta gæti verið merki um ýmislegt:
- Rafhlaðan gæti verið biluð eða þarfnast þess að vera afhlaðin í botn. Komum að því síðar.
- Spennumælir í vélinni gæti verið ónákvæmur og sýnir of lága spennu. Þannig einkenni kannast ég vel við. Maður heldur að rafhlaðan sé hálftóm þegar aðeins er búið að nota hluta af hleðslunni. Þessir fjöldaframleiddu ljósdíóðumælar eru stundum ónákvæmir. (Taktu eftir því hve mikil hleðsla fer inn á rafhlöðuna þegar þú heldur að hún sé tóm).
- Servó í þyrlunni gæti verið að taka óeðlilega mikinn straum vegna stirðleika.

2) Hversu oft á að þjálfa (recycla) rafhlöðuna? Ekkert einfalt svar. Ég held að það ætti að vera yfirdrifið að gera það svo sem annan hvern mánuð.

3) Varðandi svona sjálfvirk hleðslutæki eins og þú er með þá reynist mér yfirleitt best að nota AUTO stillinguna, bæði við hleðslu og afhleðslu. Þegar þú ert að hlaða byrjar tækið á að senda lítinn straum inn á rafhlöðuna í um það bil mínútu. Straumurinn er þá rofinn í um 5 sekúndur og spennan mæld sjálfvirkt. Tækið áttar sig þannig á fjölda sella. Síðan byrjar sjálfvirka hleðslan. Straumurinn er aukinn smám saman og fylgst með spennunni. Spennuhækkunin sem verður við það að straumurinn er aukinn gefur til kynna innra viðnám rafhlöðunnar og þar með hve mikinn hleðslustraum hún þolir. Hleðslutækið þitt ætti að hlaða með um 1000 mA þar sem þú ert með svona stórar rafhlöður.

Ef rafhlöðurnar eru slappar verður spennuhækkunin við hleðslu tiltölulega mikill og hleðslutækið minnkar hleðslustrauminn. Þannig gefur hleðslustraumurinn til kynna ástand rafhlöðunnar (innra viðnám). Mínar 600mAh rafhlöður voru oft hlaðnar með um 500mA þegar þær voru í lagi og 1100mAh rafhlöðurnar með öllu meiri straum, eða nær 1000mA.

Á mínútu fresti rýfur hleðslutækið strauminn að rafhlöðunni og mælir spennuna. Meðan rafhlaðan er ekki fullhlaðin fer þesi spenna hækkandi, en fer síðan að falla þegar fullri hleðslu er náð. Tækið skynjar þetta og hættir hleðslu. Á sama tíma verður rafhlaðan volg.

Þetta er ekki ósvipað við afhleðslu. Tækið finnur sjálfvirkt fjölda sella og hæfilegan afhleðslustraum, sem er að hámarki 1000mA með þínu tæki.

Ég nota stundum MANUAL þegar ég er að flýta mér mikið, en þá þarf maður að vita vel hvað maður er að gera. AUTO hefur alltaf virkað vel hjá mér. Eins þarf þó að gæta: Sum sjálfvirk hleðslutæki geta ekki notað AUTO stillingu þegar um NiMh rafhlöður er að ræða, aðeins með NiCd rafhlöðum. Er það vegna þess að spennulækkunin við fulla hleðslu hjá NiMh er helmingi minni en hjá NiCd. Í þeim tilvikum þarf að láta tækiið vita að um NiMh rafhlöður sé að ræða. Stundum þarf að nota MANUAL eða, ef það er hægt, að auka næmi spennuskynjunarinnat eins og hægt er t.d. í sjálfvirku Robbe hleðslutækjunum. Hvað segir handbókin sem fylgir?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
scuba
Póstar: 32
Skráður: 7. Júl. 2006 00:34:58

Re: Nokkar spurningar um hleðslu-afhleðslu

Póstur eftir scuba »

Þakka þér fyrir ýtarleg og greinargóð svör Ágúst

1) Satt best að segja þá hef ég ekki þorað að taka fleiri en 2 flug á fullhlöðnum rafhlöðum því að þá sýnir ljósdíóðumælirinn í þyrlunni gult ljós og þá hætti ég (því að ég vil ekki komast að því hvort að svo sé rétt "the hard way").
Ég ætla að muna eftir því að mæla rafhlöðurnar með nýju græjunum eftir næsta flug!

2) Ég er ábyggilega ekki sá iðnasti í módelsportinu en reyni að æfa mig þegar færi gefst. Væri að þínu mati eðlilegt viðmið að recycla eftir ca. 8-10 flugdaga?

3) Ég hef ekki séð AUTO stillingu á hleðslutækjunum (er að lesa handbókina). Það er ekki annað að sjá en að þær stærðir sem ég forrita tækið með séu fastar og breytist ekki eftir ástandi rafhlöðunnar!

Við hleðslu á bæði NiCd & NiMH rafhlöðum virðist ég þurfa gefa hleðslutækinu upp hversu hratt ég vil hlaða í mAh. Ágætur maður sagði mér að það væri ágætis viðmið að hlaða á 50% af uppgefnum mAh rafhlöðupakkans. Þetta táknar að 2400mAh rafhlöðupakki ætti að hlaðast á um 1200mAh . . . . er þetta ágætis viðmiðun eða ætti ég að miða við aðra tölu t.d. 1000 mAh eins og þú leggur til ?

Ég þarf að gefa hleðslutækinu upp hver cut-out straumurinn á að vera að lágmarki. Fann á Internetinu að miða ætti við 1V pr rafhlöðu í pakkanum (4 rafhlöður í pakka = 4V cut-out) Er þetta rétt að þínu mati?

Hvað mælir þú með sem hæfilegum aflhleðslustraum fyrir rafhlöðurnar mínar á bilinu 100 mAh - 1000mAh?

Kveðja
scuba (Vilhjálmur Hallgrímsson)
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Nokkar spurningar um hleðslu-afhleðslu

Póstur eftir Agust »

Sæll aftur

Mér finnst sjálfum það yfirdrifið að recycle eftir 10 flugdaga. Ég geri það yfirleitt ekki nema svo sem einu sinni á sumri. Etv. tvisvar. Kanski er það of lítið hjá mér? Veit ekki.

Ég á mjög svipað tæki, líklega frá sama framleiðanda. Aðalmunurinn er sá að mitt er með viftu. Þegar ég kveiki á því kemur það upp í AUTO. Þá þarf ég bara að þrýsta á Charge eða Discharge. Það er smá maus að fara í MANUAL ham í mínu tæki. Mig minnir að AUTO standi í glugganum þegar ég kveiki á því.

Ég held að Haraldur eigi nákvæmlega eins tæki og þú. Hann er oft hér á spjallrásinni og gæti kanski leiðbeint okkur.

1 volt per sellu er algengt viðmið.

Ég mundi halda mig við ca. 1000 mA hleðslustraum.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara