Gott hleðslutæki fyrir blýrafgeyma - og 12V aflgjafi...

Eru ekki allir í stuði!?
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Gott hleðslutæki fyrir blýrafgeyma - og 12V aflgjafi...

Póstur eftir Agust »

Bíllinn var rafmagnslaus í frostinu og alternatorinn bilaður. Ég skrapp því í Bílanaust og fjárfesti í hleðslutæki.

Fyrir valinu varð forláta tæki sem kostaði 10.900 krónur.

Þetta er "switch mode" tæki með hleðslutölvu.

Straumur er stillanlegur á 2, 6 eða 12 amper. (Fer eftir stærð geymis hvað maður velur).

Tækið vinnur þannig að fyrst hleður það með innstilltum straum (t.d. 12A) þar til um 80% hleðslu er náð. Þá dregur úr hleðslustraumnum þar til geymirinn er fullhlaðinn, en þá skiptir tækið yfir á viðhaldshleðslu eða "flot-hleðslu", þannig að geymirinn helst fullhlaðinn en skemmist ekki þó hann sé tengdur tækinu lengi.

Það sem ég er hrifinn af er að aftan á tækinu er sígarettukveikjara innstunga. Þar getur maður náð út 12 voltum allt að 12 amper til að knýja lítil 12V tæki. Þetta er sem sagt líka 230VAC/12VDC (140 wött) aflgjafi sem getur komið sér vel að eiga.

Nú, svo er þetta líka taska þar sem geyma má allar snúrurnar.


Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Gott hleðslutæki fyrir blýrafgeyma - og 12V aflgjafi...

Póstur eftir Messarinn »

Sniðugt, kíki í bílanaust hérna á Akureyri og ath vrot þetta sé til hér ;)
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Svara