Excel sem minnisblokk

Kanntu brögð og brellur sem fleiri hafa gagn af?
Passamynd
Agust
Póstar: 2978
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Excel sem minnisblokk

Póstur eftir Agust »

Til að halda utan um alls konar upplýsingar um módel og fleira nota ég Excel. Það eru auðvitað til forrit sem henta betur (t.d. OneNote), en Excel er ég með í flestum mínum tölvum, bæði heima og í vinnu.

Skjalið vista ég síðan í Dropbox þannig að auðvelt er að nálgast það úr öðrum tölvum.

Í hverju Excel skjali er hægt að vera með margar síður sem valdar eru með flipum neðst á síðunni. Ég nota eina síðu fyrir hvert módel.

Inn á síðuna hendi ég síðan myndum, úrklippum, textamiðum (text-box), töflum, efnislistum, krækjum að vefsíðum, o.fl. Er ekkert að vanda uppsetninguna, enda nota ég þetta sem eins konar vegg-töflu með minnismiðum, o.þ.h.

Þetta hefur reynst mér vel og gott að hafa allt á einum stað.

Þess má geta að vinnufélagi minn sem heitir Yrsa hefur samið nokkrar glæpasögur með hjálp Excel, svo ýmislegt er hægt að gera.

Hér fyrir neðan er ein síða varðandi svifflugu sem ég hef verið að spá í.

Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Passamynd
Haraldur
Póstar: 1404
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Excel sem minnisblokk

Póstur eftir Haraldur »

Ég nota bara word og þykir það bara gott.

Passamynd
Agust
Póstar: 2978
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Excel sem minnisblokk

Póstur eftir Agust »

Ég hef notað Word en var ekki ánægður.

Í vinnunni hef ég notað OneNote sem minnisbók til að halda utan um nokkur verkefni og virkar það vel. Ég myndi nota það ef ég væri með það í fleiri tölvum.

Excel varð því niðustaðan og nota ég það eins og ófullkomið OneNote. Það finnst mér virka betur en Word. Svo get ég líka notað töflureikninn fyrir útreikninga, efnislista, ...

Ef ég rekst á auglýsingu eða grein sem varðar eitthvað áhugavert, þá opna ég eitt skjal sem alltaf er nærri í Dropbox, og hendi inn krækju, töflu, mynd eða öðru á rétta síðu (flipa) og þá finn ég það auðveldlega aftur.

Ef ég væri með OneNote eða EverNote, þá myndi ég vafalítið frekar nota það.

OneNote
http://office.microsoft.com/en-us/onenote/

EverNote:
https://evernote.com/


Samanburður á þessum minnisbókar-forritum:
http://www.pcworld.com/article/2031818/ ... inner.html
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Passamynd
maggikri
Póstar: 4561
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Excel sem minnisblokk

Póstur eftir maggikri »

Ég nota Word, exel, powerpoint, youtube, magnusflug.com og Fréttavefinn.
kv
MK

Passamynd
Haraldur
Póstar: 1404
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Excel sem minnisblokk

Póstur eftir Haraldur »

[quote=maggikri]Ég nota Word, exel, powerpoint, youtube, magnusflug.com og Fréttavefinn.
kv
MK[/quote]
Þú ert multitalent Maggi. :)

Svo finnst mér gott að nota blað og blýant. Klikkar aldrei. :)

Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10786
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Excel sem minnisblokk

Póstur eftir Sverrir »

Iss, pappír er svo lélegur geymslumiðill... ég nota hamar, meitil og steintöflur! :D

Fjölbreytni í þessu, ætli einhver noti enn ritvél og kalkipappír? :)
Icelandic Volcano Yeti

Passamynd
Agust
Póstar: 2978
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Excel sem minnisblokk

Póstur eftir Agust »

Þjóðverjar eru hættir að nota tölvur og GSM venga njósna NSA. Nota í staðinn blýanta, ritvélar og öskjuhlíðar.

https://www.google.is/webhp?sourceid=ch ... er&tbm=nws

Það verður því væntanlega hægt að komast yfir ódýrt svona dót frá Þýskalandi á næstunni.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10786
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Excel sem minnisblokk

Póstur eftir Sverrir »

Rússarnir voru löngu byrjaðir á því, þeir hafa greinilega betri njósnara en Þjóðverjar. ;)
Icelandic Volcano Yeti

Passamynd
einarak
Póstar: 1534
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Excel sem minnisblokk

Póstur eftir einarak »

ég nota notepad, og svo sendi ég sjálfum mér linka og svoleiðis í emaili... afar heimskulegt og þarf ég að fara að venja mig á betri aðferðir

Passamynd
Agust
Póstar: 2978
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Excel sem minnisblokk

Póstur eftir Agust »

Reyndar hef ég líka notað Notepad og Gmail. Það sem Gemail geymir póstinn get ég oft fundið gamlar upplýsingar með því að leita þar. Ég geri það oft ennþá að senda sjálfum mér til minnis póst.

Það var bara til að koma smá skipulagi á þessa óreiðu (sem er enn til staðar) á einfaldan hátt að ég fór að nota Excel sem eins konar gagnagrunn. Nánast allt sem viðkemur módelflugi og ég vil geyma, er nú geymt í sama skjali sem ég geymi á Dropbox. Fyrir mig þá virkar þetta mjög vel. Nú finn ég aftur minnissneplana mína sem voru áður hér og þar og oft týndir.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Svara