Hlaða nokkrar LiPo samtímis með einu venjulegu hleðslutæki...

Eru ekki allir í stuði!?
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hlaða nokkrar LiPo samtímis með einu venjulegu hleðslutæki...

Póstur eftir Agust »

Ég hef undanfarið séð að margir eru farnir að hlaða nokkrar LiPo rafhlöður samtímis með einu venjulegu hleðslutæki.

Aðferðin byggir á að samsíðatengja allar sellurnar, þannig að úr verði nánast ein rafhlaða. Rafhlöðurnar verða þó að vera með sama fjölda af sellum.

Plús og mínus á öllum rafhlöðunum eru samtengdir, svo og allir vírarnir í ballance snúrunum.

Þetta er sagt virka vel. Hefur einhver ykkar prófað þetta?

Hægt er að kaupa millistykki til að auðvelda þessa samtengingu.

Sjá https://sites.google.com/site/tjinguyte ... l-charging

http://www.progressiverc.com/adapter-ca ... 3godvG8AeQ

http://www.icharger.co.nz/articles/Arti ... or-me.aspx


Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: Hlaða nokkrar LiPo samtímis með einu venjulegu hleðslutæki...

Póstur eftir hrafnkell »

Ég hef gert þetta í nokkur ár með lipo cellurnar á rafmagnshjólinu mínu (zippy). Ekkert mál. Ég fylgist samt með balancinum og balanca þær sér öðru hvoru.

Ég veit samt ekki hvort ég væri til í þetta nema batteríin séu nákvæmlega eins og jafn gömul.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Hlaða nokkrar LiPo samtímis með einu venjulegu hleðslutæki...

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Agust]Ég hef undanfarið séð að margir eru farnir að hlaða nokkrar LiPo rafhlöður samtímis með einu venjulegu hleðslutæki.

Aðferðin byggir á að samsíðatengja allar sellurnar, þannig að úr verði nánast ein rafhlaða. Rafhlöðurnar verða þó að vera með sama fjölda af sellum.

Plús og mínus á öllum rafhlöðunum eru samtengdir, svo og allir vírarnir í ballance snúrunum.

Þetta er sagt virka vel. Hefur einhver ykkar prófað þetta?

Hægt er að kaupa millistykki til að auðvelda þessa samtengingu.

Sjá https://sites.google.com/site/tjinguyte ... l-charging

http://www.progressiverc.com/adapter-ca ... 3godvG8AeQ

http://www.icharger.co.nz/articles/Arti ... or-me.aspx


https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 2681_0.png[/quote]


Flest hleðslutæki eru í dag með möguleika að jafnvægishlaða amk 6 einingar (sellur) í einu. Ég á tæki sem getur jafnað 10 einingar og hef prófað að hlaða þrjár þriggja eininga hlöður sem níu eininga hlöðu með því að tengja þær í 3+3+3. Það er líka hægt að hlaða tvær 5-eininga hlöður með því að nota öll tíu portin. Þannig jafnar tækið allar einingarnar sjálft og gerir það ansi vel Allar einingarnar enda með nákvæmlega sömu spennu upp á hundraðshluta úr volti. En ég man ekki eftir að hafa séð áður svona samtengingu þar sem þrjár einingar sín úr hvorri hlöðu eru hliðtengdar í sömu 3 jafnvægistengin.
Eining númer eitt í hverjum pakka er sem sagt hliðtengd við hinar tvær einingar númer eitt (1=1=1) og svo framvegis.
Með því er ekki verið að láta tækið jafna einingarnar milli hlaða heldur treyst á að þær jafni sig sjálfar innbyrðis, eða hvað? Þetta er kannski meira fræðileg pæling en maður veltir þessu óneitanlega fyrir sér.

Nú spyr ég rafmagnsverkfræðinginn:
Ef maður hliðtengir tvær einingar og önnur er t.d. 3,4 volt og hin 3,3 volt. Dregur þá sú seinni til sín úr þeirri með hærri spennuna þar til þær hafa jafna spennu? Einhvern vegin skyldi maður halda það. Eða þarf maður ekki að hafa áhyggjur af að þær séu ekki jafnar? Getur þessi uppsetning sem sagt séð til þess að allar einingarnar í hverri hlöðu séu jafnar, en það er jú markmiðið með hleðslujöfnun.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Hlaða nokkrar LiPo samtímis með einu venjulegu hleðslutæki...

Póstur eftir Haraldur »

Þetta er flott ef þú vilt eiga á hættu að sprengja draslið í loft upp.
Ég myndi aldrei gera þetta svona og allra síst að hliðtengja balance tengin.
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: Hlaða nokkrar LiPo samtímis með einu venjulegu hleðslutæki...

Póstur eftir Gauinn »

Ég er nefnilega að velta þessu fyrir mér en á öðrum grunni.
Hérna áður fyrr var verið að tengja útvarp og etv, fleira 12 volta dót inn á annan geyminn í 24 volta vörubilum, en þeir voru með tvo 12 v, geyma raðtengda.
Það var talað um að það þyrfti að víxla geymum öðru hvoru, annars entist sá geymir sem var með minus í stell ekkert, en að sjalfsögðu varð að nota hann.
Þá kem ég að málinu mínu.
Eg var að eignast bil með 24 volta rafkerfi, í honum er spennubreytir, mér er sagt að nú geti eg ekki notað stellið sem jörð?
Hvers vegna ekki?
Langar að vita miklu meira!
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hlaða nokkrar LiPo samtímis með einu venjulegu hleðslutæki...

Póstur eftir Agust »

[quote=Björn G Leifsson]

Nú spyr ég rafmagnsverkfræðinginn:
Ef maður hliðtengir tvær einingar og önnur er t.d. 3,4 volt og hin 3,3 volt. Dregur þá sú seinni til sín úr þeirri með hærri spennuna þar til þær hafa jafna spennu? Einhvern vegin skyldi maður halda það. Eða þarf maður ekki að hafa áhyggjur af að þær séu ekki jafnar? Getur þessi uppsetning sem sagt séð til þess að allar einingarnar í hverri hlöðu séu jafnar, en það er jú markmiðið með hleðslujöfnun.[/quote]

Ég var í sveitinni um helgina og flaug þyrlunni í dagsbirtu, rökkri og næstum myrkri. Ég var því með þrjár rafhlöður sem ég þurfti að hlaða með einu venjulegu hleðslutæki í gærkvöld og tók það auðvitað töluverðan tíma. Þá rakst ég á umræður um þetta á DJI Phantom síðunni á Facebook. Ég var auðvitað dálítið efins og fór að leita á netinu og fann töluvert um þessa aðferð. Þessar umræður spunnust í framhaldi af því að einhver vildi fræðast um hvaða 4-föld LiPo hleðslutæki væru best.

Einn mælti með að rafhlöðurnar væru álíka mikið afhlaðnar þannig að ekki munaði miklu meiru en 0,1 V á sellu. Annar var með einhvern forláta ampermæli og hafði, ef ég hef skilið rétt, mælt strauminn sem gekk um balance vírana milli sellanna á hliðtengdum rafhlöðum. Líklega hefur þetta verið "clamp on" ampertöng sem hann notaði. Straumurinn var töluverður í byrjun en fjaraði fljótt út þegar spennan jafnaðist. Mél láðist að geyma tilvísun á þessa síðu.

Þar sem menn virtust vera nokkuð sammála um að þetta væri aðferð sem virkaði vel, og að nokkrir selja millistykki til að samtengja (hliðtengja) rafhlöðurnar, lét ég næstum sannfærast. Ekki þó alveg, og því varpaði ég þessu fram hér. Ef þetta virkar vel, þá er þetta auðvitað ódýrt og þægilegt.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hlaða nokkrar LiPo samtímis með einu venjulegu hleðslutæki...

Póstur eftir Agust »

[quote=Gauinn]Ég er nefnilega að velta þessu fyrir mér en á öðrum grunni.
Hérna áður fyrr var verið að tengja útvarp og etv, fleira 12 volta dót inn á annan geyminn í 24 volta vörubilum, en þeir voru með tvo 12 v, geyma raðtengda.
Það var talað um að það þyrfti að víxla geymum öðru hvoru, annars entist sá geymir sem var með minus í stell ekkert, en að sjalfsögðu varð að nota hann.
Þá kem ég að málinu mínu.
Eg var að eignast bil með 24 volta rafkerfi, í honum er spennubreytir, mér er sagt að nú geti eg ekki notað stellið sem jörð?
Hvers vegna ekki?[/quote]

Þessi aðferð til að aflfæða 12V útvörp eða talstöð með því að tengja inn á 12V virkar í sjálfu sér vel, en ókosturinn er að efri rafgeymirinn (frá 12V til 24V) fær þá í gegn um sig allan þann straum sem útvarpið eða talstöðin er að taka. Þetta virkar sem hleðslustraumur á "efri" rafgeyminn og hann getur ofhlaðist, því hleðslustillirinn er jú að fylgjast með 24V spennunni, sem er summa spennunar frá báðum rafgeymunum. Heildarspennan getur því verið rétt, þó svo "efri" geymirinn sé með dálítið of háa spennu og "neðri" geymirinn með of lága.

Varðandi jörðina og spennubreytinn.

Flestir svona DC/DC spennubreytar eru með því sem kallast galvanisk einangrun milli inngangs og útgangs og er þá óhætt að jarðtengja mínusinn 12V megin. Við höfum oft sett svona DC/DC spennubreyta í orkuver þar sem notuð eru 110V rafgeymar. Sum tæki nota einmitt 110VDC, en svo eru önnur eins og t.d. iðntölvur sem þurfa 24VDC. Þess vegna eru þessi tæki notuð. Yfirleitt er í lagi að jarðbinda mínus 24V, en sumir (ekki allir) kjósa að gera það ekki, því þá er m.a. auðveldara að finna bilanir. Sjálfur kýs ég að jarðbinda. Í þínu tilviki þá hlýtur DC/DC spennubreytirinn að vera óvenjulegur, ef þetat er tilfellið.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hlaða nokkrar LiPo samtímis með einu venjulegu hleðslutæki...

Póstur eftir Agust »

Það er sjálfsagt að skoða á netinu hvað aðrir eru að gera. Hér er á síðunni verið að fjalla um straummælingar og reynslu af því að hlaða á þennan hátt um árabil:
http://www.tjinguytech.com/charging-how ... l-charging

Prófa líka að googla parallel charging lipo
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara