Síða 1 af 1

Smá tölfræði

Póstað: 13. Feb. 2020 22:43:04
eftir Sverrir
Svona til gamans þá fór ég í smá talningar! 8-)

Þann 17. apríl 2004 eða fyrir 5.870 dögum síðan fór spjallið í loftið, síðan þá hafa 55.439 myndir sem taka 4.3GB í geymsluplássi, um 77,56 KB að stærð og 9,59 myndir á dag að meðaltali. Meðalstærð mynda 2007 var 64,96 KB en 2019 var hún 119,77 KB. 2013 sem er mitt á milli var hún 85,22 KB. Og þar sem þetta er þráðurinn til að draga alls konar (mis)gáfulegar ályktanir þá fer það ekkert á milli mála að stærða mynda á spjallinu er í beinu samhengi við árferðið í þjóðarbúskapnum! :lol:

Þetta er 11.336 þráðurinn sem er stofnaður og 57.885 pósturinn en frá upphafi hafa rétt um 670 manns skráð sig á spjallið. Það gera þá 9,86 pósta, 1,93 þræði og 9,44 myndir á dag að meðaltali og að jafnaði hefur nýr notandi skráð sig níunda hvern dag á spjallið.

Fjöldi . Stærð . Ár
1700 - 107 MB - 2006 og fyrr
2314 - 148 MB - 2007
2545 - 172 MB - 2008
4122 - 297 MB - 2009
3760 - 261 MB - 2010
3898 - 293 MB - 2011
5017 - 367 MB - 2012
5222 - 445 MB - 2013
5070 - 392 MB - 2014
4260 - 346 MB - 2015
3410 - 272 MB - 2016
3748 - 357 MB - 2017
4264 - 423 MB - 2018
3941 - 472 MB - 2019
468 - 33 MB - 2020

meðaltal.gif
meðaltal.gif (10.33 KiB) Skoðað 333 sinnum