Hmmm ? ? ? ? stundin

Kanntu brögð og brellur sem fleiri hafa gagn af?
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3639
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Hmmm ? ? ? ? stundin

Póstur eftir Gaui »

Isaac Asimov, hinn heimsfrægi rithöfundur sagði eitt sinn "Þegar mikilvægar uppgötvanir gerast, þá segir vísindamaðurinn venjulega ekki 'Eureka!' heldur 'Hmmm? Þetta var undarlegt!'"

Ástæða þess að ég nefni þetta hér er að ég upplifði svona Hmmm? stund í dag. Það sem ég ætla að segja frá er kannski ekkert nýtt fyrir einhverja, en þetta virkaði sem alger uppgötvun fyrir mig, svo ég læt bara flakka.

Ég er, eins og alþjóð veit, í raðsmíðaverkefni með Mumma og Árna að smíða Fokker D8. Um daginn var ég búinn að spreyja og fylla og pússa og spreyja og fylla og pússa og .... vænginn nokkrum sinnum og ætlaði að setja loka umferðirnar og láta þar við sitja. En, þá var fylligrunnurinn bara búinn. Ég skellti mér í Litaland og ætlaði að grípa sama gamla grá grunninn og ég er vanur að nota en, þá var hann bara búinn. Afgreiðslumaðurinn átti einn brúsa af hvítum grunni. Hann fullyrti að hvítt væri jafn gott og grátt og ég tók hann trúanlegan og keypti brúsann og fór með hann heim.

Þegar ég byrjaði að sprauta, þá sá ég strax að hvíti grunnurinn þekur ekki eins vel og sá grái. Ég lét mig samt hafa það og þakti vænginn með hvítu. Brúsinn tæmdist nokkurn vegin á vænginn.

Grunnurinn þornaði fljótt og nú fór ég að sjá misfellur sem ég hafði ekki komið auga á í gráa grunninum, svo ég gat fyllt í nokkur hnökur og stop og gert vænginn flottari fyrir vikið.

Í morgun vantaði mig meiri grunn, svo ég fór aftur niður í Litaland. Nú voru þau búin að fá heilu raðirnar af grunni í fjórum litum, svo ég ákvað að skella mér aftur á minn gamla góða gráa. Ég keypti tvo brúsa núna til að hafa nóg!

Um hádegisbilið sprautaði ég vænginn aftur gráan. Ég lét grunninn harðna í um tvo tíma (hann þarf ekki mikið) og þá fékk ég mer helling af 600 blautpappír og byrjaði að slétta yfirborð vængsins í síðasta sinn.

OG ÞÁ GERÐIST ÞAÐ !

Þegar ég pússaði í gegnum gráa grunninn, þá kom sá hvíti í ljós! Með því að fylgjast með því hvað yfirborðið hvítnaði gat ég séð hversu mikið ég var að pússa af grunninum. Hérna er mynd:

Mynd

Þetta var ótrúlegt. Ég gat pússað af öryggi án þess að eiga á hættu að fara og langt. Ef ég fór í gegnum hvíta grunninn, þá var ég kominn niður á glerfíberinn og mátti hætta að pússa. Ég hef aldrei fyrr haft gaman af því að pússa og kláraði að slétta allan vænginn á nó tæm!

Ég uppgötvaði meira að segja að á einum stað hafði farið hár í gráa grunninn:

Mynd

Nú ætla ég að mæla með þessari aðferð við alla sem vilja hlusta: Sprautaðu síðustu tvær umferðirnar af grunni í mismunandi litum (það eru til fjórir: grár, rauður, svartur, hvítur) og síðasta sléttunin verður auðveldari og nákvæmari en ella.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11427
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hmmm ? ? ? ? stundin

Póstur eftir Sverrir »

Svo má líka setja ljósan lit út í epoxy-ið sem þú notar sbr. http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?pid=13842#p13842... eða dökkan ef þú ert með ljósan grunn.
Icelandic Volcano Yeti
Svara