Spennufall (glitch) í rafkerfi flugvéla og slæmar afleiðingar

Eru ekki allir í stuði!?
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Spennufall (glitch) í rafkerfi flugvéla og slæmar afleiðingar

Póstur eftir Agust »

Hitec Optima viðtækin sem fylgja Aurora 9 fjarstýringunum eru með sérstakan inngang sem kallast SPC. Ef maður vill, þá getur maður spennufætt viðtækið um þennan inngang frá sérstöku batteríi, öðru en því sem fæðir servóin. Spennan þarna inn má vera allt að 35 volt svo einfalt er að tengja beint frá sama LiPo og fæðir mótorinn.

Kostur er auðvitað, að þannig er ekki hætta á brownout. Viðtækið fær alltaf næga spennu, að minnsta kosti meðan maður notar a.m.k. 2ja sellu LiPo og afhleður ekki meira en niður í 3 volt per sellu, sem enginn gerir.

Annar kostur er að hægt er að lesa spennu rafhlöðunnar á skjá sendisins, reyndar sama hvort þessi SPC tenging er notuð eða ekki. Það er mikill kostur að sendirinn skuli láta vita með hljóðmerki þegar LiPo er alveg að tæmast og að lenda verði strax.

Svona tengingu er ég með í öllum rafmagnsvélum mínum sem eru með Hitec Aurora 9 búnaði.



Mynd


Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Spennufall (glitch) í rafkerfi flugvéla og slæmar afleiðingar

Póstur eftir Agust »

Hér er annað tæki til að skynja stutta hættulega spennufallspúlsa:


http://www.xtremepowersystems.net/prodd ... -TT&cat=10

>>>The ultimate tool for checking your power system!<<<


The TattleTale is a tiny and lightweight device that plugs into a empty receiver channel (or through a Y-cable). This device measures the input voltage and displays the lowest voltage threshold that was captured after being powered on. With a programmable acquisition time of 1ms to 100ms, even the shortest voltage sags can be detected!

The TattleTale also monitors your servo signal and immediately reports any "glitch" in the servo output by flashing the multi-colored LED. PPM glitches, failsafes, and even reboots can now be reported!

As a special bonus, the TattleTale can also be a programmable timer, flashing the LED bright white after time has expired. This is great for night flyers!

People have been flying for decades with inadequate power. With the development of 2.4GHz radio systems, power requirements are now being enforced. Don't be caught with a power system that is marginal and risk your aircraft, car, or boat!

Features:

Voltage detection range from 2.1v to 16v
Voltage acquistion every 1ms to 100ms
Receiver glitch/failsafe/reboot detection
Programmable flight timer
Small size: .5" x .75"
Light weight: 1.75g (.062 oz)
Lifetime warranty!


Mynd

http://www.xtremepowersystems.net/prodd ... -TT&cat=10
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Spennufall (glitch) í rafkerfi flugvéla og slæmar afleiðingar

Póstur eftir Haraldur »

Væntanlega ertu með hliðtengda þræðina frá Lipo batteríinu inn á mótorstýringuna og inn á móttakarann ?
Ertu ekki að fá truflanari á batteríspennunni þegar mótorinn gengur?
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Spennufall (glitch) í rafkerfi flugvéla og slæmar afleiðingar

Póstur eftir Agust »

Jú, LiPo er tengt beint inn á SPC inngang viðtækisins. Aldrei borið á neinum truflunum og engar sögur af slíku hef ég rekist á.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Spennufall (glitch) í rafkerfi flugvéla og slæmar afleiðingar

Póstur eftir Agust »

Svona ljósdíóðu spennumælir er miklu betra en ekkert, og miklu betri en venjulegur voltmælir, til að sjá spennusveiflur. Það er kostur að hann er mjög hraðvirkur, en geymir þó ekki mæligildið eins og sérhannaðir mælar gera. Ef rafhlaðan (4,8V eða 6,0V) er fullhlaðin, þá sýnir hann fulla spennu og græn díóða logar. Ef ljóssúlan fellur augnablik niður á gult, ég tala nú ekki um rautt, þegar hrært er í öllum servóunum, þá gæti eitthvað verið að. Ljóssúlan á að haldast á græna sviðinu.

Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Spennufall (glitch) í rafkerfi flugvéla og slæmar afleiðingar

Póstur eftir Agust »

Reynslusaga.

Árið 2005 keypti ég flotta 3ja metra svifflugu, Big Excel frá Simprop. Í byrjun var ég með Futaba PPM digital viðtæki á 35 MHz. Ég notaði fyrst 5 volta BEC útganginn á hraðastýringunni til að fæða móttakara og servó.

Ég tók strax eftir að servóin sem eru 6 alls voru sífellt á iði Spennumæling með VoltWatch sýndi að spennan var sífellt á iði og féll niður á gult og jafnvel neðar þegar servóin voru á hreyfingu. Á þýskum spjallsíðum um þessa svifflugu var rætt um að nota lítinn AAA 4,8V NiCd rafhlöðupakka samhliða BEC, aðskilda með díóðum. Tilgangurinn var að hjálpa BEC við að halda spennunni uppi meðan álagið var mikið. Þeir kölluðu þetta puffer eða buffer batterí.

Þar sem mitt BEC gaf aðeins út 5,0 volt og nota þurfti díóður bæði á BEC og 4,8V rafhlöðupakkann til að aðskilja spennugjafana, og vegna þess að díóðurnar fella spennuna um næstum hálft volt þó svo að góðar Schottky díóður séu notaðar, leist mér ekki á þessa lausn. Niðurstaðan var að nota 5 sellu 2000 mAh rafhlöðupakka til að aflfæða bæði viðtæki og servó. VoltWatch er í svifflugunni og virtist sem spennan félli ekki hættulega langt niður með þessu. BEC var ekki notað lengur.

Þegar ég eignaðist Hitec Aurora 9 og setti 9 rása Optima viðtæki í BigExcel sviffluguna notaði ég tækifærið og tengdi frá LiPo mótorrafhlöðunni inn á SPC. Fimm sellu NiMh LSD rafhlaðan er enn á sínum stað og aflfæðir nú eingöngu servóin. Þetta virkar vel og sem bónus vaktar Aurora 9 mótorrafhlöðuna og lætur vita þegar nauðsynlegt er að lenda.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Spennufall (glitch) í rafkerfi flugvéla og slæmar afleiðingar

Póstur eftir Agust »

Framhald á reynslusögunni... Framtíðardraumur.

Nú er það spurningin stóra, er þetta nógu öruggt? Ef NiMh rafhlöðupakkinn bilar, þá stöðvast servóin og vélin krassar. Ef LiPó bilar, þá slökknar á viðtækinu og vélin krassar. Ekki er það gott... :(

Hvað er til ráða?

Éghef verið að velta þessu aðeins fyrir mér og sýnist að með því einu að bæta við góðu switch mode BEC eða UBEC frá Castle Creations og stilla það á 6,0 volt, bæta við þrem schottky barrier díóðum og smá víringu, þá eigi að vera hægt að tryggja kerfið þannig að NiMh eða LiPo megi bila án þess að vélin krassi. Bæði servó og viðtæki haldi áfram að fá nægilega spennu og straum.

Ég rissaði þetta upp fyrir sjálfan mig:


Mynd

Þarna er verið að sýna innri víringu í Hitec Optima viðtæki með SPC tengi, þannig að þetta er óskýrt og á aðeins við um svona viðtæki. Það er þvó óþarfi að reyna að skilja þetta :)


Það er kannski ekki auðvelt að átta sig því hvernig þetta virkar, en galdurinn liggur í díóðunni sem er lengst til hægri. Ef mótor-LiPo, sem einnig fæðir viðtækið, bilar eða losnar úr sambandi, þá grípur þessi díóða inn og laumar nægilega hárri spennu frá NiCd rafhlöðunni til að halda viðtækinu gangandi.

(Hér væri auðvitað réttara að vera með fimm sellu NiCd eða NiMh í stað fjögurra sellu eins og sýnt er, því þarna eru komnar tvær schottky díóður í röð milli NiCd rafhlöðunnar og SPC inngangsins).

Þetta stendur til að prófa á næstunni...

---

Þetta var aðeins út fyrir efnið, en fjalla átti um það vandamál sem tengist því sem kallast brownout. Þetta hliðarspor sýnir þó að rétt er að taka rafmagnsmálin í dýrum flugmódelum alvarlega. Byrgja brunninn áður en barnið fellur í hann, eða þannig...
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Spennufall (glitch) í rafkerfi flugvéla og slæmar afleiðingar

Póstur eftir Agust »

Eftir allt þetta fjas um litla ósýnilega spennufallspúlsa vona ég að einhver hafi haft gagn af. Ég vona að menn átti sig á mikilvægi þess að skilja vandamálið og hvað hægt sé að gera til að greina það og síðan koma í veg fyrir að það valdi óskunda sem oft endar með brotlendingu.

Samantekt:

Ef þú ert með 2,4 GHz fjarstýringu þá er öruggt viðtækið truflast ef spennan fellur augnablik niður fyrir 4 volt (mörkin stundum 3,5 volt). Þetta gerist helst þegar servóin eru að hreyfast. Þessi truflun getur haft slæmar afleiðingar, þó svo að oft jafni viðtækið sig. Gallinn er bara sá, að um leið og viðtækið vaknar úr rotinu fara servóin af stað og sagan endurtekur sig. Annað rothögg... og þannig koll af kolli.

Einfaldasta ráðið til að minnka líkur á að þetta komi á óvart:
[ins]
1) Nota fimm sellu 6,0 volta hleðslurafhlöðu í stað fjögurra sellu 4,8 volta. Það getur munað miklu. Mun minni hætta á að spennan nái að falla niður fyrir 3,5 volta þröskuldinn.[/ins]

[ins]2) Hafa góðan ljósdíóðu-súlu spennumæli eins og VoltWatch í módelinu og kanna fyrir hvert flug hver spennan er meðan hamast er á fjarstýringunni. Spennan má helst ekki falla niður á gult og alls ekki niður á rautt.[/ins]

[ins]3) BEC (5 volta spennugjafi fyrir viðtæki og servó) sem er byggt inn í hraðastýringarnar er ekki alltaf nógu öflugt. Nær ekki að halda spennunni uppi meðan servó eru að hreyfast Hætta á brownout. Rétt er er skipta þessu út og setja í staðinn öflugt hátíðni switch mode BEC, stundum kallað UBEC, t.d. frá Castle Creations. http://www3.towerhobbies.com/cgi-bin/wti0001p?&I=LXSWL3[/ins]


Bara þessi einföldu atriði geta bjargað miklu. Kostar lítið, en getur skilað miklu. Síðan má kannski gera enn betur, en þetta er lágmark.

Orðið er laust...
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Spennufall (glitch) í rafkerfi flugvéla og slæmar afleiðingar

Póstur eftir einarak »

Ég komst að því að tvö servotengi í móttakara flæða ekki nóg fyrir 6 stór digital servo; sjá þráð
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Spennufall (glitch) í rafkerfi flugvéla og slæmar afleiðingar

Póstur eftir Agust »

Nýlega rakst ég aftur á lítið tæki sem kallast "VoltMagic R/C Voltage Monitor with Glitch or Failsafe Counting and Peak Low Voltage."

Eins og fram hefur komið hér aðeins framar þá getur örstutt spennufall sem verður þegar servóin eru að vinna verið stórvarasamt og auðveldlega valdið krassi. Þetta eru svo stuttir púlsar að erfitt getur verið að verða þeirra var.

Þessi litli galdragripur gæti komið að notum.

VoltMagic lítur út eins og spennumælir sem við eigum allir, en er miklu miklu fjölhæfara tæki.

Sjá vefsíðuna: http://www.voltmagic.com/

Þarna er mikill fróðleikur á mörgum síðum.

Mynd

Ég hef vísað á þetta áður, en kom því ekki í verk þá að ná mér í eitt slíkt, en ætla að láta verða af því núna svo sumarið verði glitch-frítt :)
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara