Utanborðs Battery Eliminator Circuit - Ultra-BEC

Eru ekki allir í stuði!?
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Utanborðs Battery Eliminator Circuit - Ultra-BEC

Póstur eftir Agust »

Hraðastýringar fyrir rafmagnsmótora eru stundum með aflgjafa fyrir viðtæki og servó (BEC = Battery Eleminator Circuit). Þetta er þó ekki alltaf. Oft er enginn svona aflgjafi fyrir hendi, t.d. í Jeti Opto.

Þessir innbyggðu aflgjafar eru þó takmarkaðir, því þeir geta ekki aflfætt nema takmarkaðan fjölda servóa. Ástæðan er sú, að þeir fella spennuna frá mótor-rafhlöðunni niður í 5 volt með því að breyta umfram spennunni í hita. Þetta kemur fram í leiðbeiningunum fyrir viðkomandi hraðastýringu.

Í stærri módelum, eða þegar hraðastýringar án BEC eru notaðar, þarf annað hvort að nota sérstaka 4,8V rafhlöðu fyrir viðtæki og servó, eða nota sérstakt aflmikið BEC.

Ég hef einmitt notað seinni aðferðina, þ.e. utanborðs BEC í stað 4,8V rafhlöðu. Tegundin sem ég nota kallast UBEC - Ultimate BEC. Sjá t.d. http://www.hobby-lobby.com/ubec.htm. Umframspennunni er ekki breytt í hita, heldur er mótor-rafhlöðuspennunni fyrst breytt í riðspennu, hún spennt niður, og síðan riðspennunni breytt aftur í jafnspennu. Kallast switching regulator. Þannig er hægt að ná miklu meiri straum úr BEC án þess að yfirhita búnaðinn.

Nokkrar gerðir af svona BEC eru á markaðnum. Menn þurfa þú að varast að kaupa hvað sem er, því þessi switching regulator BEC hafa átt það til að trufla viðtækið. Ultimate BEC sem ég vísaði á hér að ofan er með þeim betri og truflar lítið sem ekkert.

Mynd

Maximum Input Voltage 35 volts, 40 volts & 45 volts
Minimum Input Voltage 5.5 volts (goes into bypass mode below 5.5 volts)
Output Voltage 5 volts & 6 volts
Weight 20 grams
Output Current 3 amps continuous / *5 amps up to 5 minutes
Dimensions 1 1/4 inches wide x 1 3/4 inches long x 3/8 inch thick
Type High efficiency Switching Voltage Regulator
Input / Output leads 12 and 8 inches in length
Output servo connector Universal

Framleiðandinn: http://www.koolflightsystems.com/ultimatebec.htm
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara