Listflug

Kanntu brögð og brellur sem fleiri hafa gagn af?
Passamynd
Gaui
Póstar: 3639
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Listflug

Póstur eftir Gaui »

Humpty Bump

Mynd

Æfingin Humpty Bump (íslenskt nafn óskast) er bæði góð snúningsæfing og snyrtileg miðjuæfing. Það er best að skoða Humpty Bump sem lykkju með lóðréttum línum til skemmtunar – ættingja ferköntuðu lykkjunnar. Við skulum skoða miðju Humpty Bump með engum veltum. Þegar þú getur gert þessa æfingu vel, þá er auðvelt að breyta henni í snúningæfingu með ½ veltu á leiðinni upp eða niður, eða öðrum veltu/hnykkveltu samsetningum.

Fljúgðu lágt framhjá þér og togaðu svo í víða ¼ lykkju þar til módelið fer beint upp. Notaðu hliðarstýrið til að módelið fari beint upp og þú gætir einnig þurft að gefa niður á hæðarstýrið til að halda lóðréttri línu. Við skulum gera um 15 metra hátt Humpty Bump í þetta sinn, þannig að þegar módelið er búið að klifra svona 12 metra þá togar þú aftur í og framkvæmir rólega ½ lykkju sem er með sama radíus og lykkjan neðast. Nú er módelið á leið lóðbeint niður. Mundu að þú verður að draga úr inngjöf þegar módelið fer yfir toppinn á lykkjunni – þetta hægir á módelinu og gerir æfinguna jafnari og auðveldari að fylgjast með. Nú skaltu aftur sjá til þess að módelið fari beint (flest módel þurfa smá niður á hæðarstýrinu til að fara beint niður) þar til þú kemur á stað sem er jafn hátt og fyrri ¼ lykkjan endaði. Þá togar þú aftur í og framkvæmir ¼ lykkju þar til módelið flýgur upprétt í sömu hæð og stefnu og þegar þú byrjaðir æfinguna. Mundu eftir að gefa rólega inn þegar módelið flýgur lárétt og þá ertu búinn!

Næst skaltu prófa þetta sem snúningsæfingu: þegar þú ert kominn hálfa leið niður aftur skaltu skaltu framkvæma ½ veltu ... Þetta er flott snúningsæfing.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3639
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Listflug

Póstur eftir Gaui »

Veltur, punktaveltur og hægar veltur

Mynd

Ef þetta er fyrsta veltan þín ... þá skulum við bara hugsa um að fá vélina frá uppréttu flugi í upprétt flug aftur. Notaðu rum það bil ½ inngjöf og vertu nógu hátt til að vera öruggur, en þó ekki svo hátt að þú sjáir ekki hvað þú ert að gera. Gefðu fullt hallastýri þannig að módelið velti heilan hring og endi upprétt aftur. Sko, þetta var flott! Gerum þetta nokkrum sinum í viðbót þar til fiðringurinn hættir í maganum á þér. Búinn að því? Nú skulum við prófa aftur, en á meðan módelið er á hvolfi skaltu ýta smávegis í hæðarstýrið. Hey, kúl, ekki satt? Nú missti módelið ekki eins mikla hæð og stefndi ekki niður á við þegar veltunni var lokið!

Nú skulum við skoða hæga veltu. Í hægu veltunni verður módelið að stefna beint eins og ör, hvorki missa eða auka hæð og fara hvorki til hægri né vinstri, það á bara velta beint eftir langás sínum. Þetta er ERFITT og krefst mikillar æfingar! Sumum flugmönnum finnst gott að brjóta æfinguna niður í hluta og æfa hvern fyrir sig. Við skulum byrja með því að æfa punktaveltu fyrst ... og við bara einbeitum okkur að því að velta módelinu ¼ úr veltu og setja hallastýrið í núllstöðu á punktinum og setja inn smá hliðarstýri um leið og módelið klárar ¼ úr veltu, þannig að það endi í randaflugi (er þetta ekki gott orð fyrir Knife Edge Flight?). Dragðu þessa ¼ veltu eins lengi og þú þarft þar til útslagið á hliðarstýrinu er alveg rétt og notaðu hæðarstýrið til leiðréttingar ef þarf. Gerðu þetta þangað til þú ert kominn með tilfinningu fyrir módelið upp á rönd. Ef einhver vandamál koma upp getur þú velt módelinu til baka og reynt aftur ... og aftur ... þar til þessi fyrsti fjórðungur er nákvæmlega réttur. Nú skaltu gera þennan fyrsta fjórðung aftur, en veltu núna frá þér þannig að þú horfir á botninn á módelinu. Þetta krefst meiri æfingar, nema þú sért vanur að fljúga randaflug með „magann inn“. Þegar þessir tveir punktar eru orðnir góðir getur þú haldið áfram og æft alla 4-punkta veltuna. Reyndu að klára hana í hvert sinn jafnvel þó hún skekkist eitthvað á leiðinni. RÁÐ: minni hraði og hægari velta gera allt rólegra og auðveldara að stjórna og þannig betra að læra.

Nú þegar þú ert kominn með tilfinningu fyrir 4-punkta veltunni getur þú notað hæðar- og hliðarstýrin eins, nema að þú stoppar ekki hallastýrin á punktunum ... þú bara veltur alla leiðina á sama hæga hraðanum. Gerðu þetta aftur og aftur! Þetta verður auðveldara og sjálfvirkara í hvert sin sem þú gerir það, þar til þú allt í einu finnur að þú er kominn með þetta á hreint og getur aukið eða minnkar veltuhraðann o.s.frv. Mundu að allt sem er þess virði að gera það krefst æfingar og þjálfunar og að hæg velta er hrikalega flott æfing ef hún er gerð vel!
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3639
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Listflug

Póstur eftir Gaui »

Veltuhringur

Mynd

Veltuhringur er alveg sérlega áhrifamikil æfing ! Þegar þú byrjar að prófa að ná honum, þá skaltu reyna þetta: komdu inn frá vinstri, stilltu á lægri stillinguna á hallastýrin ef þú ert með hana og gefðu fullt hallastýri til hægri; ef þú ert ekki með lægri stillingu þá skaltu gefa hálft hallastýri. Þegar módelið er komið upp á rönd gefur þú snöggt fram á hæðarstýrið og heldur því þar til módelið er komið á hvolf. Þegar módelið er komið upp á rönd með botninn út úr hringnum togar þú snöggt upp á hæðarstýrið og heldur því þar til módelið er orðið upprétt aftur. Haltu áfram með að gera þetta þar til módelið er búið að klára hringinn en aðlagaðu hversu mikið þú notar hæðarstýrið til að það fari í hring.

Til að geta gert nákvæman veltuhring verður þú að geta tekið hæga veltu af öryggi og notað hliðarstýrið rétt á meðan. Þegar þú getur gert hæga veltu skaltu æfa að aðlaga hana með því að gefa mis mikið hæðarstýri á ¼ hlutum veltunnar, þannig að þú ýtir mest fram eftir fyrstu kvart veltuna, mest á hliðarstýrið þegar módelið er á hvolfi, togar mest eftir þriðju kvart veltuna og svo framvegis. Eftir því sem öryggið eykst getur þú auikð eða minnkað veltuhraðann og notkun á hæðar- og hliðarstýrum þar til þú getur stjórnað veltuhraðanum og staðsetningu í hverjum fjórðungi veltunnar og fengið þannig 8 veltu hring (tvær veltur á fjórðungi), 4 veltu hring og síðan 2 veltu hring. Og loks, eftir rosalegar æfingar getur þú fengið heilan hring með aðeins einni veltu inn í hringinn eins og sýnt er á myndinni. Æfðu velturnar bæði inn í og út úr hringnum, frá hægri og vinstri og líka breyta veltuhraða og átt í sama hringnum (fyrst velta inn í hringinn og síðan út úr honum og svo aftur inn í hann o.s.frv. eða 3 veltu hring).
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3639
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Listflug

Póstur eftir Gaui »

Immelman

Mynd

Þessi æfing (nefnd eftir þýska flugmanninum Max Immelman, sem fann hana upp í fyrri heimsstyrjöld) er ½ lykkja og ½ velta . Split-S er í hina áttina, ½ velta og síðan ½ lykkja. Báðar þessar æfingar eru klassískar orrustuæfingar sem eru notaðar til að ná betri stöðu og frumkvæði á óvininn. Þetta eru líka mjög vinsælar æfingar fyrir fjarstýrðar flugvélar hvort sem flogið er til skemmtunar eða í keppni.

Í Immelman beygjunni eru notaðar aðferðir sem við erum búnir að skoða – Lykkja og Velta. Tilgangur æfingarinnar er að snúa módelinu við á sömu línu samsíða flugbrautinni og áður, en hærra en áður til að undirbúa spuna eða aðrar „háar“ æfingar. Æfðu þessa æfingu öðru megin við miðju svo þú sjáir nákvæmlega hvað módelið er að gera – framkvæmdu hálfa lykkju þar til módelið er á hvolfi og þá, í staðinn fyrir að draga úr inngjöf og halda áfram niður, læturðu inngjöfina vera, hættir að toga í hæðarstýrið og veltir módelinu þar til það er upprétt.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3639
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Listflug

Póstur eftir Gaui »

Split S

Mynd

Split S er vinsæl æfing sem gerir manni kleyft að snúa við um 180 gráður og tapa um leið hæð, sem er í raun öndvert við Immelman æfinguna. Ef þú hefur ekki gert Split S áður, þá skaltu ekki hafa áhyggjur af að það líti ekki nógu vel út, þú skalt bara reyna að fá tilfinningu fyrir þessari snúningsæfingu. Veltu módelinu ½ veltu, dragðu úr inngjöf niður í hægagang og togaðu svo í hæðarstýrið svo módelið framkvæmi ½ lykkju. Ekki gleyma að gefa aftur í þegar niður er komið! Þannig er það!

Þó að hugmyndin á bak við þessa æfingu sé einföld – ½ velta og svo ½ lykkja – þá getur tekið á að framkvæma hana rétt og fallega. Þegar þú æfir Split S skaltu vera í góðri hæð og í beinu flugi. Venjulega er þessi æfing notuð til að snúa við öðru megin í flugkassanum, en þú skalt æfa hana rétt handan við miðju til að sjá almennilega hvernig módelið hagar sér. Gerðu ½ veltu (þú ræður hraðanum sjálfur ... hæg velta er tilkomumeiri) og athugaðu, með því að nota hliðarstýri og hæðarstýri, að þú haldir beini línu í veltunni. Þegar veltunni er lokið skaltu ekki freistast til að láta vélina fljúga lengi á hvolfi, heldur toga gætilega í hæðarstýrið og byrja þannig fallega ½ lykkju. Dragðu mótorinn niður í hægagang þegar þú byrjar að fara niður – stjórnaðu sveig lykkjunnar með hæðarstýrinu þannig að hún verði fallega hringlaga. Þegar módelið nær láréttu flugi skaltu gefa eftir á hæðarstýrinu og gefa rólega inn á mótornum.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3639
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Listflug

Póstur eftir Gaui »

Ofrisbeygja

Mynd

Ofrisbeygja er lóðrétt snúningsæfing þar sem maður flýgur módelinu lóðrétt upp, leyfir því að snúast um 180 gráður um annan vængendann og fljúga niður aftur lóðrétt. Ef þú hefur ekki reynt ofrisbeygju áður, þá skaltu fá reyndan flugmann með þér til að segja þér til. Togaðu í hæðarstýrið svo módelið fljúgi lóðrétt upp og minnkaðu inngjöfina í u.þ.b. ¼ . Þegar módelið er við það að stöðvast gefur þú fullt hliðarstýri. Þegar módelið hefur snúist sleppir þú hliðarstýrinu og lætur módelið fara beint niður í smá tíma áður en þú togar aftur í hæðarstýrið svo það fljúgi nú lárétt. Ekki gleyma að gefa í aftur.

Til að fá hreina og nákvæma ofrisbeygju verður módelið að fara algerlega lóðrétt upp á við til að byrja með. Ekki bara rífa af hörku í hæðarstýrið – þú eyðir helling af skriðþunga módelsins í það og dregur úr hraða þess. Framkvæmdu ¼ úr lykkju þar til þú flýgur beint upp og vertu tilbúinn að nota hliðarstýri og hæðarstýri til að leiðrétta línuna. Dragðu rólega úr inngjöf þar til mótorinn gengur á um það bil einum fjórða (ekki setja í hægagang, því þá hefur þú ekkert loftflæði yfir hliðarstýrið og þá virkar það ekki) og leyfðu módelinu að hægja á sér þar til það er næstum stopp. Þá gefur þú fullt hliðarstýri á móti vindátt til að láta módelið snúast og dregur mótorinn í hægagang þegar það fer yfir toppinn. Þegar skrokkurinn er orðinn samsíða jörðinni (láréttur) skaltu gefa eftir á hliðarstýrinu. Þú gætir jafnvel þurft að gefa hliðarstýri í hina áttina til að koma í veg fyrir að módelið „dilli skottinu“ og smávegis hallastýri til að vinna á móti snúningsáhrifum hliðarstýrisins á sumum módelum.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3639
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Listflug

Póstur eftir Gaui »

Snapp og byltur

Mynd

Snappveltur (enska: snap roll – ég er opinn fyrir betra orði á íslensku og er að gæla við orðið Hnykkur) eru skemmtileg samsetning af ofrisi og veltu – eiginlega láréttur spuni. Í grunninn þarftu að láta vængenda ofrísa og síðan láta módelið „hringsnúast“ utan um þennan vængenda. Mismunandi módel snappa á mismunandi vegu – sum gera það ótrúlega hratt á meðan önnur fara fínt og rólega í það, á sumum er erfitt að sjá mun á tunnuveltu og snappi og sum vilja alls ekki snappa.

Ef þú hefur ekki snappað fyrr, þá skaltu beina módelinu þínu 45 gráður upp á við með fulla inngjöf. Gefðu fullt hægri hliðarstýri, hallastýri alla leið til hægri og hæðarstýri upp eins og það kemst (toga í). Vinstri pinninn á þá að vera á sama stað og tala 1 á klukku en sá hægri eins og 5 á klukkuskífunni. Settu pinnana síðan í miðju rétt áður en módelið er aftur upprétt. VÁÁ!!! Nú skaltu velta því aftur í upprétt aðstöðu, draga andann aftur og slappa af. Prófaðu þetta aftur þegar þú ert rólegri. Æfðu þetta nokkrum sinnum þar til þú ert farinn að fá tilfinningu fyrir því að setja pinnana í miðju þannig að módeli hætti í uppréttri og láréttri stöðu, þ.e. ekki með annan vænginn neðar en hinn og í beinu flugi.

Þegar þú ert búinn að finna hvernig þú getur snappað með nokkuð góðri stjórn í beina línu skulum við skoða hvernig á að framkvæma nákvæma og rétta snappveltu. Almennt, þá snappar módel best ef það er að auka hraðann áfram, svo þú skalt fljúga módelinu í beina línu á svona hálfum hraða. Rétt áður en þú kemur að miðju gefur þú fulla inngjöf. Þegar módeli byrjar að auka hraðann gefur þú fulla inngjöf á stýrin. Þú gætir þurft að stilla hreyfingar stýranna eitthvað og gera tilraunir með upphafshraðann til að fá hreina snappveltu þannig að módelið velti ekki áfram í lokin. Æfðu bara eina hreina snappveltu og reyndu að stoppa aftur uppréttur á sömu línu. Þegar það er komið getur þú æft að gera hana á leið beint upp eða beint niður, byrja á hvolfi eða 2 eða 3 veltu hverja á eftir annarri. og síðan það allra erfiðasta – hálfa snappveltu og enda á hvolfi, hálfa snappveltu og enda upprétt, ¾ snappveltu og enda upp á rönd o.s.frv.

Athugaðu: í réttri snappveltu fara hliðar- og hallastýri í sömu átt; í öfugri snappveltu (hæðarstýri gefið niður) verða hliðarstýri og hallastýri að fara í gagnstæðar áttir.

Bylta: Byltan (e. Tumble) er ættingi snappveltunnar nema að módelið ofrís ekki. Í uppréttri byltu fara hallastýri og hliðarstýri í gagnstæðar áttir. Í öfugri byltu (hæðarstýri gefið niður) fara hliðar- og hallastýri í sömu áttir. Farðu varlega í fyrstu bylturnar þínar eins og snappið.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Listflug

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Gaui.... takk!
Þetta eru góðir, skemmtilegir og nauðsynlegir pistlar sem ég ætla mér að prenta út og nota. Kannski tekur þú þetta saman í prenthæfan bækling fyrir okkur þegar vetri hallar?
Það væri fróðlegt að láta þá Aresti táknin fyrir hverja æfingu fylgja með.

Skemmtilega tékkneska orðið "Lomcovak" kemur upp í hugann.
Það mun vera tékkneska hugtakið yfir áhrifin af ofneyslu Slivovitz plómubrennivíni.

Margir módellistflugmenn kunna eða telja sig kunna þessa æfingu í einu eða öðru formi.
Það er ekki létt að finna samræmi í lýsingum modelmanna á hvað þetta er svo ég gerði smá ransókn.
Sem listflugshugtak mun það fyrst hafa verið notað á listflugsýningu í Brno 1958 þegar blaðamaður spurði flugvirkja Ladislav Bezík's um hvað þessi bylta héti sem Ladislav var að gera á Zlin vélinni. Flugvirkinn vissi svo sem ekki um neitt nafn en fannst þetta passa og lét það vaða. Hr. Bezík skilgreindi þessa æfingu, rannsakaði eðli hennar og skilgreindi mismunandi útgáfur hennar. Hér er þýðing á hans umfjöllun sem er mjög lýsandi. Þar er væntanlega rétta stafsetningin notuð.

Hér er skásta lýsandi vídeóið sem ég finn í bili.


Skilgreiningin á hreyfingunni/æfingunni er skýr hjá þeim listflugmönnum sem til kunna en hefur verið mjög á reiki meðal módelflugmanna og virðist almennt vera hjá þeim hvers konar bylta/velta/hnykkur þar sem að stélið er látið fara "fram úr sér" í hreyfingunni, þeas að vélin fari meira eða minna út á hlið við hreyfinguna.
Sumir telja ekki hægt að gera alvöru Lomcovak á módeli nema það sé svo stórt að þungur spaðinn gefi nægilegan "snúðkraft" (gyroscopic energy) til að leiða vélina í veltunni.
Það er líklega mikið til í því. Hreyfingin byggir mikið til á snúningi hreyfilsins og því skiptir máli í hvaða átt veltan er eftir því í hvaða átt hreyfillinn snýst.
Ekki var fátítt áður fyrr að menn brytu spaðann eða jafnvel losuðu vélina frá skrokknum í þessari æfingu. Sjá tvær neðstu tvær málsgreinar hér.
Bezak mun hafa lent í því fimm sinnum.

Æfingin er ekki skilgreind í Aresti kerfinu og mun (því?) ekki vera leyfileg í hefðbundinni listflugskeppni.
Mér finnst eðlilegast að miða við lýsingu Bezíks sjálfs.
Kannski Sigurjón hafi comment um þetta??


Hnykkvelta, rykkvelta, smellvelta, byltuvelta???
Hnykkur og hnykkvelta eru ekki vitlaust orð fyrir snap og snap roll, skárra merkingarlegra en smellur eða rykkur. Bylta er auðvitað mjög gott orð og passar vel við tumble.
Spurning þá hvað Lomcovak gæti heitið á íslensku? "Slagsíðubylta" kemur upp í hugann, líka

Keep 'em coming...
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui
Póstar: 3639
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Listflug

Póstur eftir Gaui »

Randaflug

Mynd

Ef þú hefur ekki áður prófað að fljúga upp á rönd, þá áttu mjög skemmtilega reynslu fyrir höndum. Byrjaðu á nokkuð góðum hraða í sæmilegri hæð og fljúgðu frá vinstri. Veltu módelinu ¼ úr veltu til hægri þannig að þú horfir ofan á vélina. Gefðu hæðarstýri til vinstri svo módelið falli ekki niður. Slepptu hliðarstýrinu og veltu til baka ¼ úr veltu þar til módelið er upprétt. Þetta var góð byrjun. Ef þú vilt fljúga upp á rönd með „magann inn“, þá verður þú samt að gefa hliðarstýrið öfugt við veltuna (velta til vinstri – hliðarstýri til hægri).

Nú skaltu æfa fallegt, hreint randaflug þar sem þú veltir módelinu rólega frá uppréttu flugi í randaflug og gefur hægt andstætt á hliðarstýrinu svo að módelið fari rólega í að fljúga beint með stélið dálítið niður. Notaðu rétt nóg hliðarstýri til að módelið fari beint, en hvorki klifri eða sigi. Réttu flugið með hallastýrunum og hæðarstýrinu eins og þarf svo módelið fari beint.

Það er kallað kúpling (e. coupling – vantar betra orð !) þegar módel ekki bara geigar við að hliðarstýrið er notað (nefið fer til hægri eða vinstri), heldur veltur líka eða jafnvel kinkar (nefið fer upp eða niður). Þetta getur stafað að hluta til af því hvernig módelið er hannað og að hluta til hvernig því er stillt upp. Stélþungt módel á það freka til að kinka með notkun á hliðarstýrinu, svo dæmi sé tekið. Þú gætir viljað nota blöndunarmöguleika tölvustýringar til að „stilla burt“ kúplingar sem módelið framkvæmir.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3639
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Listflug

Póstur eftir Gaui »

Kúbönsk átta

Mynd

Kúbönsk átta er átta sem er teiknuð liggjandi og lóðrétt – 5/8 úr lykkju, bein lína í 45 gráðum, ½ velta, ¾ úr lykkju, bein lína með ½ veltu, og 1/8 úr lykkju. Ef þú hefur ekki framkvæmt kúbanska áttu áður, þá skulum við bara skoða fyrri helming hennar til að byrja með. Úr beinu flugi skaltu framkvæma 5/8 úr lykkju þannig að módelið þitt sé komið yfir toppinn á henni og stefnir 45 gráður niður á við. Dragðu úr inngjöfinni og veltu módelinu þannig að það fljúgi upprétt á 45 gráðu halla niður. Togaðu rólega í hæðarstýrið þar til módelið flýgur aftur beint og upprétt.

Kúbönsk átta flogin í keppni getur haft alls konar snöpp, byltur og veltur og getur verið framkvæmd bæði upprétt og á hvolfi. Sú sem er algengust er kúbönsk átta með ½ veltum sem byrjar á 5/8 úr lykkju (með viðeigandi notkun á afli og hæðarstýri svo lykkjan verði hringlaga og hliðar- og hallastýrum svo hún verði bein). Síðan, þegar módelið er komið helming leiðarinnar niður 45 gráðu hallann, þá er framkvæmd ½ velta og niðurflugið klárað. Nú er framkvæmd ¾ úr lykkju þar til módelið stefnir aftur 45 gráður niður á hvolfi og hálfa leið niður þann skáa er aftur gerð ½ velta. Skáinn er kláraður og farið út úr honum í upprétt og beint flug á sömu línu og æfingin byrjaði á. Það sem er erfitt er að halda báðum helmingum fallega hringlaga, staðsetja velturnar í miðjunni, og að stærð, og að bgyrjun og endir æfingarinnar sé á sama stað og hæð.

Öfug kúbönsk átta er, ja, kúbönsk átta „afturábak“ -- byrjað þar sem maður endar venjulega og endað þar sem maður myndi annars byrja. Þá er byrjað á því að taka í hæðarstýrið og fljúga 45 gráður upp, taka ½ veltu, ¾ úr lykkju í 45 gráður upp, ½ veltu aftur og síðan 5/8 úr lykkju til að klára uppréttur og í beinu flugi.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara