OS 91 4-gengisvél

Kanntu brögð og brellur sem fleiri hafa gagn af?
Passamynd
maggikri
Póstar: 5625
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: OS 91 4-gengisvél

Póstur eftir maggikri »

[quote=PattRat]Maggi hvaða pumpu varstu að nota ? Mínar vélar fóru fyrst að virka með pumpu. Notaði bæði OS og Perry pump.
T.d gamli góði OS 61 Pump drap aldrei á sér sama hvað á gekk og er enn í dag minn uppáhalds motor.
Varstu nokkuð með blöndung sem er sérstaklega gerður fyrir pumpu ? https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 327023.jpg[/quote]
Sæll. Þetta var Perry pumpa. Nei svo er það náttúrulega pæling, hvort að blöndungurinn sé gerður fyrir pumpu. Kannski er þetta bara rugl allt saman i mér. Man bara fyrir 10-15 árum síðan voru menn með þetta pumpu vesen, en þá er eins og þú segir, voru blöndungarnir nokkuð gerðir fyrir þetta. Getur líka verið að ég kunni bara ekkert á þetta. Þetta er örugglega rosa flottur mótor hjá Flugdoktornum, og kostar líka summu (pumpan kostar 1/3 af mótorverðinu).

kv
MK
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: OS 91 4-gengisvél

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Perry pumpurnar voru víst vinsælar á tímabili (8. og 9. áratugnum?) vegna þess að margir mótorar voru ekki að gera sig án þess konar viðbóta. Menn voru að bjarga því með þessari auka pumpu.
Nú eru karbúratorarnir og mótorarnir yfirleitt betri.
Þessi OS .91 4gengis (minn mótor) er seldur bæði með og án pumpu. Sá pumpaði á að vera miklu gangvissari og það var líka mín reynsla að hann drap hreinlega aldrei á sér. Hins vegar sé ég í umræðunni talað um að regúlatorinn gangi úr sér og þá eru menn einmitt pirraðir á því að þurfa að kaupa sextíu dollara karbúratorhús með samsettum regúlator til að bæta úr því en ekki bara sílíkonpjötluna eins og í YS.
Kannski get ég látið mér nægja að panta bara regúlatorinn til að byrja með?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara