On Board Glow Switch

Kanntu brögð og brellur sem fleiri hafa gagn af?
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: On Board Glow Switch

Póstur eftir Agust »

Fjórgengismótorar verða miklu gangvissari ef glóð er haldið á kertinu í hægagangi. Einn slíkur glóðarrofi er frá S.M.Services og fæst hjá Sussex Model Centre.


http://www.sussex-model-centre.co.uk/sh ... sp?id=1408
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: On Board Glow Switch

Póstur eftir Gaui »

Ég á einn slíkan og notaði hann með fjórgengismótornum í Cardinal. Hann er „OSOM“ eins og krakkarnir mínir segja.

Það er líka hægt að versla beint á síðunni þeirra. Þeir eru með svakalegt úrval af alls konar elektróník fyrir fjarstýrð módel:

http://www.smservices.net/
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: On Board Glow Switch

Póstur eftir Gunni Binni »

Mér sýnist á heimasíðu þeirra að þetta sé fyrir bæði tví- og fjórgengisvélar, en hef hvorugt prófað. sbr.: http://smservices.net/acatalog/GLOV2.PDF
kv.
GBG
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: On Board Glow Switch

Póstur eftir kip »

Ég átti einn slíkann líka frá SM services sem ég verslaði af síðunni þeirra. Hann varð þó aldrei svo frægur að nýtast mér þar sem hann átti að fara í þristinn minn en var í poka sem týndist í flutningum sem inni hélt að mig minnir 8 rása móttakara, on board glowið frá smservices og fleira.... Mikil sorg
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: On Board Glow Switch

Póstur eftir Gaui »

Hérna er uppsetningin hjá mér. Ég fékk mér 1,2 volta rafhlöðu, alls konar víra og tengi og setti það svona í Cardinal. Myndin skýrir sig að miklu leiti sjálf:

Mynd

Snúran sem er mekt „Í móttakara“ er sett í Y-snúru með snúrunni frá þrottluservóinu. Þá virkar þetta þannig að þegar maður dregur af mótornum, þá kviknar á glóðinni þar sem maður stillir hana inn (mjög vítt svið). Síðan þegar maður gefur inn, þá slokknar aftur á glóðinni 10 sek. eftir að inngjöfin er komin upp fyrir þann stað sem kviknaði á henni.

Og það má hugsanlega nefna að það er 3 pundum ódýrara að kaupa rofann af SM Services en Sussex Model Centre.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: On Board Glow Switch

Póstur eftir Agust »

Ég notaði svona í gamla Kyosho Cap232 módelið sem ég byrjaði að fljúga seint á síðustu öld og er nú gengið til feðra sinna. Mótorinn var OS70FS. Einnig var í módelinu Wing Gyro.

Einn stór kostur við svona Glow Switch er að maður þarf ekkert glóðarkertisvesen. Bara flippa í gang og beint í loftið.

Maður þarf bara að muna eftir að fá sér plugg á kertið. Ég man ekki hvort hann fylgdi með.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: On Board Glow Switch

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Agust]Maður þarf bara að muna eftir að fá sér plugg á kertið. Ég man ekki hvort hann fylgdi með.[/quote]
Fylgir ekkert með, eina sem menn fá er svarta boxið, engar snúrur, engar kertahettur, engin tengi og engin rafhlaða en fínasta græja engu að síður :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: On Board Glow Switch

Póstur eftir Gaui »

[quote=Sverrir]Fylgir ekkert með, eina sem menn fá er svarta boxið, engar snúrur, engar kertahettur, engin tengi og engin rafhlaða[/quote]
Ég gerði dálítið sniðugt þegar ég keypti minn -- ég bað þá um að selja mér allt sem þarf. Og þeir gera það ef maður biður um það!
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: On Board Glow Switch

Póstur eftir Sverrir »

Bretinn klikkar ekki í þjónustunni :)
Icelandic Volcano Yeti
Svara