Epoxy

Kanntu brögð og brellur sem fleiri hafa gagn af?
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11429
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Epoxy

Póstur eftir Sverrir »

Þegar menn eru að vinna með epoxy þá er mjög hentugt að blanda það í plaststaupunum en athugið að þegar epoxyið er í
svona "þrengslum" þá hitnar það mjög mikið og harðnar fyrr.

Þannig að ef menn eru að vinna með epoxy sem hefur meira en 5 mínútna vinnslutíma þá gæti borgað sig að dreifa því úr
bikarnum á flatan flöt, t.d. smjörlok eða lok af ísboxi. Svo þegar búið er að nota epoxy-ið og það er harðnað á lokinu þá er
lítið mál að ná leifunum af og nota lokið aftur.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Epoxy

Póstur eftir Agust »

Gott að hafa í huga að auðvelt er að hreinsa epoxy, meðan það hefur ekki harðnað, með spritti. Nota til dæmis rauðspritt sem fæst á bensínstöðvum.

Sprittið má einnig nota til að þynna epoxylímið ef til dæmis þarf að nota glertrefjadúk vegna viðgerða. Það smýgur þá betur í gegn um dúkinn og hægt að pensla því á.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara