Sandskeið - 1.júní 2020 - Kríumótið

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11588
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Sandskeið - 1.júní 2020 - Kríumótið

Póstur eftir Sverrir »

Bleyta og nokkuð frískleg rigning tók á móti stórum hópi flugmódelmanna sem voru mættir um tíuleytið á Sandskeiði í morgun en skv. veðurstofunni átti að stytta upp milli 10 og 11. Við ákváðum því að byrja daginn á Litlu Kaffistofunni en þar var ýmislegt góðgæti á boðstólum eins og fyrri daginn og ekki skemmdi prýðisgott verð fyrir!

Nokkuð stífur SSV vindur, alveg upp í 9 m/s en oftast nær 6 m/s var á svæðinu en það kom ekki að sök þar sem við gátum nánast verið beint upp í vindinn með því að vera þversum á V/A brautinni. Þar sem vindátt var nokkuð stöðug þurfti ekki að flakka með spilið fram og til baka sem flýtti talsvert fyrir keppnishaldinu.

Sjö flugmenn voru skráðir til leiks og mér reiknast til að um þrír aðrir séu nokkuð klárir á kantinum svo vonandi verða þeir með á næsta móti. Ég var rólegur í myndatökunum í dag en Böðvar var með allar klær úti svo hver veit nema við eigum eftir að fá að njóta þess á næstu dögum.

Fyrst voru flognir þrjár tímaflugsumferðir og svo tókum við smá matarhlé en að því loknu voru þrjár hraðaflugsumferðir flognar. Mótið var æsispennandi og menn kepptust við að bæta sig hægri vinstri og var ekkert gefið eftir. Úrslit má sjá hér að neðan en óhætt er að segja að þetta hafi verið hnífjöfn og spennandi keppni en 80 stig af 4000 mögulegum skyldu á milli fyrsta og þriðja sætis. Þrjár umferðir voru flognar og giltu tvær bestu til heildarstiga hvers keppanda.

Sérlegu aðstoðarmennirnir Árni, Böðvar, Hannes og Stefán fá kærar þakkir fyrir aðstoðina en þeir stóðu sig allir einstaklega vel. Svifflugfélagið fær líka kærar þakkir fyrir lánið á aðstöðunni, það er ómetanlegt að eiga þá að í þessum mótum.

Úrslit* urðu sem hér segir:
2umferdir.gif
2umferdir.gif (7.04 KiB) Skoðað 2303 sinnum
* Áhugasamir geta séð hrágögnin neðst í póstinum.

Glæsilegar veitingar runnu ljúft ofan í menn á Litlu Kaffistofunni.
IMG_0622.jpg
IMG_0622.jpg (113.35 KiB) Skoðað 2303 sinnum
Búið að stytta upp og blár himinn skammt undan.
IMG_0623.jpg
IMG_0623.jpg (71.54 KiB) Skoðað 2303 sinnum
IMG_0624.jpg
IMG_0624.jpg (71.07 KiB) Skoðað 2303 sinnum
IMG_0626.jpg
IMG_0626.jpg (115.64 KiB) Skoðað 2303 sinnum
IMG_0627.jpg
IMG_0627.jpg (116.76 KiB) Skoðað 2303 sinnum
IMG_0638.jpg
IMG_0638.jpg (51.28 KiB) Skoðað 2303 sinnum
IMG_0647.jpg
IMG_0647.jpg (124.62 KiB) Skoðað 2303 sinnum

Útreikningarnir
kriumot_tafla.png
kriumot_tafla.png (37.3 KiB) Skoðað 2242 sinnum

Hrágögnin
IMG_0650.jpg
IMG_0650.jpg (94.92 KiB) Skoðað 2303 sinnum

Eins og sést þá er röðunin óbreytt miðað við að þrjár umferðir gildi til stiga.
3umferdir.gif
3umferdir.gif (7.11 KiB) Skoðað 2303 sinnum

Við þurfum að fara niður í eina umferð til að sjá mun á röðun í sætin.
1umferd.gif
1umferd.gif (6.91 KiB) Skoðað 2303 sinnum
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Böðvar
Póstar: 482
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Sandskeið - 1.júní 2020 - Kríumótið

Póstur eftir Böðvar »

Vídeó upptaka frá Kríumótinu sem haldið var upp á Sandskeiði mánudaginn 1.júní 2020
með kærri kveðju til mótanefndar og aðstoðarmanna og allra sem tóku þátt.
Vona að allir hafið gaman að sjá myndina.
kv. Böðvar
Síðast breytt af Böðvar þann 5. Jún. 2020 20:37:50, breytt 1 sinni.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11588
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Sandskeið - 1.júní 2020 - Kríumótið

Póstur eftir Sverrir »

Gaman að þessu, takk fyrir Böðvar.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
mundi
Póstar: 23
Skráður: 30. Apr. 2004 20:04:52

Re: Sandskeið - 1.júní 2020 - Kríumótið

Póstur eftir mundi »

Flottar myndir hjá þér, það hefði verið gaman að vera með ykkur.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11588
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Sandskeið - 1.júní 2020 - Kríumótið

Póstur eftir Sverrir »

Næsta hástartmót verður helgina 11. - 12. júlí með helgina 18. - 19. júlí til vara, hvet menn til að fjölmenna þá.
Icelandic Volcano Yeti
Svara