Vefalbúm

Kanntu brögð og brellur sem fleiri hafa gagn af?
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Vefalbúm

Póstur eftir Agust »

Margir flugmódelmenn eru sífellt með myndavélina á lofti og taka mikið af myndum.
Hverng er best að geyma þessar myndir?

Ein aðferð er að nota Picasa forritið og Picasa vefinn fyrir albúm. Hvort tveggja er ókeypis. Mjög einfalt í notkun.

Picasa fæst ókeypis hér: http://picasa.google.com/


Önnur aðferð
er að nota Jalbum forritið til að búa til vefalbúm sem hægt er að vista á einhverjum góðum stað. Kosturinn við Jalbum er að hægt er að búa til nánast óteljandi mismunandi útlit á albúmum, og að hægt að varðveita myndirnar í upphaflegri upplausn. Hægt er að láta upplýsingar sem eru faldar í myndunum (EXIF, t.d. dasetning, tími, ljósop, brennivídd...) birtast með myndunum.

Jalbúm forritið fæst ókeypis hér: http://www.jalbum.net/. Forritið er ótrúlega einfalt í notkun. Sjá kynningu: http://jalbum.net/tour. Sumar útgáfurnar (skinn) eru á íslensku.


Hér er Módelflug-2009 albúmið mitt sem dæmi:

Gert með Picasa:
http://picasaweb.google.com/agbjarn/Modelflug2006#

Gert með Jalbum: http://www.agust.net/photoalbum/Modelflug2006/
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara