Stilling á ómpípu (tuned pipe)

Kanntu brögð og brellur sem fleiri hafa gagn af?
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Stilling á ómpípu (tuned pipe)

Póstur eftir Agust »

Tjúnuð pípa í stað hefðbundins hljóðdeyfis getur aukið aflið verulega eins og margir vita.

Það vefst þó oft fyrir mönnum hvernig þær eru stilltar.

Hér er grein um málið:

Radio Controlled Model Aircraft
Two Stroke Tuned Pipe Exhaust Systems.
Exploding the Myth

By Andy Ellison.

http://www.bruce.ogilvy.clara.net/text/tips/t6.html

Formúlurnar í textanum eru hálf óljósar og gefa lengdina í tommum.

Umreiknað í millímetra líta þær þannig út:

Formúlurnar gefa byrjunargildi sem á að vera ívið of langt, þannig að hægt er að fínstilla lengdina með því að stytta tengirörið aðeins frekar.

Ef pípan er með kónisku innvolsi. (Efri myndin, Twin Cone Pipe):

Lengd í millimetrum (Lmm) = (ExT x 41900) / RPM

---

Ef pípan er með götuðum flötum disk innvortis. (Neðri myndin, Flat Disc Pipe):

Lengd í millimetrum (Lmm) = (ExT x 30500) / RPM



Dæmi:

Notuð er hljóðlát pípa (Quit pipe, Flat disc pipe). Mynd af pípu frá Just Engines neðar á síðunni er þannig.

Algengt er að ExT (Exhaust Timing) sé 150 gráður. Notum þá tölu. Sumir mótorar eru með heldur hærria ExT eða allt upp í 170°. Stundum er hægt að fletta því upp, eða jafnvel mæla sjálfur.

Reiknum með að við stefnum að því að velja spaða sem gefur 8000 RPM í lofti (um 7500 RPM í kyrrstöðu). Margir bensínmótorar gefa hámark safl við þennan snúning.



Lengd í millimetrum (Lmm) = (ExT x 30500) / RPM

Lmm = 150 x 30500 / 8000 = 572mm

Við veljum því tenginguna (silikon slönguna) milli rörbúts (manifold) sem liggur frá mótor að pípunni þannig að heildarlengdin frá flansinum á mótornum að fyrsta disknum í pípunni sé um það bil 572 mm.

Síðan prófum við okkur áfram þar til við finnum spaða sem lætur mótorinn snúast um 7500 RPM (snúninga á mínútu) þega vélin er á brautinni.

Svona hljóðlátar pípur eru tiltölulega þægilegar í stillingu. Þær hafa ekki eins þröngt svið (RPM) og þær konisku sem eru án hljóðdeyfis. Vel getur verið að þetta sé nægilega góð stilling, en það gæti borgað sig að prófa að breyta stillingu, t.d. með því að breyta lengdinni á silikon slöngunni, og kanna hver áhrifin verða.

Nú ætti mótorinn að vera orðinn töluvert aflmeiri, hljóðlátari, og án keðjusagarhljóðs, þ.e. ef hljóðlát (quiet) pípa er valin.








---

Einnig hér:
http://www.aerowold.com/2009/engines-pa ... ned-pipes/
http://www.justengines.unseen.org/acata ... Pipes.html

---
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Stilling á ómpípu (tuned pipe)

Póstur eftir Agust »

Hér er Excel skjal fyrri bæði kónískar og disk pípur:

http://homepage.ntlworld.com/hamhouse/d ... 20pipe.xls

Niðurstaðan í tommum. Margfalda með 25,4 til að fá niðustöðu í millímetrum.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Olddog
Póstar: 72
Skráður: 24. Jan. 2010 17:17:56

Re: Stilling á ómpípu (tuned pipe)

Póstur eftir Olddog »

Þræl góður Excel reiknir fyrir pípurnar, verða að reikna út hvort ég sé með rétta lengd á Fókusnum mínum.

MKV
LJ
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Stilling á ómpípu (tuned pipe)

Póstur eftir Agust »

Kíkt inn í pípu:

Efsta myndin sýnir dæmigerða ómpípu (Enska Tuned pipe, þýska Resonansrohr). Þetta er svokölluð hljóðlát pípa eða quit pipe. Þessi er frá Just Engines og hentar fyrir 20-35cc mótora.

Pípan er fjögurra hólfa. Stærsta hólfið er næst mótornum og þar fara fram resónans-áhrifin sem gera það að verkum að tvígengismótorar fá verulega aukið afl.

Aftar eru þrjú minni hólf sem aðskilin eru með stuttum rörbútum. Það sést móta fyrir skilrúmunum utan á pipunni. Þessi hólf myndan góðan hljóðdeyfi sem gerir það að verkum að útblásturinn frá pípunni er nánast dauður þannig að það heyrist ekkert í honum. Eins konar "canister" hljóðdeyfir. Aðal hávaðinn kemur nú frá loftskrúfunni. Mótorinn hljómar ekki lengur eins og Trabant eða keðjusög.

Carl Olsson sem sést í þessum myndböndum notar einmitt pípu ásamt 26cc mótor. Það vantar ekki aflið og hljóðið kemur væntanlega mest frá spöðunum. http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=5128
Sjá líka mjög flott vídeó hér: http://www.viddler.com/explore/TeamAero ... /1/18.453/

Svo má ekki gleyma því að ekki eru allar pípur hljóðlátar eða quiet. "Venjulega" pípur, sem ekki eru með innbyggðum hljóðdeyfi, geta verið mjög háværar. Svona hljóðlátar ómpípur eru eiginlega hátækni hljóðdeyfar, eða þannig... :)

Mynd
Pípan frá Just Engines

Mynd
Séð inn í pípuna frá opinu sem snýr að mótornum. Diskurinn með stóra gatinu sem sést næst myndavélinni er til að endurkasta þrýstingsbylgjunni aftur að mótornum. Þar fyrir innan má sjá bogið rör sem liggur inn í miðhólfið í hljóðdeyfishlutanum.

Mynd
Hér er horft inn um útblástursopið á pípunni. Bogna rörið sem liggur frá miðhólfi hljóðdeyfishlutans sést vel.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Stilling á ómpípu (tuned pipe)

Póstur eftir Agust »

Nokkrar myndir af mínum vélum með ómpípu:


Mynd
Þetta er Super Lightning með .60 glóðarhausmótor og Robbe pípunni inni í skrokknum. Myndin gæti verið frá því um 1990. Þetta var balsa-kit frá Flair, minnir mig. Ragnar sonur er við stjórnvölinn. Sjá má smá kæliop aftarlega og ofarlega á skrokknum. Takið eftir að útblásturinn er um slöngu aftarlega á vélinni. Ekkert olíugums á vélinni eftir flug. Þetta módel var frekar hljóðlátt. Hávaðinn kom frá loftskrúfu og jafnvel mátti heyra skrölt frá hjólastellinu!"



Mynd


Mynd

Hér er Katana með fyrstu kynslóð af MVVS-26 og quite-pipe frá Just Engines sem komið er fyrir undir skrokknum.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Stilling á ómpípu (tuned pipe)

Póstur eftir Agust »

Hér er svo gömul íslensk grein um ómpípur: http://www.agust.net/rc/pdf/Ompipur.pdf

og önnur gömul um hávaða: http://www.agust.net/rc/pdf/Havadi.pdf
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara