Hringskeri fæst á Hellu

Kanntu brögð og brellur sem fleiri hafa gagn af?
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Hringskeri fæst á Hellu

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Offi (hlýðir stundum nafninu Ófeigur) sýndi okkur einhvern tíma í vetur hvernig hann notaði hringskera (Compass Cutter) til að skera gat í vélarhlíf Hann hafði verslað þetta undratæki frá útlöndum til notkunar við gítarsmíði.

14. júlí sl var í gangi stóri flugdagur FMF á Hellu og mikið um dýrðir. Ég þurfti að byrgja mig upp af vistum og fór til þess í bensínstöðvarsjoppuna þarna á Hellu. Hvað haldiði að ég hafi séð hangandi innan um olíusíuþvingur, bílljósaperur og smokka????

Einmitt svona hringskeri eins og ég öfundaði Offa svo mikið af. Pinninn sem þetta hékk á var alveg fullur, ábyggilega til ein 25 stk.
Ég bara varð að eignast einn. Kostaði aðeins fjögurhundruðnítíuogeitthvað.
Afgreiðslumaðurinn varð svo hissa að hann hélt líklega fyrst að ég væri ekki með réttu ráði, líklega drukkinn og ætlaði alls ekki að afgreiða mig með þetta fyrr en ég hafði sannfært hann um að ég virkilega vildi eignast eitt svona og mundi ekki bara slasa mig á því.
Það hafði ekki nokkur maður spurt eftir þessu frá því það var óvart keypt inn fyrir fjödalmörgum árum og enginn hafði hugmynd um hvað þetta væri eða til hvers.

Ég var búinn að steingleyma þessu enda fór ég beint upp í Galtalæk um kvöldið og þar var notaður mikill grillvökvi ;)

Ég fann þetta í útilegudótinu áðan og bara varð að sýna ykkur. Ef ykkur vantar svona þá eru ábyggilega ennþá til ein tuttugu og fjögur stk eftir á bensínstöðinni á Hellu :D

Mynd

Ojæja...
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Hringskeri fæst á Hellu

Póstur eftir Þórir T »

[quote]Kostaði aðeins fjögurhundruðnítíuogeitthvað.[/quote]
Mynd

:D Björninn er seigur!
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Hringskeri fæst á Hellu

Póstur eftir Offi »

Ja hver röndóttur. Það leynist margt á landsbyggðinni! Ég sem keypti minn frá Jú Kei... og svo hangir þetta bara um allt á Hellu!
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Hringskeri fæst á Hellu

Póstur eftir Þórir T »

Hella er greinilega mekka hringskeranna!
Passamynd
maggikri
Póstar: 5625
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Hringskeri fæst á Hellu

Póstur eftir maggikri »

Ég keypti minn í Tómó.
kv
MK
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Hringskeri fæst á Hellu

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=maggikri]Ég keypti minn í Tómó.
kv
MK[/quote]
Þú meinar að tómó sé utibú frá Bensínstöðinni á Hellu? :D
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11427
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hringskeri fæst á Hellu

Póstur eftir Sverrir »

[quote=maggikri]Ég keypti minn í Tómó.[/quote]
Hann hefur nú ekki kostað 493 ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hringskeri fæst á Hellu

Póstur eftir Agust »

Er bensínstöðin með póstverslun eða vefverslun?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11427
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hringskeri fæst á Hellu

Póstur eftir Sverrir »

Spurning hvort Jón Ben stofni ekki bara póstverslun í kringum þessa hringskera ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
maggikri
Póstar: 5625
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Hringskeri fæst á Hellu

Póstur eftir maggikri »

Þessi fíni skeri úr Tómó. Held að hann hafi ekki kostað mikið meira en þessi á Hellu.
Mynd
kv
MK
Svara