Tappatýnivörn

Kanntu brögð og brellur sem fleiri hafa gagn af?
Svara
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Tappatýnivörn

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Eldsneytiskerfið fyrir YS mótora er lokað og undir talsverðum þrýstingi sem tryggir eldsneytisflæði að blöndungnum.
Mótorinn gengur ágætlega á litlum snúningi þó kerfið sé opið en um leið og hann fer að erfiða, þá drepst fyrr eða seinna á honum þar sem þrýstinginn vantar á kerfið.
Þegar tappað er á og af þarf að opna yfirfallið og það kom einu sinni fyrir mig að gleyma að setja tappann í það og þá drapst á í flugtaki með leiðindaafleiðingum fyrir hjólastellið á flygildinu.

Ég er nú að útbúa Imagine vél með YS-63 sem er alger eðalmótor að mínu viti. Hann rauk í gang núna áðan þrátt fyrir árs notkunarleysi og gekk eins og vel smurt vasaúr.

Til þess að koma í veg fyrir að ýna tappanum og vonandi minnka líkurnar á að gleyma að setja hann í þá datt mér það snjallræði í hug að hengja hann við skrokkinn.

Ég boraði 2mm gat í flansinn á tappanum og festi vír í hann. Hér sést þessi snilldar-útbúnaður.

Mynd

Hér erönnur umfjöllun um sömu vél
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Tappatýnivörn

Póstur eftir Þórir T »

Fín hugmynd...
Passamynd
Páll Ágúst
Póstar: 646
Skráður: 2. Maí. 2009 05:00:00

Re: Tappatýnivörn

Póstur eftir Páll Ágúst »

Hvar fæ ég svona tappa?
Lífið er í loftinu
Þytur á Facebook
Flickr-ið
Passamynd
Gaui K
Póstar: 449
Skráður: 2. Maí. 2004 23:07:17

Re: Tappatýnivörn

Póstur eftir Gaui K »

díses ! Ér er búin að týna þrem svona töppum !!
það gerist ekki hér eftir. Það klikkar ekki :einfalt og gott.
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Tappatýnivörn

Póstur eftir einarak »

einsog smurt tölvuúr
Svara