Hjálpið lömuðum!

Kanntu brögð og brellur sem fleiri hafa gagn af?
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Hjálpið lömuðum!

Póstur eftir Gaui »

Ég ætlaði að fara með Super Cub á Melana í gær, en þegar ég var að troða honum í Mister Beasty, þá rak ég annað hæðarstýrið í bakið á framsætinu og heyrði óskemmtilegt krakk-hljóð. Þegar betur var að gáð, þá kom í ljós að ég hafði brotið eina lömina í hæðarstýrinu.

Mynd

Þar sem þetta hafði komið fyrir mig áður (nálægt krassi á Patró!), þá vissi ég hvað átti að gera.

Vel að merkja, þessar lamir frá Kavan virðast verða brothættar með aldrinum. Hmmm. Þarna er eitthvað sem þarf athugunar við.

Enívei, það fyrsta sem þarf að gera er ná ná stýrinu af stélinu og Kavan lamirnar eru með þolinmóð sem er með haus öðrum megin og örlítið kjagaður hinum megin og því auðvelt að ná þeim í sundur. Ég notaði lítið skrúfjarn til að ýta kjagaða endanum inn í lömina ...

Mynd

... og síðan út hinum megin með því að ýta á hausinn.

Mynd

Þá voru allar lamirnar lausar.

Mynd

Hér sést brotna lömin.

Mynd

Besta leiðin til að ná henni út er að nota 2mm bor í handfræsara og renna honum fram og aftur í kringum lamablaðið þar til hægt er að rífa það úr.

Mynd

Hér er lömin komin úr.

Mynd

En gatið er húges.

Mynd

Það verður að fóðra það með einhverju til að nýja lömin fari á réttan stað. Ég notaði nokkra búta úr 1mm þykkum balsa.

Mynd

Ég staðsetti bútana í gatið og gegnbleytti síðan alltsaman með sekúndulími.

Mynd

Það sem síðan tekur við er eins og þegar maður setur lamir í við smíði á módeli. Fyrst opnar maður raufina betur með hníf ...

Mynd

... og notar svo þjöl af réttri þykkt (platínuþjöl) til að gera raufina það rúma að lamablaðið komist í.

Mynd

Mynd

Ég blandaði epoxýlím til að líma lömina.

Mynd

Og tróð góðri slummu af því í raufina.

Mynd

Mynd

Ég makaði epoxýlími líka á lömina, báðum megin og athugaði vandlega að það færi lím í gegnum götin á henni.

Mynd

Mynd

Svo tróð ég nýja lamablaðinu í.

Mynd

Mynd

Að síðustu bar ég stýrið við til að gá hvort lömin væri ekki rétt staðsett.

Mynd

Nú þarf þetta bara að harðna og ég get flogið Super Cub næst - ef ég passa mig bara að troða honum varlega inn í bílinn.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: Hjálpið lömuðum!

Póstur eftir Gauinn »

[quote=Gaui]Ég ætlaði að fara með Super Cub á Melana í gær, en þegar ég var að troða honum í Mister Beasty, þá rak ég annað hæðarstýrið í bakið á framsætinu og heyrði óskemmtilegt krakk-hljóð. Þegar betur var að gáð, þá kom í ljós að ég hafði brotið eina lömina í hæðarstýrinu.
[/quote]Takk !!! Allt svona "step by step" er gull fyrir okkur nýliðana.
Langar að vita miklu meira!
Svara