Síða 1 af 1

Þorlákshöfn - 17.maí 2020

Póstað: 17. Maí. 2020 21:17:29
eftir Sverrir
Ég og Elli skelltum okkur í smá hangtúr í dag. Við byrjuðum í Kömbunum strax eftir hádegi en þrátt fyrir langa bið þá komst ekki mikil hreyfing á vindinn þannig að um miðjan dag fórum við að hugsa okkur til hreyfings. Þrátt fyrir að vindurinn væri ekki að blása þangað á því augnabliki ákváðum við að skella okkur til Þorlákshafnar og skoða aðstæður í sandöldunum þar en það var búið að standa til í smá tíma.

Þegar þangað var komið reyndist vindurinn bæði vera búinn að snúa sér og herða á sér þannig að það var ekki eftir neinu að bíða og vélunum var hent fram af í hangið. Fínustu aðstæður og ekkert búið að trufla vindinn síðan hann lagaði af stað frá Suðurskautslandinu. Skemmst er frá því að segja við skemmtum okkur vel restið af síðdeginu og enduðum svo daginn með hamborgarbombu hjá Hendur í höfn.

Re: Þorlákshöfn - 17.maí 2020

Póstað: 17. Maí. 2020 22:26:05
eftir lulli
Þetta er frábær viðbót við þá staði sem maður hefur séð ykkur annars nýta í hangið.
Gaman að sjá þessar myndir frá deginum

Re: Þorlákshöfn - 17.maí 2020

Póstað: 17. Maí. 2020 23:07:36
eftir Elli Auto
Já, ekki átti maður von á svona degi. Búin að setja saman á Kömbum og planið að frumfljúga seinni Impuls2 vélinni.
Takk fyrir myndirnar Sverrir og daginn.

Re: Þorlákshöfn - 17.maí 2020

Póstað: 18. Maí. 2020 21:38:29
eftir Sverrir
Sömuleiðis, leynast ekki ein eða tvær myndir hjá þér? ;)


Re: Þorlákshöfn - 17.maí 2020

Póstað: 18. Maí. 2020 22:40:33
eftir Elli Auto
Hér eru fleirri myndir frá Þorlákshöfn.