Iceland Open F3F 2025 - 2.maí 2025 - Draugahlíðar vestur

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11671
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Iceland Open F3F 2025 - 2.maí 2025 - Draugahlíðar vestur

Póstur eftir Sverrir »

Þrátt fyrir að þátttaka erlendra keppenda hefði verið undir væntingum þá gerðum við bara gott úr þessu. Eins og veðurspáin var búin að þróast síðustu viku þá var orðið nokkuð öruggt að við myndum enda í Draugahlíðum vestur og reyndist það ganga eftir. Reyndar varði rigningin aðeins lengur en spáð hafði verið og náðum við ekki að ræsa út fyrir en kl. 11:40 þegar Elli tók fyrsta flugið en eftir það hélst hann þurr þó einn eða tveir dropar laumuðu sér á gleraugun.

Það tók dálítið á að vera aðeins 4 keppendur framan af þar sem gangan í lendinguna er um smá spöl af vel grýttum slóðum og yfir mosavaxnar breiður þannig að við tókum smá hlé eftir 5 hverju umferð. Skrefamælirinn sýndi um 13 km eftir daginn svo það er verið að hvíla lúin bein á meðan þessar línur eru ritaðar. Mótið gekk að mestu áfallalaust fyrir sig en Elli var óheppinn og missti hallastýri á fyrri vélinni sinni og svo tók sú seinni upp á því að brjóta stélbómuna í lendingu í þrettándu umferð á eldri viðgerð. Algjör bömmer fyrir kallinn en hann tók þessu af stóískri ró eins og hans er von og vísa en við þetta styttist tíminn á milli göngutúra í lendinguna hjá hinum keppendunum.

Rétt rúmlega fimm náðum við að klára 20. umferðina og með því lauk mótinu að þessu sinni. Formleg verðlaunaafhending fer svo fram annað kvöld og við tekur hátíðarkvöldverður og almennt fjör fram eftir nóttu. :lol: Áhugasamir geta laumað sér inn á F3XVault og kynnt sér niðurstöðuna og þá tölfræði sem þar leynist um hverja umferð og flug.

Maggi var duglegur á linsunni og skv. nýjustu tölum bíða um 118GB af vídeóum og 2000 myndir birtingar þannig að það verður nóg að gera á komandi rigningardögum að fara í gegnum allt efnið.

IOF3F25_urslit.png
IOF3F25_urslit.png (16.32 KiB) Skoðað 218 sinnum

Það væri erfitt, ef ekki ómögulegt að standa í þessu, ef ekki væri fyrir aðstoð góðra manna. Því fá Gústi, Gunni, Gunni, Jón og Maggi okkar bestu þakkir fyrir alla aðstoðina í dag. Ómetanlegt að eiga svona félaga að þegar kemur að því að halda svona viðburði.

Þrátt fyrir dræma þátttöku þetta árið eru 3 keppendur (næstum 4) nú þegar búnir að melda sig í næsta Iceland Open F3F en það fer fram á svipuðum tíma árið 2027.

Mynd af aðstoðarmönnum ásamt keppendum, í nýju fínu keppnisvestunum frá MKS.
IMG_1902web.jpg
IMG_1902web.jpg (401.49 KiB) Skoðað 218 sinnum

Svo verðum við að njóta á meðan gefur en þessi árangur skilaði okkur ofarlega á heimslistann, alla vega fram að næstu mótum. ;)
worldcup_rankings_2ndMay2025.png
worldcup_rankings_2ndMay2025.png (55.2 KiB) Skoðað 218 sinnum
Icelandic Volcano Yeti
lulli
Póstar: 1316
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Iceland Open F3F 2025 - 2.maí 2025 - Draugahlíðar vestur

Póstur eftir lulli »

Þið eruð flottir félagar!
Alvöru módelflugmenn hafa gaman að þessu óháð ytri aðstæðum og fjölda. ---> 🏁
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11671
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Iceland Open F3F 2025 - 2.maí 2025 - Draugahlíðar vestur

Póstur eftir Sverrir »

Verðlaunaafhending og galakvöldverður í blíðunni í kvöld.
Stuðningsaðilarnir MKS, Zepsus og TUD Modelltechnik fá kærar þakkir fyrir veittan stuðning.

3. sæti Guðjón Halldórsson - 1. sæti Mark Treble - 2. sæti Sverrir Gunnlaugsson
Mynd: Gunnar H. Valdimarsson
Mynd: Gunnar H. Valdimarsson
IcelandOpenF3F_winners.jpg (314.94 KiB) Skoðað 165 sinnum

Verðlaunagripurinn í ár, eins og fyrri ár, er íslenskt handverk af bestu gerð! Platti úr Jysk, glænýtt hraun af Reykjanesinu, ull af innlendu lausagöngufé notuð í fatnaðinn, fjarstýring framleidd á Suðurnesjum og sviffluga framleidd á Suðurnesjum og máluð í Garðabæ. ;)
IcelandOpenF3F2025_trophy.jpg
IcelandOpenF3F2025_trophy.jpg (171.46 KiB) Skoðað 160 sinnum
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
maggikri
Póstar: 6035
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Iceland Open F3F 2025 - 2.maí 2025 - Draugahlíðar vestur

Póstur eftir maggikri »

Til hamingju með þetta drengir!
Hlakka til að sjá myndir frá keppninni!

kv
MK
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11671
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Iceland Open F3F 2025 - 2.maí 2025 - Draugahlíðar vestur

Póstur eftir Sverrir »

Nokkrar myndir frá mér.

Skelltum okkur í smá leiðangur fimmtudaginn 1. maí að merkja upp brautirnar í Draugahlíðum og koma hliðunum á staðinn.
IMG_5590.jpg
IMG_5590.jpg (401.5 KiB) Skoðað 90 sinnum
IMG_5591.jpg
IMG_5591.jpg (357.35 KiB) Skoðað 90 sinnum
IMG_5592.jpg
IMG_5592.jpg (378.89 KiB) Skoðað 90 sinnum
IMG_5594.jpg
IMG_5594.jpg (481.43 KiB) Skoðað 90 sinnum

Svo var byrjað að á því að setja hliðinn upp á föstudeginum.
IMG_5612.jpg
IMG_5612.jpg (379.07 KiB) Skoðað 90 sinnum

Spáð í hlutunum á meðan beðið var eftir að rigningin hætti.
IMG_5614.jpg
IMG_5614.jpg (395.63 KiB) Skoðað 90 sinnum

Elli tók svo fyrsta flug mótsins um 11:40.
IMG_5617.jpg
IMG_5617.jpg (283.31 KiB) Skoðað 90 sinnum
IMG_5633.jpg
IMG_5633.jpg (231.52 KiB) Skoðað 90 sinnum
IMG_5636.jpg
IMG_5636.jpg (190.6 KiB) Skoðað 90 sinnum

Maggi stóð vaktina á myndavélunum.
IMG_5622.jpg
IMG_5622.jpg (273.82 KiB) Skoðað 90 sinnum
IMG_5634.jpg
IMG_5634.jpg (296.95 KiB) Skoðað 90 sinnum

Mark á fullu gasi.
IMG_5624.jpg
IMG_5624.jpg (213.65 KiB) Skoðað 90 sinnum
IMG_5625.jpg
IMG_5625.jpg (262.15 KiB) Skoðað 90 sinnum

Guðjón tók góða spretti.
IMG_5628.jpg
IMG_5628.jpg (262.53 KiB) Skoðað 90 sinnum

Tveir góðir.
IMG_5639.jpg
IMG_5639.jpg (134.25 KiB) Skoðað 90 sinnum

Nóg af dóti sem þurfti að ferja á milli ásamt mannskap.
IMG_5641.jpg
IMG_5641.jpg (237.4 KiB) Skoðað 90 sinnum
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11671
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Iceland Open F3F 2025 - 2.maí 2025 - Draugahlíðar vestur

Póstur eftir Sverrir »

Nokkrar myndir frá Magga.
Viðhengi
IMG_0322.jpg
IMG_0322.jpg (272.59 KiB) Skoðað 88 sinnum
IMG_0338.jpg
IMG_0338.jpg (446.32 KiB) Skoðað 88 sinnum
IMG_0344.jpg
IMG_0344.jpg (410.08 KiB) Skoðað 88 sinnum
IMG_0353.jpg
IMG_0353.jpg (278.15 KiB) Skoðað 88 sinnum
IMG_0357.jpg
IMG_0357.jpg (323.3 KiB) Skoðað 88 sinnum
IMG_0367.jpg
IMG_0367.jpg (173.74 KiB) Skoðað 88 sinnum
IMG_0373.jpg
IMG_0373.jpg (387.86 KiB) Skoðað 88 sinnum
IMG_0387.jpg
IMG_0387.jpg (389.57 KiB) Skoðað 88 sinnum
IMG_0401.jpg
IMG_0401.jpg (486.08 KiB) Skoðað 88 sinnum
IMG_0406.jpg
IMG_0406.jpg (356.69 KiB) Skoðað 88 sinnum
IMG_0408.jpg
IMG_0408.jpg (234.69 KiB) Skoðað 88 sinnum
IMG_0428.jpg
IMG_0428.jpg (317.46 KiB) Skoðað 88 sinnum
IMG_0429.jpg
IMG_0429.jpg (462.97 KiB) Skoðað 88 sinnum
Icelandic Volcano Yeti
Svara