Prófun og eftirlit með LiPo...

Eru ekki allir í stuði!?
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Prófun og eftirlit með LiPo...

Póstur eftir Agust »

Nú er kjörið að nota skammdegið til að prófa LiPo rafhlöðurnar á einfaldan hátt með því að mæla innra viðnám þeirra. Merkja þær síðan og flokka, og jafnvel henda þeim lélegu.

Gott fræðsluefni er hér:

LiPo Battery Internal Resistance Testing

http://flitetest.com/articles/LiPo_Batt ... ce_Testing

--- --- ---

Meira frá sama höfundi: http://flitetest.com/authors/ExAir
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
lulli
Póstar: 1235
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Prófun og eftirlit með LiPo...

Póstur eftir lulli »

Flottur mynd-pistill,,
og í raun sýnir myndrænt það sem nokkrir okkar sem ég veit um, hafa gert að reglu sinni í umgengni fyrir við stór módel og þotur.
Það er: Að nota Load Tester. Minn er td. frá Duralite.

Það sem kom mér mest á óvart er sá dæmalausi mismunur á hita og kulda (stofuhiti v/s kæliskápur)
Lítið varið í að fara í loftið með battery sem sýnist fullt , en "fjaðrar" svo niður við álag.
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Prófun og eftirlit með LiPo...

Póstur eftir Agust »

Ég hef frá árinu 2007 verið með einfalt Excel skjal þar sem ég hef skráð rýmd og aldur rafhlaðanna, og þá miðað við hve mikil hleðsla fer inn á þær og hve mikið kemur frá þeim við afhleðslu með tækinu. Í greininni sem ég vísa á er einnig mælt innra viðnámið með álagsmæli, en það er mikilvægt.

Það er eftirtektarvert að hann er með 100 watta (um 8 amper) álag með tveim 50 W 12 V perum. Sum tilbúin álagsprófunartæki, sem hægt er að kaupa tilbúin, lesta batteríin aðeins með um 1A straum.

Þarna er einnig hægt að finna tilbúið "Excel" skjal eða fyrir Goggle Documents töflureikni.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: Prófun og eftirlit með LiPo...

Póstur eftir hrafnkell »

Ég sé að hann er að hlaða 3s batterí í 12.8v.. Er það ekki of mikið?
Svara