Spennufall (glitch) í rafkerfi flugvéla og slæmar afleiðingar

Eru ekki allir í stuði!?
Passamynd
Agust
Póstar: 2978
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Spennufall (glitch) í rafkerfi flugvéla og slæmar afleiðingar

Póstur eftir Agust »

Eitt af því lúmskasta sem valdið getur alvarlegum truflunum og jafnvel brotlendingu er skammvinnt spennufall sem gerir viðtæki fjarstýribúnaðarins óvirkt um tíma, eða jafnvel varanlega.

Þetta spennufall stendur oftar en ekki yfir í það stuttan tíma að það kemur ekki fram á spennumælum og þess vegna er maður algjörlega grandalaus. Skilur jafnvel ekki hvað er á seyði. Þetta er nánast eins og ósýnilegur draugur.

Oft er ástæðan sú, að meðan servóin eru að vinna, sérstaklega þegar þau eru að fara af stað eða breyta um snúningsátt, taka þau mikinn straum. Digital servó eru jafnvel verri en þessi gömlu góðu analog servó. Þegar mörg servó eru að vinna samtímis er álagið á rafkerfið auðvitað margfalt meira en þegar eitt servó er að vinna, og gerir það greiningu á vandamálinu jafnvel ennþá erfiðara.

Gömlu PPM analog viðtækin á 35 MHz þoldu svona spennufall nokkuð vel og létu sér ekki bregða. Digital viðtækin á 2,4 GHz eru að miklu leyti tölvur sem geta farið í baklás við svona skammtíma spennufall og verið lengi að ná áttum. Jafnvel verið það illa áttuð þegar þau vakna úr rotinu að þau fara að haga sér ósæmilega. Það er auðvitað ekki hollt fyrir flugmódelið að vera með hálf geðbilað viðtæki innvortis.

Hvað er þá til ráða?

Hér mætti safna saman ábendingum og reynslusögum.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Passamynd
Agust
Póstar: 2978
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Spennufall (glitch) í rafkerfi flugvéla og slæmar afleiðingar

Póstur eftir Agust »

Á vefsíðu einni er kynntur búnaður til að finna svona drauga.

VoltMagic R/C Voltage Monitor with Glitch or Failsafe Counting and Peak Low Voltage.

http://www.voltmagic.com/

Takið eftir að vinstra megin á síðunni er vísað á undirsíður með miklum fróðleik.

Neðst á síðunni er fjallað um 2,4 GHz viðtæki og svona truflanir.

Þetta virðist vera snjallt tæki og gagnlegt. Ég hef ekki enn reynt að nálgast það, en það væri örugglega þess virði.

Mynd

Mynd


Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Passamynd
Agust
Póstar: 2978
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Spennufall (glitch) í rafkerfi flugvéla og slæmar afleiðingar

Póstur eftir Agust »

Það eru ekki bara viðtækin sem geta truflast af svona örstuttum spennufalls-púlsum. Sjálfur hef ég lent í því að Guardian 2D/3D Stabilizer hefur truflast og gert allt vitlaust. Vélin (Ultra Stick-25E) brotlenti og skaddaðist, en þó ekki meira en svo að vænn skammtur af lími bjaragði málum.

Í ljós kom að (analog) BEC í hraðastillinum var ekki nógu öflugt, en vélin er með 4 servóum í væng plús tveim í skrokkinum. Ég setti því öflugt (switch mode) BEC frá Castle Creation í módelið og allt komst í lag. Þetta BEC er "forritanlegt" um USB tengi og hægt að stilla spennuna. Getur gefið út allt að 10 amper. Sjá bláa stykkið hér:
http://www.castlecreations.com/products/ccbec.html
og Tower Hobbies hér:
http://www3.towerhobbies.com/cgi-bin/wti0001p?&I=LXSWL3


Mynd

Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Passamynd
Agust
Póstar: 2978
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Spennufall (glitch) í rafkerfi flugvéla og slæmar afleiðingar

Póstur eftir Agust »

Þegar ég hef verið hræddur um að hætta geti verið á svona lúmsku fyrirbæri, án þess að vera viss, hef ég notað 5 sellu (6V) NiMh (NiCd) rafhlöðu í stað 4 sellu (4,8V). Þá er minni hætta á að spennan falli niður úr öllu valdi, en 3,5 volt eru oft hættumörkin.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Passamynd
Agust
Póstar: 2978
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Spennufall (glitch) í rafkerfi flugvéla og slæmar afleiðingar

Póstur eftir Agust »

Það hafa verið seldir þéttar til að tengja yfir 4,8 eða 6 voltin frá rafhlöðunni, í því skyni að koma í veg fyrir svona spennufall. Þetta eru nokkuð stórir þéttar, jafnvel um 5000 míkrófarad.

Ég hef prófað að nota þétti, og einnig reynt að reikna út hvort það komi að gagni, en efast um að svo sé. Þéttirnn þyrfti að vera miklu stærri held ég.

Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Passamynd
Agust
Póstar: 2978
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Spennufall (glitch) í rafkerfi flugvéla og slæmar afleiðingar

Póstur eftir Agust »

Ef við viljum slá á það í huganum hvort 5000 míkrófarad þéttir hjálpi, þá getum við hugsað þannig án þess að fara út í flókna útreikninga:

Reiknum með að spennan frá rafhlöðunni, eða öllu heldur BEC, sé 5 volt.
Reiknum með að servóin taki samtals 5 amper. Þá er álagið jafngilt viðnámi sem er 1 ohm.
Þéttirinn er 5000 míkrófarad eða 0,005 farad.

Tímastuðullinn er marfeldi af rýmd þéttisins og viðnáminu sem við tengjum yfir hann. Það er mælikvarði á þann tíma sem líður þar til spennan er fallin niður í um 37% af upphaflegri spennu, eða niður í um 1,8 volt í okkar tilviki með 5 voltum.

Tímastuðullinn er þá 1 ohm x 0,005 farad = 0,005 sekúndur.

Það líða sem sagt ekki nema 5 þúsundustu úr sekúndu eða 5 millisekúndur þar til spennan er fallin niður í 1,8 volt. Svona þéttir gerir því varla gagn nema spennufalls púlsarnir séu örstuttir.

Hobby King hefur verið að selja svaka stóra þétta sem eru 78000 míkrofarad eða 0,78 farad. Þeir gætu frekar komið að gagni:
http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... 3sec_.html

Þetta eru það stórir þéttar sem blessuð BEC rásin þarf að hlaða upp, að mér líst varla á blikuna. Virkar sem algjört skammhlaup í byrjun.

Þetta væri þó áhugavert að prófa við tækifæri.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Passamynd
Agust
Póstar: 2978
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Spennufall (glitch) í rafkerfi flugvéla og slæmar afleiðingar

Póstur eftir Agust »

Hvað sem mínu svartsýnisrausi líður, þá kom þéttir að gagni hér. Um að gera að prófa, kannski eru aðstæður mismunandi. Ef púlsarnir eru mjög stuttir, þá virkar þetta. Eins ef um er að ræða eitthvað sem rambar alveg á mörkunum. Einnig er hér um að ræða lítil servó sem taka ekki mikinn straum.

Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Passamynd
Agust
Póstar: 2978
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Spennufall (glitch) í rafkerfi flugvéla og slæmar afleiðingar

Póstur eftir Agust »

Hvað er þetta BEC sem alltaf er verið að tala um?

BEC = Battery Eliminator Circuit.

Rás sem breytir t.d. háu spennunni frá LiPo í 5 volt fyrir viðtæki og servó.

Til eru tvær gerðir, svona í aðalatriðum.

1) Venjuleg, ódýr, algeng, linear, analog, sæmileg. Breytir umfram spennunni í hita. Aðeins t.d. 3 amper út mest.

2) Sjaldgæf, dýr, óalgeng, hátíðni, switch mode, góð. Innspennu breytt í hátíðni riðspennu sem er lækkuð án mikillar hitamyndunar og síðan breytt í jafnspennu aftur. Getur hæglega gefið út 10 amper.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Passamynd
Agust
Póstar: 2978
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Spennufall (glitch) í rafkerfi flugvéla og slæmar afleiðingar

Póstur eftir Agust »

Hvað er brownout? Brownout er það sem gerist þegar spennan fellur örlítið augnablik niður fyrir t.d. 3,5 volt (mismunandi eftir tæki) og litla innbyggða tölvan slekkur á sér og fer í reset. Tækið vaknar aftur til lífsins, en er með svima smá stund. Getur hagað sér illa á meðan. Kannski vaknar það bara alls ekki aftur fyrr en spennan hefur verið aftengd og tengd aftur.

Brownout getur verið mjög varasamt og er nauðsynlegt að kunna skil á því.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Passamynd
Agust
Póstar: 2978
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Spennufall (glitch) í rafkerfi flugvéla og slæmar afleiðingar

Póstur eftir Agust »

Hér er sérfræðingur sem veit bókstaflega allt um þessi fræði. Ert þú jafn fróður?:)
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Svara