Skellibóluballanseringspúnktar

Kanntu brögð og brellur sem fleiri hafa gagn af?
Svara
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Skellibóluballanseringspúnktar

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Er þetta ekki lýsandi fyrirsögn. Hún segir í einu orði allt sem málið snýst um.

Þegar ég útbjó Adrenaline 120 flugvélina þa´datt mér snjallræði í hug ttil þess að auðvelda ballaníserínguna. Vélin er frekar stór og fyrirferðamikil og ekki alveg auðvelt að halda henni við ballanseringuna. Ég á ekki ballanseríngsgræju, er enn að reyna að hanna það í kollinum.

Snjallræðið felst í því fyrst og fremst að koma fyrir einhverju á jafnvægispúnktinum sem hægt væri að finna með fingrunum. Átti spjald með svokölluðum skellibólum og límdi svoleiðis á jafnvægispunktinn.
Skellibólur eru litlir hálfmjúkir plasthnúðar með lími aftaná til þess að líma í skáphurðakarma og innan á skúffulok til að skelli ekki eins harkalega í þeim.

Nú er ekkert mál að þreifa undir vænginn, lyfta vélinni með fingurna á skellibólunum og bíngó. Auk þess bjó ég til strimla með sentimetramáli sem spannar það bil sem jafnvægisstilla má vélina á. Til þess notaði ég Brother merkivél.


Mynd

Mynd
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Guðjón
Póstar: 841
Skráður: 5. Jún. 2008 18:18:01

Re: Skellibóluballanseringspúnktar

Póstur eftir Guðjón »

Sniðug lausn og alls ekki vitlaus
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
Svara