Spennufall á móttakara spennu í bensínvél

Eru ekki allir í stuði!?
Svara
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Spennufall á móttakara spennu í bensínvél

Póstur eftir einarak »

Hvað segið þið raffræði menn.
Nú er ég kominn með telemetry móttakara og get þá loggað spennuna í móttakarann í rauntíma og fengið viðvaranir ef hún fer niður fyrir ákveðna spennu.
Ég er með tvær 3000mah 2s1p LiFe rafhlöður, 6.6v nom. tengdar í gegnum sitthvorn mekkanískann rofann (3amp@120v) og inn á tvem rásum í 8 rása móttakara. 5x ~20kg digital servo á stýrifleti og digital ~10kg á thottle. High volt (4.8-8v) kveikju tekin beint af móttakara með optical rofa. Allar tengingar eru í JR servo tengjum.
Þegar fullt álag kemur á kerfið, öll servo í botn og kveikja á (8000rpm) fellur spennan niður niður fyrir 6v og hef ég séð jafn vel niður í lág 5v og jafnvel undir.
Eg er búinn að mæla spennufall allstaðar, við rahlöðu fyrir rofa, eftir rofa og eftir móttakara;
Milli rafhlöðu og rofa var ekkert spennufall undir álagi = battery í lagi
Milli rofa og móttakara var .1 - .3v spennufall undir álagi.
og mælt spennufall út úr móttakara >1 volt.

Hvað gæti verið meinið í þessu? Of grannir vírar? Servo tengin ekki að höndla nóg straum?

Kanski eru þetta óþarfa áhyggjur því þetta hefur virkað hingað til og örugglega verið alveg eins með gamla móttakarnum, munurinn er bara sá að hann var ekki með svona kvörtunarbúnaði (telemetry).

Hérna er dæmigert log, svosem allt innan hættumarka þarna, en um leið og þetta fer niður fyrir 5v fer maður að ókyrrast.
Mynd

Til gamans tók ég einnig straummælingu og kvikmyndaði hana:


Þetta er auðvitað nánast án álags og eflaust getur þessi ampera tala tvöfaldast undir fullu álagi ef togað er í stýrin á mikilli ferð.
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Spennufall á móttakara spennu í bensínvél

Póstur eftir Agust »

Mér dettur helst í hug að spennufallið sé við tengin í móttakaranum, þ.e. þar sem rafhlöðurnar tengjast móttakaranum. Spennumælingin er inni í móttakaranum.

Servó taka mestan straum þegar þau eru að fara af stað úr kyrrstöðu, og enn meiri þegar þau eru að breyta um stefnu. Þessi straumpúls getur verið mjög stuttur, það stuttur að hann kemur ekki fram á spennumælum og jafnvel síður í telemetry. Digital servó eru verri hvað þetta varðar en analog.

Það sem er einna hættulegast er svokallað brownout eða svimi. Sum viðtæki þola að spennan falli allt niður undir 3,5 volt augnablik, en fari spennan neðar er voðinn vís. Þá geta stilligildi tapast og viðtækið jafnvel farið í endurræsingu í skamma stund og misst sambandið við sendinn í smá tíma. Búnaður eins og Guardian 2D/3D Stabilizer er líka næmur fyrir svona spennufalli, en það hef ég rekið mig á. Meðan spennan fellur ekki niður fyrir 4 volt er maður nokkuð öruggur, en falli hún örskamma stund neðar, þá er hætta á þessu brownout.

Optima viðtækin fyrir Hitec Aurora 9 fjarstýringuna eru með sér inngangi fyrir spennufæðingu á viðtækinu, frá sér rafhlöðu. Aflfæðing á servóum er á efðbundinn hátt frá servótengjunum, en frá annarri rafhlöðu. Í t.d. BigExcel svifflugunni minni aflfæði ég viðtækið frá 4 sellu mótor LiPo rafhlöðunni (telemetry spennumæling um leið) en er með sér 6V NiCd rafhlöðu fyrir servóin. Með einni díóðu get ég síðan látið NiCd vera til vara fyrir viðtækið einnig, ef mótorrafhlaðan bilar.

Hjá þér er kannski einfaldast að vera með afldreifinguna fyrir utan viðtækið og aflfæða servóin og viðtækið þaðan. Vera síðan með öflugri tengi frá rafhlöðunum, þ.e. ekki venjuleg servótengi.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Spennufall á móttakara spennu í bensínvél

Póstur eftir einarak »

Takk fyrir það. Ég er að leggja í 0.5mm2 lögn frá rafhlöðum að rofa, með tvem servotengjum á hvert batterý, og svo aftur frá rofum og aftur í móttakara. Myndiru mæla með að fjölga kanski servo tengjunum sem koma inn á móttakarann allavega í 3 eða jafnvel 4? Skv því sem internetið segir höndla þau mesta lagi 3amper, þannig að það er líklegur flöskuháls ef notknunin fer yfir 6amp þá eykst viðnámið það mikið að spennan falli
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Spennufall á móttakara spennu í bensínvél

Póstur eftir Agust »

Mig grunar helst "servótengin" sem eru notuð fyrir rafhlöðurnar, og tengin í viðtækinu. Sem fyrsta skref væri fróðlegt að fjölga þessum tengjum og mæla aftur. Bera saman ferlana.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Spennufall á móttakara spennu í bensínvél

Póstur eftir einarak »

Hér er svo niðurstaðan, hver rafhlaða fæðir sinn rofa í gegnum tvö servotengi, og straumrásin kemur svo inn á fjórar rásir; Vinstra hallastýri, hægra hallastýri, inngjafarservo og 8. rás sem er ónotuð.

Mynd


Munurinn er mikill einsog sést, því nú er spennufallið mest 0.16volt í stað ~1v fyrir.
Eftir breytingu:
Mynd
Fyrir breytingu:
Mynd

Niðurstaðan er örugglega einsog Ágúst benti á, að servotengin einfaldlega ráða ekki við svona mikinn flutning og ættu þeir sem eru ekki með powerbox hjá sér að líta á sín tengi.
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Spennufall á móttakara spennu í bensínvél

Póstur eftir Haraldur »

Ég er bara með servo tengi þar sem battery kemur inn á móttakarann í gegnum venjulega þykkt á servosnúru. Annað er tengd með Dean tengjum. Það kemur frá regulator yfir í móttakarann. Kannski kominn tími til að endurskoða rafmagnið áður en ég fæ brown-out. :(
Svara