Tímaritið Flugmódelárið 2024

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11598
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Tímaritið Flugmódelárið 2024

Póstur eftir Sverrir »

Jæja árið er farið að styttast verulega í annan endann og þið vitið hvað það þýðir! Samantekt á því helsta sem var að gerast á árinu á innbundnu formi í máli og myndum. Þetta verður tíunda árið sem tímaritið kemur út!

Mynd

Þeir sem áhuga hafa á að næla sér í eintak eru vinsamlegast beðnir um að senda mér línu, sverrirg hjá gmail.com, nú eða staðfesta það hér að neðan. Tómas Jónsson mun sem fyrr taka við pöntunum og dreifa tímaritinu norðan heiða.
Áskrifendur geta setið rólegir heima og beðið en munu fá staðfestingarhnipp frá mér. 8-)

Það fer allt hækkandi, prentun og flutningur á blaðinu er því miður ekki undantekning frá því.
Verðið verður því 3.000 kr í ár eftir að hafa verið óbreytt síðan 2019, og eru menn beðnir um að millifæra fyrir kaupunum.

Vinsamlegast gangið frá pöntun sem allra fyrst eða í síðasta lagi fyrir miðnætti að kvöldi 1. nóvember nk. og vinsamlegast látið félaga og vini vita sem þið haldið að hafi áhuga á að fá glóðvolgt eintak í hendurnar á aðventunni. Nú eða kaupið annað eintak til að gleðja einhvern! ;)

Áhugasamir geta stytt sér stundir við lestur eldri eintaka hér á vefnum.

Flugmodelarid_i_10_ar.jpg
Flugmodelarid_i_10_ar.jpg (432.56 KiB) Skoðað 930 sinnum
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11598
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Tímaritið Flugmódelárið 2024

Póstur eftir Sverrir »

Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér eintak.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11598
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Tímaritið Flugmódelárið 2024

Póstur eftir Sverrir »

Tímaritið komið úr prentun og geta þeir sem pöntuðu eintak mætt á Hamranesið um klukkan 14 á morgun að nálgast sitt eintak.

Gerum svo ráðstafanir fyrir þà sem eiga ekki heimangengt á morgun.

IMG_2960.jpeg
IMG_2960.jpeg (486.33 KiB) Skoðað 585 sinnum
Icelandic Volcano Yeti
Svara