Einföld mæling á LiPo rafhlöðum, gott vídeó

Eru ekki allir í stuði!?
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Einföld mæling á LiPo rafhlöðum, gott vídeó

Póstur eftir Agust »

Margir okkar eiga fjöldan allan af Lithium Polymer eða LiPo rafhlöðum sem eru í misjöfnu ástandi.

Með aldrinum hækkar innra viðnám rafhlöðunnar þannig að hún heldur illa uppi spennu með álagi. Mótorinn verður máttlaus.

Þetta myndband lýsir á einfaldan hátt hvernig hægt er að fylgjast með þessum breytingum á innra viðnámi rafhlaðanna. Ekki þarf annað en watt-mæli sem fæst mjög víða og tvær 12 volta 50 watta perur. Ágætt er að nota skammdegið til að fara yfir rafhlöðurnar og flokka þær. Leggja þær lélegu til hliðar...



Síðan mætti hugsa sér að mæla hve lengi rafhlaðan heldur uppi spennu þar til spennan er fallin niður í 3,0 volt per sellu undir álagi, eða niður í 9,0 volt ef um 3ja sellu rafhlöðu er að ræða. Þannig fær maður hugmynd um hve mikið rafmagn rafhlaðan getur geymt. Sumir svona watt-mælar sýna einmitt Ah eða mAh sem tehnar hafa verið úr rafhlöðunni.

(Þegar álagið er frátengt hækkar spennan starx í t.d. 3,3 volt þannig að 3,0 volt fer ekki illa með rafhlöðuna. Bara gleyma ekki að fylgjast með... Er ekki til eitthvað einfalt apparat sem pípir við lága spennu?)

Wattmæli má t.d. fá hjá Tower Hobbies eða HobbyKing. Svona mæli er mjög gott að eiga til að mæla strauminn sem mótorinn er að taka.
http://www3.towerhobbies.com/cgi-bin/wti0001p?&I=LXLMV0

http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... lyzer.html

Svona 12V 50W perur ættu að fást í góðum rafvöruverslunum.

Undirspennuvakt: http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... s_4s_.html



Þar sem við notum álagið í skamma stund, ætti að vera óhætt að nota 12V perurnar fyrir 4 sellu rafhlöður. Spennan er reyndar heldur há og peran mun loga skært, en þegar aðeins er verið að prófa í nokkar sekúndur ætti það að vera í lagi. Í versta falli springur peran...
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Einföld mæling á LiPo rafhlöðum, gott vídeó

Póstur eftir Agust »

Það er rétt að minna á að mikilvægt er að framkvæma þessar mæingar við svipað hitastig. Geyma rafhlöðurnar í nokkrar klukkustundir við stofuhita áður en mælt er.

Innra viðnámið er mjög háð hitastigi. Það varð ég var við í í myrkrinu í gærkvöld og snemma í morgun þegar ég ætlaði að fljúga DJI fjórþyrlunni. Rafhlaðan, sem ég þóttist hafa nýlega hlaðið, virtist biluð. Rauða hættuljósið á þyrlunni blikkaði ótt of títt og þyrlan nauðlenti sjálf. Ljósið í kollinum á mér kviknaði þó ekki fyrr en í morgun og ég áttaði mig þá á að allar rafhlöðurnar voru kaldar. Ég hafði nefnilega geymt þær í bílnum. Ég átti að vita betur og mundi ekki eftir að nú er farið að hausta og kólna. Ég hlóð eina rafhlöðu inni og flaug aftur, og var nú allt eðlilegt.

Sem sagt, mikilvægt að mæla alltaf rafhlöðurnar við sama hitastig. Annars verða niðurstöður misvísandi.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Einföld mæling á LiPo rafhlöðum, gott vídeó

Póstur eftir Agust »

Ég hef gleymt að setja inn slóðina að töflureikninum á Google.


Afrit af texta sem fylgdi videóinu. Þar er slóðina að finna. Fylgið leiðbeiningunum.:

Published on Apr 24, 2012
Why do old, cheap, abused, and puffed batteries lack power? Voltage sag, which is a drop in voltage as the amperage draw is increased, such as when power is applied to a brushless motor. The main cause of this voltage sag is "internal resistance" which is the electrical resistance actually inside the battery itself.

The amperage draw of a circuit is determined mainly by the "load", which is the case of RC flying is the motor and other electronics. The power output in watts is determined by the amperage draw times the volts delivered by the battery. Most any fully charged LiPo battery will indicate its nominal voltage when checked prior to flying. The question is whether the voltage can keep up as additional amperage is drawn by the system.

One of the easiest and most objective ways of monitoring the health of a battery pack is to measure its internal resistance under a known set of circumstances and a constant load. The lower the internal resistance the better the battery will be able to keep the voltage up under stress. A battery that is old, puffed, crashed, overdischarged, etc. will have an increased internal resistance.

Link to shared version of the spreadsheet:

https://docs.google.com/spreadsheet/ccc ... yQ1E#gid=0

Open the link and select: File, download,(as Excel, or whatever format you work in) and download it to your computer. You may then overwrite the sample values seen there. Please don't make any changes on the shared file that is linked to as it might confuse future users who wish to download it.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Einföld mæling á LiPo rafhlöðum, gott vídeó

Póstur eftir Agust »

Hér eru nokkrar myndir af uppstillingu minni við að prófa LiPo rafhlöðurnar mínar.

Ég nota tvær 12V 50W perur sem álag, samtals um 100 wött eða um 8 amper.

Mælirinn sýnir spennu, straum, milliampertíma, watttíma, o.fl.

Fyrst tengi ég rafhlöðuna við mælinn og les spennugildið. Skrifa það á blað.

Næst tengi ég álagið og tel rólega upp að tíu (10 sek).

Les aftur spennugildið og skrifa hjá mér.

Les einnig ampergildið.

Síðan set ég þessi þrjú gildi, spennu 1, spennu 2 og straum í töflureikni (Excel) sem reiknar innra viðnám rafhlöðunnar.

Einnig er hægt að reikna þetta handvirkt:

Dæmi:

Spenna án álags: 12,6V
Spenna með álagi eftir 10 sek.: 11,9V
Straumur: 8,3A

Innra viðnám er spennufall deilt með straum, eða (12,6 - 11,9 ) / 8,3 = 0,084 ohm eða 84 milliohm.

---

Innra viðnámið segir okkur heilmikið um ástand rafhlöðunnar. Ef innra viðnámið mælist til dæmis 0,084 ohm eins og í dæminu, og ef mótorinn tekur 20 amper í flugtaki, þá tapast 20 x 0,084 = 1,68 volt yfir þetta innra viðnám og mótorinn fær aðeins um 11 volt í stað 12,6 volt. Það munar um minna.





Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Einföld mæling á LiPo rafhlöðum, gott vídeó

Póstur eftir Agust »

Hér eru nokkrar myndir af uppstillingu minni við að prófa LiPo rafhlöðurnar mínar.

Ég nota tvær 12V 50W perur sem álag, samtals um 100 wött eða um 8 amper.

Mælirinn sýnir spennu, straum, milliampertíma, watttíma, o.fl.

Fyrst tengi ég rafhlöðuna við mælinn og les spennugildið. Skrifa það á blað.

Næst tengi ég álagið og tel rólega upp að tíu (10 sek).

Les aftur spennugildið og skrifa hjá mér.

Les einnig ampergildið.

Síðan set ég þessi þrjú gildi, spennu 1, spennu 2 og straum í töflureikni (Excel) sem reiknar innra viðnám rafhlöðunnar.

Einnig er hægt að reikna þetta handvirkt:

Dæmi:

Spenna án álags: 12,6V
Spenna með álagi eftir 10 sek.: 11,9V
Straumur: 8,3A

Innra viðnám er spennufall deilt með straum, eða (12,6 - 11,9 ) / 8,3 = 0,084 ohm eða 84 milliohm.

---

Innra viðnámið segir okkur heilmikið um ástand rafhlöðunnar. Ef innra viðnámið mælist til dæmis 0,084 ohm eins og í dæminu, og ef mótorinn tekur 20 amper í flugtaki, þá tapast 20 x 0,084 = 1,68 volt yfir þetta innra viðnám og mótorinn fær aðeins um 11 volt í stað 12,6 volt. Það munar um minna.

Sjá vídeóið hér fyrir ofan.

Takið eftir númerunum á rafhlöðunum. Það er betra að vita hver er hvað.



Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Einföld mæling á LiPo rafhlöðum, gott vídeó

Póstur eftir Agust »

Þegar ég er búinn að mæla innra viðnámið, þá mæli ég rýmd rafhlöðunnar. Ég tengi álagið og hef það tengt þar til spennan er komin niður í 3,0 volt per sellu, eða 9,0 volt ef sellurnar eru þrjár.

Ég nota stoppúrið í símanum til að mæla tímann. Ef 2200 mAh rafhlaða er í lagi, þá mælist tíminn um það bil 15 mínútur.

Rafhlaðan mælir einnig mAh beint og skrifa ég þá tölu ásamt tímanum í töflureikninn.

Þessi mæling segir okkur hver rýmd rafhlöðunnar er, þ.e. hve mikið rafmagn hún getur geymt.

---

Athugið að fylgjast þarf mjög vel með spennunni meðan hún er að lækka, og passa vel upp á að hún falli ekki mikið niður fyrir 3,0 volt per sellu. Hjá HobbyKing er hægt að fá spennumæli sem pípir þegar spennan hefur náð þessu gildi, en ég á eftir að fá mér þannig.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Einföld mæling á LiPo rafhlöðum, gott vídeó

Póstur eftir Agust »

Það er ágætt að mæla rafhlöðurnar svona annað slagið, t.d. á 6 mánaða fresti. Þar sem innra viðnámið og rýmdin eru mjög háð hitastigi er rétt að mæla alltaf við svipað hitastig, t.d. herbergishita. Þá er hægt að fylgjast með því hvernig rafhlaðan breytist eftir því sem hún verður eldri.

Láta rafhlöðurnar standa í herbergishita í nokkrar klukkustundir fyrir mælingu.

Það gerur verið fróðlegt að láta eina rafhlöðu standa í ísskáp fyrir mælingu og sjá hv hún mælist mikið verri köld. Það segir okkur að þegar flogið er um vetur er mikilvægt að halda rafhlöðunum heitum.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Einföld mæling á LiPo rafhlöðum, gott vídeó

Póstur eftir Agust »

Síðan má nota tækifærið þegar galtómar rafhlöðurnar eru hlaðnar eftir mælingu: Skrá niður hve mikil hleðsla fór inn á þær samkvæmt skjánum á hleðslutækinu.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Einföld mæling á LiPo rafhlöðum, gott vídeó

Póstur eftir Agust »

Excel skjalið sem ég nota má nálgast hér:

https://dl.dropboxusercontent.com/u/325 ... share.xlsx
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara