Excel sem minnisblokk

Kanntu brögð og brellur sem fleiri hafa gagn af?
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: Excel sem minnisblokk

Póstur eftir Gauinn »

[quote=maggikri]Ég nota Word, exel, powerpoint, youtube, magnusflug.com og Fréttavefinn.
kv
MK[/quote]
Ég nota BMW, Benz húsbíl, svo reyni ég stundum að nota vini mína.
Mynd
Langar að vita miklu meira!
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 903
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: Excel sem minnisblokk

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

Asskoti eruð þið skipulagðir :) ég nota í mesta lagi snepla og hið skelfilega mynni og þetta slampast bara einhvern veginn, helv... gott :rolleyes:
Kv.
Gústi
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Excel sem minnisblokk

Póstur eftir Agust »

Ég minntist á OneNote þegar ég stofnaði þennan þráð. OneNote nota ég nefnilega í vinnunni til að halda utan um alls konar gögn og þykir það ómissandi. Þegar maður er búinn að átta sig á því hvernig það er notað þá er þetta leikur einn.

Forritið er frá Microsoft og kostaði lengst af slatta af dollurum. Nú er hægt að hlaða niður ókeypis útgáfu sem er næstum eins fullkomin og sú sem þarf að borga fyrir. Fæst bæði fyrir PC, Mac, IPad, og Android. (Þessi ókeypis utgáfa er aðeins bækluð þar sem ekki er hægt að skrá hljóð og videó).

Ég sótti þessa ókeypis útgáfu til að hafa heima og í fartölvunni, en í vinnunni er ég með dýru útgáfuna.

http://www.onenote.com/download



"Microsoft OneNote -The best software you'll ever use"


Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara