Leiðbeiningar fyrir JR X-378

Kanntu brögð og brellur sem fleiri hafa gagn af?
Passamynd
Gaui
Póstar: 3223
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Leiðbeiningar fyrir JR X-378

Póstur eftir Gaui »

Einn af félögum mínum á JR stýringu af gerðinni X-378, sem er góð stýring með alls konar fídusum sem hægt er að stilla fram og til baka. Gallinn er bara sá að leiðbeiningarnar eru á ensku og hann er ekki það sleipur í því tungumáli að þærkomi honum að neinu gagni. Því bað hann mig að þýða nokkra valda kafla fyrir sig svo hann gæti notað stýringuna af fullum krafti.

Nú ætla ég að setja þetta hér inn öðrum til skemmtunar. Hægt er að nálgast leiðbeiningarnar á ensku af vef JR Radios. Ég tek ekki myndirnar út úr þeim, svo ef einhver ætlar að hafa fullt gagn af þessu, þá verður sá hinn sami að ná sér í eintak (ef hann á það ekki nú þegar - leiðbeiningar eiga það til að týnast!).

Mynd

Athugið líka að þar sem þetta er þýðing, þá reyni ég að þýða ALLT! Líka hluti sem við höfum engin íslensk of yfir. Þess vegna eru ábendingar og leiðréttingar velþegnar.
:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði

Passamynd
Gaui
Póstar: 3223
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Leiðbeiningar fyrir JR X-378

Póstur eftir Gaui »

5.5 NAFN SETT Á MÓDEL

Hægt er að setja þriggja stafa nafn á hvert af þeim átta módelum sem eru í minni. Módelið sem valið er er sýnt þegar klukkan ert ekki valin. Það getur líka verið gagnlegt að nota þetta til að aðgreina mismunandi uppsetningar á módelum

1. Haltu Down og Channel hnöppunum niðri á meðan þú kveikir á sendinum til að fara í Módelstillingu.
2. Notaðu Model Selection aðgerðina til að velja módelið sem þú vilt nefna.
3. Ýttu á Up eða Down hnappinn þar til fyrsti stafurinn í nafni módelsins blikkar, vinstra megin á skjánum.
4. Nafnið er sýnt vinstra megin á skjánum. Ef ýtt er á (+) eða (-) er hægt að velja stafi eða tölur.
Athugaðu: Stafurinn sem verið er að velja blikkar.
5. Ýttu á Channel hnappinn til að velja næsta staf.
6. Gerðu þetta þar til allir þrír stafirnir hafa verið valdir.
7. Til að komast í Model Selection aðgerðina og velja annað módel er ýtt á Down hnappinn.
8. Til aðkomast í Type Selection aðgerðina og velja módelgerð er ýtt á Up hnappinn.
9. Til að fara út úr Model Name Entry aðgerðinni er ýtt á Down ogChannel hnappana samtímis

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði

Passamynd
Gaui
Póstar: 3223
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Leiðbeiningar fyrir JR X-378

Póstur eftir Gaui »

Kafli 6: AÐGERÐIR (FUNCTION MODE) • Flugvél
6.1 AÐGERÐAHAMUR

Til að komast í Aðgerðaham er kveikt á sendinum. Ýttu samtímis á Down og Channel hnappana og þá opnast sá aðgerða-gluggi sem síðast var notaður. Ef ýtt er á Up eða Down hnappana þá skrunar skjárinn á milli aðgerðanna hverri á eftir annarri eins og sýnt er á flæðiritinu til hægri. Þegar komið er á viðkomandi glugga, þá er hægt að gera breytingar á honum með því að ýta á (+) eða (-) hnappana. Til að velja aðra rás í aðgerðinni er ýtt á Channel hnappinn. Ef farið er í aðra aðgerð þar sem líka má velja rásir, þá er sama rás valin þar. Til dæmis, ef þú ert að stilla mismunandi hreyfingar (Dual Rate) á hæðarstýri og skiptir yfir í veldishreyfingu (Exponential), þá er hæðarstýrið enn valið þar. Aðgerðahamur er mest notaði hamurinn til að gera stillingar.

Farið í Aðgerðaham

1. Kveiktu á sendinum.
2. Haltu Down og Channel hnöppunum niðri samtýmis.
3. Notaðu Up eða Down hnappana til að rúlla í gegnum aðgerðagluggana þar til rétt aðgerð er fundin.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði

Passamynd
Gaui
Póstar: 3223
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Leiðbeiningar fyrir JR X-378

Póstur eftir Gaui »

6.2 SERVÓ SNÚNINGUR (SERVO REVERSING)

Servó snúningur er aðgerð til að breyta því í hvaða átt servó á vissri rás hreyfist frá sendinum. Hægt er að snúa öllum sjö rásunum á X-378 stýringunni. Þetta auðveldar uppsetningu á servóum í módelinu þínu.

THRO: inngjöf
AILE: hallastýri
ELEV: hæðarstýri
RUDD: hliðarstýri
GEAR: hjólastell
FLAP: flapi (auka rás 1)
SPOI: loftbremsa

Farið í servó snúning

1. Kveiktu á sendinum.
2. Haltu Down og Channel hnöppunum niðri samtímis.
3. Notaðu Up eða Down hnappana til að rúlla í gegnum aðgerðagluggana þar til “REV.” kemur í ljós í efra horni gluggans til vinstri.
4. Notaðu stýrispinna og stillingar á sendinum þínum til að hreyfa stýrin á módelinu. Athugaðu í hvaða átt stýrin hreyfast.
5. Þegar þú ert búinn að finna út hvaða stýrum þú þarft að snúa við getur þú notað Channel hnappinn til að fara á viðkomandi rás.
6. Ýttu á (+) eða (-) hnappana til að snúa hreyfingunni á servóinu. Ef ýtt er á Clear hnappinn verður stillingin aftur Normal.
7. Þú getur séð hvaða áhrif þessar breytingar hafa haft með því að hreyfa viðkomandi stýri.
8. Til að komast í Klukkuna (Timer function) er ýtt á Down hnappinn.
9. Til að komast í Mismunandi hreyfingar (Dual Rate) er ýtt á Up hnappinn.
10. Til að fara út úr aðgerðaham er ýtt á Down og Channel hnappana samtímis.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði

Passamynd
Gaui
Póstar: 3223
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Leiðbeiningar fyrir JR X-378

Póstur eftir Gaui »

6.3 MISMUNANDI HREYFINGAR (DUAL RATES)

Hægt er að hafa mismunandi hreyfingar á hallastýrum, hæðarstýri og hliðarstýri á flugmódelinu þínu. Það er líka hægt að tengja sjálfvirkar mismunandi hreyfingar á hallastýrum, hæðarstýri og hliðarstýri við flughams (flight mode) hnappinn. Mismunandi hreyfing er það þegar mestu hreyfingu á servói er breytt með því að smella til takka á stýringunni. Vegna þess að hreyfingin breytist, þá eykst eða minkar svörun módelsins. Ef hreyfingin er mikil, þá er módelið viðkvæmara fyrir hreyfingum stýranna. Það má jafnvel hugsa um þetta sem tvöfalda hreyfingu eða hálfa hreyfingu. Mismunandi hreyfingar eru notaðar með veldishreyfingum (Exponential), sem gera þér kleyft að stilla hreyfingar stýranna að vild. Þú vilt kannski skoða kaflann um veldishreyfingar til að fá frekari upplýsingar.

Hægt er að stilla hreyfingar frá 0-125%í 1% skrefum. Sjálfgefin stilling frá framleiðanda er 100% á bæði 0 og 1 stöðu á rofanum. Hægt er að velja hvora stöðu á rofanum sem maður vill sem minni eða meiri hreyfinguna og síðan stilla viðkomandi stöðu samkvæmt því.

Mismunandi hreyfingar aðgerðin opnuð

1. Kveiktu á sendinum.
2. Opnaðu aðgerðagluggann með því að ýta á Down og Channel hnappana samtímis.
3. Ýttu á Up eða Down hnappana þar til “D/R” kemur á gluggann efst til vinstri.
4. Ýttu á Channel hnappinn þar til rétt rás er valin (hallastýri, hæðarstýri, hliðarstýri eða sjálfvirk mismunandi hreyfing).
5. Veldu hvaða staðsetningu þú vilt hafa á rofanum til að minnka eða auka hreyfinguna. Talan hægra megin við gilda stillitölu á glugganum segir til um hvernig rofinn er stilltur fyrir rásina sem þú valdir. Það sést annað hvort 1 eða 0, eftir því hver staða rofans er Ef þú vilt velja hina stöðuna á rofanum, þá smellir þú rofanum til. Þá breytist tala sem segir hver staða rofans er.
6. Stilltu hreyfinguna á rásinni sem þú hefur valið. Til að minnka hreyfinguna ýtir þú á (-) hnappinn. Til að auka hreyfinguna ýtir þú á (+) hnappinn. Eins og þegar er fram komið, þá er hægt að stilla hreyfingarnar frá 0 til 125% fyrir hvora rofastöðu og hverja rás.

Athugaðu: Þú getur séð hvernig hreyfingin breytist með því að hreyfa viðkomandi stýri og smella rofanum upp eða niður. Þá sést munurinn á hreyfingunni. Til að hreinsa út stillingar fyrir mismunandi hreyfingar er ýtt á Clear hnappinn. Við mælum með að þegar þú ert búinn að stilla inn mismunandi hreyfingar á stýrin, þá stillir þú inn veldishreyfingar líka. Skoðaðu kaflann um veldishreyfingar til að fá frekari upplýsingar um það.

7. Til að komast í servó snúning er ýtt á Down hnappinn.
8. Til að komast í veldishreyfingar er ýtt á Up hnappinn.
9. Til að fara úr aðgerðaglugganum er ýtt á Down og Channel hnappana samtímis.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði

Passamynd
Gaui
Póstar: 3223
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Leiðbeiningar fyrir JR X-378

Póstur eftir Gaui »

6.4 VELDISHREYFINGAR (EXPONENTIAL)

Hægt er að stilla inn veldishreyfingar á hallastýri, hæðarstýri og hliðarstýri á módelinu. Veldishreyfing er stilling sem gerir þér kleift að stilla viðbrögð við hreyfingum stýripinnanna. Tilgangurinn með veldishreyfingu er að takmarka hreyfingu stýranna þegar pinnarnir eru nálægt miðju en heimila samt fulla hreyfingu þeirra þegar pinnarnir eru færðir eins langt og þeir komast. Með öðrum orðum, þá er full hreyfing stýranna sú sama, en viðkvæmni þeirra inn við miðju er minni og veldishreyfingin breytir hraðanum á stýrunum miðað við pinnana.

Veldishreyfinguna er hægt að stilla frá 0-100%. Ef stillt er á 0%, þá er hreyfingin línuleg, sem þýðir að hreyfing stýranna miðað við pinnana er sú sama hversu mikil sem hreyfingin er. 100% er full veldishreyfing. Því hærri sem stillingin er, því minni er hreyfingin á stýrinu þegar pinninn er við miðju.

Athugaðu: Veldishreyfingin vinnur með mismunandi hreyfingu (Dual Rate). Það er mikilvægt að stilla mismunandi hreyfingu áður en veldishreyfing er stillt. Hægt er að stilla veldishreyfingu bæði fyrir meiri og minni mismunandi hreyfingu.

Veldishreyfing stillt

1. Kveiktu á sendinum.
2. Ýttu á Down og Channel hnappana samtímis til að opna aðgerðagluggann.
3. Ýttu á Up eða Down hnappana þar til “EXP” (Exponential) sést í glugganum í efra horninu vinstra megin.
4. Ýttu á Channel hnappinn þar til þú kemur á þá rás sem þú vilt stilla (hallastýri, hæðarstýri, hliðarstýri).
5. Veldu rofastöðuna sem þú vilt stilla fyrir. Talan beint fyrir ofan veldistöluna segir hver staðan er á rofanum fyrir mismunandi hreyfingu. Það sést annað hvort 0 eða 1, eftir því hvar rofinn er staðsettur. Ef þú vilt stilla fyrir hina rofastöðuna, þá smellir þú rofanum til og talan breytist.
6. Stilltu veldistöluna fyrir rásina og rofastöðuna sem þú hefur valið. Til að auka veldistöluna ýtir þú á (+) hnappinn. Hægt er að stilla veldishreyfingu frá línulegri (0%) upp í 100% fyrir hverja rás og rofastöðu.

Athugaðu: Maður þarf að venjast notkun á veldishreyfingum. Það gæti tekið nokkur flug að ná réttri stillingu sem hentar þínum flug stíl.

8. Til að komast í mismunandi hreyfingu ýtir þú á Down hnappinn.
9. Til að komast í auka trimm ýtir þú á Up hnappinn.
10. Til að fara úr aðgerðaglugganum er ýtt á Down og Channel hnappana samtímis.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði

Passamynd
Gaui
Póstar: 3223
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Leiðbeiningar fyrir JR X-378

Póstur eftir Gaui »

6.5 AUKA-TRIMM

Auka-trimm aðgerðin gerir þér kleift að fínstilla miðjun á servóum á öllum sjö rásunum. Hægt er að stilla ±125% (±30 gráður á servóinu), og það er líka hægt að setja sömu miðju á servóin í öllum módelum í minni sendisins. Það er hægt að stilla miðjun servósins nákvæmlega þegar ekki er möguleiki að snúa arminum í rétta stellingu.

Auka-trimmið stillt

1. Kveiktu á sendinum.
2. Ýttu á Down og Channel hnappana samtímis til að opna aðgerðagluggann.
3. Ýttu á Up eða Down hnappana þar til “SUBTRIM” sést í glugganum í efra horninu vinstra megin.
4. Ýttu á Channel hnappinn þar til þú kemur á þá rás sem þú vilt stilla
5. Ýttu á (+) eða (-) hnappana til að stilla rétt auka-trimm.

ATHUGAÐU: Táknin (+) eða (-) sjást vinstra megin við auka-trimm gildið til að sýna í hvora áttina þú ert að stilla.

VARÚÐ: Ekki nota of mikið auka-trimm vegna þess að það er hægt að fara fram úr mestu hreyfingu á servóinu. Mundu að þessi aðgerð er til þæginda. Hún er ekki hönnuð til að koma í staðinn fyrir rétta uppsetningu á módelinu. Þegar búið er að færa miðjustöðu á servói er hætta á að upp komi mismunahreyfing á stýrið (differential).

6. Til að komast í veldishreyfingu ýtir þú á Down hnappinn.
7. Til að komast í Hreyfingarstillinn ýtir þú á Up hnappinn.
8. Til að fara úr aðgerðaglugganum er ýtt á Down og Channel hnappana samtímis.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði

Passamynd
Gaui
Póstar: 3223
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Leiðbeiningar fyrir JR X-378

Póstur eftir Gaui »

6.6 HREYFINGARSTILLIR (TRAVEL ADJUST)

Tilgangurinn með hreyfingarstillinum, sem einnig er kallaður endastillir (End Point) eða stillalegt hreyfisvið (Adjustable Travel Volume), er að gefa þér nákvæma stjórn á hve langt armurinn á servóinu fer þegar stýripinninn er færður eins langt og hann kemst. X-378 stýringin býður upp á þessa stillingu á allar rásir. Hreyfingarstilling er frá 0-150% (0 gráður til 60 gráður) frá núllstöðu eða miðju, og hægt er að still báðar áttir sjálfstætt. Sjálfgefin stilling frá verksmiðjunni er 100% fyrir báðar áttir allra rása.

Hreyfingastillirinn notaður

1. Kveiktu á sendinum.
2. Ýttu á Down og Channel hnappana samtímis til að opna aðgerðagluggann.
3. Ýttu á Up eða Down hnappana þar til “TRAVL” sést í glugganum í efra horninu vinstra megin.
4. Ýttu á Channel hnappinn þar til þú kemur á þá rás sem þú vilt stilla
5. Hreyfðu þann stýripinna (handfang, rofa) í þá átt sem þú vilt stilla. Ör hægra megin við stillingargildið sýnir þá átt sem þú ert nú að stilla. Í dæminu fyrir ofan er búið að hreyfa hallastýrispinnann til vinstri og ör til vinstri logar á aðgerðaglugganum.
6. Þegar búið er að hreyfa pinnann í þá átt sem á að still, þá er ýtt á (+) eða (-) hnappana þar til rétt servóhreyfing er komin og sýnd með prósentutölu hægra megin á aðgerðaglugganum. Ýttu á (+) hnappinn til að auka við hreyfingu servósins. Ýttu á (-) hnappinn til að minnka hreyfingu servósins.
7. Gerðu það sama fyrir aðrar rásir.
8. Til að komast í Auka-trimm ýtir þú á Down hnappinn.
9. Til að komast í blöndumöguleika ýtir þú á Up hnappinn.
10. Til að fara úr aðgerðaglugganum er ýtt á Down og Channel hnappana samtímis.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði

Passamynd
Haraldur
Póstar: 1404
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Leiðbeiningar fyrir JR X-378

Póstur eftir Haraldur »

Ég ætla nú ekki að gera mig klókann á enskar þýðingar, en það eru þarna nokkrar áhugaverðar þýðingar.
Ein ábending, gott að hafa enska heitið á öllum köflum.

Veldishreyfing er skrítið, rosalega bein þýðing, en samt einhvernveginn rétt.

Kannski við þyrftum að eiga svona orðabók yfir heiti og hugtök notuð fyrir fluglíkön, á fréttavefnum.

Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10788
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Leiðbeiningar fyrir JR X-378

Póstur eftir Sverrir »

Icelandic Volcano Yeti

Svara