Síða 1 af 1

Re: Spektrum

Póstað: 3. Júl. 2017 22:58:16
eftir Petur77
Góðan daginn,

Er með gamla Futaba T6EXA og langar að kaupa mér nýja. Hef verið að skoða frá spekrum í USA og er þetta
svo breytt og flókið. Eru menn að nota þessar spektrum fjarstýringar ? Hvað mælið þið með ?

Kveðja

Pétur

Re: Spektrum

Póstað: 3. Júl. 2017 23:08:29
eftir Sverrir
Það fer svona eftir því hvað þú ætlar að gera við hana. :)

Það eru þó nokkrar Spektrum í umferð hérna og Spektrum, JR og Futaba eru algengustu merkin hér heima. DX8 er t.d. fín fjarstýringu á fínu verði.

Re: Spektrum

Póstað: 4. Júl. 2017 07:50:38
eftir Petur77
Sæll Sverrir,

Takk fyrir svarið :). Er bara nota Easy star og Easy glider og þarf bara 6 channels. Gamla var að nota 35,120 MHz.
Spektrum notar 2,6 ghz DSMX®/DSM2® Eru allar þessar nýjustu að notast við þetta DSMX®/DSM2® tækni þ.e.a.s Futaba, JR og Spektrum?

Kv

Pétur

Re: Spektrum

Póstað: 4. Júl. 2017 13:05:15
eftir Sverrir
Þá kemstu af með DX6.

Það er nánast ómögulegt að finna fjarstýringar í dag á öðru en 2.4 ghz og þá er oftast um mjög sérhæfðar græjur að ræða. Eftir að framleiðendur færðu sig yfir í 2.4 ghz þá er ekki hægt að nota móttakara frá öðrum framleiðendum nema í þeim tilfellum sem JR/Spektrum voru í samvinnu með DSM/X staðalinn. Þeir hættu því samstarfi í kringum 2010. Flestir framleiðendur eru að nota spread spectrum frequency hopping í dag til að koma merkinu á milli.

Svo hefur verið hægt að kaupa móttakara frá þriðja aðila sem ganga með Spektrum og Futaba fjarstýringum, Orange og Lemon eru dæmi um tvö vörumerki.

Re: Spektrum

Póstað: 4. Júl. 2017 13:11:11
eftir Petur77
Sæll,

Takk fyrir þessa upplýsingar. Ætla skoða þetta betur og taka svo ákvörðun :)

Kv

Pétur

Re: Spektrum

Póstað: 4. Júl. 2017 15:37:43
eftir Gaui
Jón V selur stýringar á samkeppnisfæru verði.

:cool: