Áfram heldur veðrið að leika við okkur og voru fyrstu menn mættir út á völl snemma í morgun og fyrsti slátturinn tekinn á nýja traktornum en einnig var nokkrum flugum laumað inn. Síðdegistvaktin mætti svo um fjögurleytið og eftir það tók við viðstöðulaust fjör langt fram á kvöld. Það vildi þó svo illa til að Thunderbirds brást bogalistinn en rafhlaðan „slapp!“