Vogaraflsformúla - Til stuðning við balanceringar

Kanntu brögð og brellur sem fleiri hafa gagn af?
Svara
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Vogaraflsformúla - Til stuðning við balanceringar

Póstur eftir einarak »

Oft þarf maður að bæta við þyngingum í flugmodelin til að fá þau í réttan balance. Ég var með eitt stór um daginn sem þurfti að setja í rúmt kg af málmi í nefið til að fá í ballance og fór þá að pæla í vogaraflinu.

Og ég fór að spá í því ef ég gæti frekar með einhverju móti létt stélið á módelinu, sem er segjum bara 120cm (De) fyrir aftan þyngdarpunkt um t.d. 100gr (Fe). Hvað losna ég þá við mikla þyngingu úr nefinu sem er 30cm (Dl) fyrir framan þyngdarpunkt?

Mynd

Vogaraflsformúlan er Mynd

Þá getum við sagt 100=Fl(30/120) og snúið henni þá við í Fl=100/(30/120) = 400gr.
Þannig að með því að skafa 100gr með einhverju móti af stélinu, má einnig losna við 400gr úr nefinu, það léttir þá modelið um 500gr. Þetta er auðvitað bara dæmi. Ég man ekki nákvæmar tölur á því sem ég var að gera, en það er ótrúlegt hvað hvert gramm í stéli getur kostað mikið af blýi í nefið.

Þetta er auðvelt að reikna með vogaraflsformúlunni, en ég setti þetta upp í einfalt excel skjal þar sem hægt er að slá þessu upp á eldsnöggan hátt. Það má nálgast
hér (hægri smell "save as"), eða með beinum hlekk: https://dl.dropbox.com/u/51315072/vogaraflsformula.xlsx


...vonandi meikar þessi steypa einhvern sens fyrir ykkur.
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Vogaraflsformúla - Til stuðning við balanceringar

Póstur eftir einarak »

Með þessu má einnig reikna til dæmis hverju það munar að færa mótorinn fram eða aftur um 1 cm eða 2, t.d. ef mótorinn er 1kg (fl) og hann er 30cm (dl) fyrir framan CG. þá þarf stélið sem er 120cm (de) fyrir aftan CG að vikta 300gr (fe)
Ef við færum motorinn fram um 2cm (dl = 32 í stað 30) þá þarf stélið að vera 320gr (fe).
Passamynd
Guðjón
Póstar: 841
Skráður: 5. Jún. 2008 18:18:01

Re: Vogaraflsformúla - Til stuðning við balanceringar

Póstur eftir Guðjón »

Mynd
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
Svara