LiPo laminn með naglaspýtu...

Eru ekki allir í stuði!?
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: LiPo laminn með naglaspýtu...

Póstur eftir Agust »

Nýleg lítið notuð Turnigy 3S 2,2Ah LiPo rafhlaða hætti að taka hleðslu. Hleðslutækið sagði hana vera ónýta þar sem ein sellan var með miklu lægri spennu en aðrar og tókst hleðslutækinu ekki að jafna spennuna.


Hvað gerir maður við svona rafhlöðu? Ekki hendir maður henni í öskutunnuna þar sem hún getur valdið íkveikju... Ekki vill maður að öskubíllinn fuðri upp...


Þess vegna ákvað ég að koma henni fyrir kattarnef. Mig langaði líka mikið að sjá svona kvikindi brenna.


Ég rak 3" nagla í endann á rúmlega meterslangri spýtu. Fór á afvikinn stað fjarri öllu eldfimu.

Eftir fyrsta höggið kom bara reykur og mikið hviss, reykurinn var að mestu farinn þegar ég var búinn að sækja símann í vasann og taka mynd. Ein sellan var nú ónýt...

Ég rak naglann inn í hina hliðina og nú kom svaka bál. Engin sprenging, en eldurinn var svipaður og frá blysi.

Þetta var mjög lærdómsríkt og eftir að hafa séð með eigin augum LiPo brenna ber maður miklu meiri virðingu fyrir þessum rafhlöðum.


Varúð: Svona lagað gera menn ekki heima hjá sér heldur á malarsvæði fjarri byggð.



Mynd

Mynd

Mynd

Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: LiPo laminn með naglaspýtu...

Póstur eftir Gaui »

Svona gera menn ekki nema hafa kvikmyndavélar gangandi, öðrum til fróðleiks og skemmtunar.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara