Kreditkorta og sápuaðferðin...

Kanntu brögð og brellur sem fleiri hafa gagn af?
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Kreditkorta og sápuaðferðin...

Póstur eftir Agust »

Nei, nei, Þetta fjallar ekki um peningaþvætti... Alveg óhætt að lesa áfram

-

Flestallir hafa límt sjálflímandi límmiða eða strípur á skrokk og vængi og lent í að allt fari í steik. Skakkt, rifið, loftbólur. Ekki hægt að laga neitt...

Margir þekkja þá aðferð að blanda smávegis uppþvottalegi í vatn. Bera það síðan jafn á flötinn þar sem límmiðinn á að vera. Nota síðan kreditkort til að skafa varlega burt allt loft og allt sápuvatn sem er undir filmunni. Láta síðan þorna yfir nótt...

Þannig er hægt að leggja límmiðann eða filmuna niður á flötinn án þess að hann festist strax, og einnig koma í veg fyrir loftbólur. Það merkilega er að kreditkort virkar betur en flest annað sem skafa.

Í staðinn fyrir sápuvatn má prófa gluggaúða.

Auðvitað er rétt að æfa sig með afgangs límmiða áður en þessi aðferð er notuð af alvöru og sannfæra sig um að límmiðinn eða filman festist raunverulega á nokkrum klukkustundum.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Kreditkorta og sápuaðferðin...

Póstur eftir Haraldur »

Ég get staðfest þessa aðferð. Var búinn að líma rauðann filmuflöt á extruna mína og allt var í loftbólum og leit hræðilega illa út, og filman laus á. Þá bendi Jón V. mér á að nota sápulög. Ég spreyjaði þessu á fyrst, setti filmuna á og lagaði hana til þar til hún var á réttum stað og skrapaði síðan allann vökva undan filmunni. Notaði reyndar ekki kredikort. En það þarf að passa að setja tusku eða eitthvað á milli, ekki nota kortið beint á filmuna því annars rispast hún. Eftir að þetta þornaði þá var filman föst á og engar bólur að sjá.
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Kreditkorta og sápuaðferðin...

Póstur eftir Agust »

Ég var einmitt að líma breiða eldrauða sjálflímandi og nánast sjálflýsandi (fluorecent) filmu undir annan vænginn á gömlu FunTime svifflugunni. Vonandi sést hún nú betur þegar hún er hátt uppi og ber í grá skýin.

Ég notaði krítarkort í stað málmspaðans sem ég byrjaði að nota, því það er hæfilega mjúkt eða sveigjanlegt og með rúnnuð horn sem rispa síður.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Kreditkorta og sápuaðferðin...

Póstur eftir Sverrir »

Spil virka líka vel, hægt að hafa nokkur saman til að fá réttan stífleika, svo eru til sérstakar sköfur.

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Kreditkorta og sápuaðferðin...

Póstur eftir Agust »

Ég var að festa slatta af límmiðum á Multiplex FunJet sem er úr EPP frauðplasti. Áður hafði ég slípað allt yfirborðið mjög lauslega með votum sandpappír númer 400 til að minnka smá örður og ójöfnur.

Yfirborðið verður aldrei fullkomlega slétt eins og á filmu. Yfirborð frauðplastsins er eins og allir vita eins og yfirborð frauðplasts. :-) Þess vegna límast miðarnir ekki eins vel og venjulega.

Eftir að hafa úðað Geisla gluggaúða á yfirborðið, komið filmunni á sinn stað og pressað vatnið undan límmiðanum og þurrkað með klút prófaði ég að velgja límmiðann með hárþurrku.

Ég stillti hárþurrkuna á lægri hitann og blés yfir límmiðann jafnframt því sem ég nuddaði hann með fingrinum. Límmiðinn varð við þetta mun mýkri og fylgir nokkuð vel ójöfnunum á yfirborðinu. Hann límist betur niður. Það kom líka í ljós að auðveldara var að láta límmiðann fylgja kúptu yfirborði vélarinnar á þennan hátt.

Ekki hita það mikið að plastið bráðni eða aflagist. Maður finnur fljótt hvað það þarf mikinn hita. Þetta virkaði mjög vel hjá mér á Multiplex FunJet. Límmiðarnir tolla betur.

.

Ekki gleyma að þvo sér vel um hendur áður en verk er hafið. Það er nefnilega ótrúlegt hvað fingraför tolla vel í líminu og sjást í gegn um gagnsæja filmuna.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Spitfire
Póstar: 412
Skráður: 6. Ágú. 2006 12:16:01

Re: Kreditkorta og sápuaðferðin...

Póstur eftir Spitfire »

Ég notaði þessa aðferð þegar ég merkti Sig Kadet forðum, notaði reyndar Geisla gluggaúða við verkið. Þegar búið var að skafa mesta vökvann í burtu var skrokkurinn látinn standa yfir nótt, und allez klar :)

Mynd
Hrannar Gestsson, Patreksfirði

The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Svara