Að hlaða NI-MH

Eru ekki allir í stuði!?
Svara
Passamynd
Siggi Dags
Póstar: 226
Skráður: 27. Feb. 2006 23:56:58

Re: Að hlaða NI-MH

Póstur eftir Siggi Dags »

Get ég hlaðið NI-MH 3000MAH 1,2v
með standard charger
output 5v+10v dc
rx output 60mA

Tekur það kanski 4 vikur?

:/ ???
Kveðja
Siggi
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Að hlaða NI-MH

Póstur eftir Agust »

Þetta ætti að ganga ef þú ert þolinmóður. Það breytir væntanlega ekki öllu þó svo að þú tengir 1,2V batterí við 4,8V RX tengið. Straumurinn gæti þó orðið heldur meiri en 60 mA. Reiknum samt með að hann sé 60 mA.

Tíminn sem það tekur að fullhlaða ætti þá gróft reiknað að vera 3000/60 = 50 klst. Það þarf að reikna með að nýtnin við hleðslu er ekki 100%, heldur nær því að vera 80%. Bætum því 20% við 50 tímana og fáum út 60 klukkustundir. Tæpir þrír sólarhringar, sýnist mér.

Hleðslutækið þitt sem hleður 60 mA er eiginlega gert fyrir 600 mAh batterí.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Siggi Dags
Póstar: 226
Skráður: 27. Feb. 2006 23:56:58

Re: Að hlaða NI-MH

Póstur eftir Siggi Dags »

Ok!
Bara einn sólarhringur eftir :)

P.S. Þetta batterí er fyrir onboard glo.

Takk fyrir upplýsingarnar.

Verð samt að fá mér allmennilegt hleðslutæki.
Kveðja
Siggi
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Að hlaða NI-MH

Póstur eftir einarak »

skiptir volta fjöldinn ekki máli semsagt?
Passamynd
benedikt
Póstar: 296
Skráður: 28. Feb. 2005 12:22:22

Re: Að hlaða NI-MH

Póstur eftir benedikt »

spennugjafinn hækkar spennuna uns viðunandi hleðslustraumur fæst. Svo regulerar hann spennuna til að halda nokkurnvegin sama straum. Svo er víst aðferðir við að finna út hvenær batteríið tekur ekki meiri hleðslu, oft kallað delta-peak - ...og ef ég man rétt, þá hækar innraviðnám batterís (ni-cd, ni-mh) nokkuð hratt þegar það er fullhlaðið og við þessa hröðu hækkun finnur tækið út hvenær skal hætta hleðslu.
If you ain't crashing, you ain't trying !
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Að hlaða NI-MH

Póstur eftir Agust »

Svona "standard charger" eins og Sigurður (Pegasus) er að ræða um efst á síðunni er væntanlega svona veggspennir sem fylgir yrfirleitt með fjarstýringum. Þetta eru mjög einföld tæki, eins og sést ef þau eru rifin í sundur.

Þetta er spennubreytir með tveim vöfum á bakhlið. Annað vafið gæti verið 6 volt og hitt 12 volt. Við hvort vaf um sig er ein afriðilsdíóða og eitt viðnám. Stærðin á viðnáminu er valin þannig að straumurinn sé um 60 millíamper þegar verið er að hlaða 4,8 V eða 9,6 V rafhlöðu. Ef sellurnar eru færri en 4 eða 8 verður straumurinn eitthvað meiri, en mun minni og jafnvel lítill sem enginn ef þær eru fleiri. Þessi hleðslutæki eru því gerð fyrir ákveðinn sellufjölda, þó það sé hægt að prófa að hlaða annan sellufjölda en þau eru gerð fyrir. Þá er gott að hafa straummæli við hendina.

Einhver staðar er til grein um hleðslurafhlöður eftir Kristján Antonsson. Man ekki hvar hún er.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11427
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Að hlaða NI-MH

Póstur eftir Sverrir »

Icelandic Volcano Yeti
Svara