Blý fyrir jafnvægisstillingu

Kanntu brögð og brellur sem fleiri hafa gagn af?
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Blý fyrir jafnvægisstillingu

Póstur eftir Agust »

Á dekkjaverkstæðum er hægt að kaupa það sem stundum kallast jafnvægislóð eða límblý. Þetta er þægilegt að nota þegar módelið er einum og neflétt. Límblýið er með sterkum límborða, enda á það að tolla við felgurnar á bílnum.

Mynd


Mynd

Mér sýnist reyndar að límblýið sem ég keypti á dekkjaverkstæðinu í Fellsmúla í gær sé ekki hreint blý. Ræman er samtals 60 grömm, en hægt er að klippa hana í 5 og 10 gramma búta. Mig minnir að það sem ég fékk í fyrra hafi verið úr ekta blýi og heldur þyngra, eða 100 grömm ræman.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Blý fyrir jafnvægisstillingu

Póstur eftir Haraldur »

Er ekki eitthvað vitlaust smíðað þegar þú þarft að hlaða svona miklu blýi í vélina?
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11432
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Blý fyrir jafnvægisstillingu

Póstur eftir Sverrir »

Ekki endilega, mörg skalamódel þurfa þyngingu í nefið.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Blý fyrir jafnvægisstillingu

Póstur eftir Þórir T »

Ég veit aðeins um þetta efni sem þið eruð að nota. Einhverjar evrópureglur gegn mengun standa í vegi fyrir því að jafnvægis-stillingarlóð úr blýi séu notuð núna.
Það sem er komið í staðinn er okkur sagt að sé zink. Að sjálfsögðu er þetta mun dýrara, en það er allt í lagi því neytendur borga, eða þannig....
Eins langar mig að benda á að límið á þessu er mjög viðkvæmt fyrir því að undirlagið sé fitugt. Hreinsa þarf mjög vel undir með fitufríu efni.
Flestar nýjar álfeglur td eru oft með örþunnu fitulagi á yfirborðinu og jafnvel hef ég séð, að þegar ekki er hreinsað nógu vel undir, þá hefur blýið legið á gólfinu inní sýningarsal, þeas dettur af, án notkunar á vegum úti.
Svo þegar ég hef notað svona, þá hef ég borað og sett litla skrúfu í á einum eða tveimur stöðum, eftir magni...

þt
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11432
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Blý fyrir jafnvægisstillingu

Póstur eftir Sverrir »

[quote=PattRat]Ég hef farið í Ellingsen til að fá blý, þunnar plötur sem þægilegt er að klippa niður.[/quote]

Sama hér, passið bara að vera hanska ef þið ætlið að vera mikið í blýinu.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Guðjón
Póstar: 841
Skráður: 5. Jún. 2008 18:18:01

Re: Blý fyrir jafnvægisstillingu

Póstur eftir Guðjón »

hvað gera hannskarnir???
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
Passamynd
Gaui
Póstar: 3642
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Blý fyrir jafnvægisstillingu

Póstur eftir Gaui »

Sagt er að maður geti fengið blýeitrun ef maður handleikur blý.

Það er undarlegt að ég skuli ekki vera löngu dauður -- ég hef handleikið helling af blýi um æfina og aldrei notað hanska :(
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11432
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Blý fyrir jafnvægisstillingu

Póstur eftir Sverrir »

Gallinn við blýið er það að þegar það er komið inn í líkamann þá fer það ekki neitt. :/
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Blý fyrir jafnvægisstillingu

Póstur eftir Björn G Leifsson »

"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Blý fyrir jafnvægisstillingu

Póstur eftir Messarinn »

[quote=Sverrir]Gallinn við blýið er það að þegar það er komið inn í líkamann þá fer það ekki neitt. :/[/quote]
Díísus þess vegna er maður svona þungur he he :) :) :) :)
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Svara