Fyrstu menn mættu á svæðið upp úr hálftíu í morgun en upp úr tíu kom meginþorri flugmanna á svæðið. Súld var í lofti og margir hverjir ekkert bjartsýnir á framhaldið, spilinu var þó stillt upp en eitthvað fækkaði í hópnum í kringum hádegið. Um hálf eitt leytið fór að létta til, eins og spá Veðurstofunnar hljóðaði upp á, þannig að þá var ekkert að vanbúnaði að hefja leik. Hins vegar var ákveðið að bíða aðeins með Íslandsmótið þangað til betur stæði á með von um betri þátttöku. Ef veður verður of gott fyrir hang á ágústmótinu þá skellum við Íslandsmótinu upp á þeim degi.
Veðrið batnaði svo bara eftir því sem leið á daginn og var farið að sjást í bláan himinn og sólarglettu seinni partinn. Dagurinn var vel nýttur og voru flognar 5 umferðir fram að kaffi en svo var pakkað saman og haldið heim á leið. Ég og Elli ákváðum að kíkja við á Hamranesinu á heimleiðinni og verður sú saga rakin annars staðar.
Böðvar mætti með tvær hraðskreiðustu hangvélar landsins til keppni en tímarnir voru flognir í Viking Race 1998. Ég braut svo gíra í flapanum í fyrstu lendingunni svo það varð ekki mikið meira um keppnisflug hjá mér þann daginn. Steini kollslúttaði rafhlöðunni hjá sér þegar vír losnaði í tenginu en sem betur fer þá var Ellli aflögufær með rafhlöðu fyrir hann. Sérstakar þakkir fá Árni, Einar Páll og Erlingur sem aðstoðuðu við mótshaldið.
Erlingur og Böðvar sáust með myndavélar á lofti svo hver veit nema það komi meira efni frá þeim og svo mundum við aldrei þessu vant að byrja á hópmyndatöku.
Eftir 5 umferðir, þar sem þeirri lökustu var sleppt, fóru leikar sem svo.*
Óskum Böðvari til hamingju með sigurinn.
* Hrágögnin eru neðst í myndapakkanum ef einhverjir vilja spreyta sig á útreikningum.
Sandskeið - 11.júlí 2020 - Hástartmót
Sandskeið - 11.júlí 2020 - Hástartmót
- Viðhengi
-
- IMG_1322.jpg (165.42 KiB) Skoðað 2124 sinnum
-
- IMG_1324.jpg (215.1 KiB) Skoðað 2124 sinnum
-
- IMG_1325.jpg (303.03 KiB) Skoðað 2124 sinnum
-
- IMG_1326.jpg (174.46 KiB) Skoðað 2124 sinnum
-
- IMG_1327.jpg (219.6 KiB) Skoðað 2124 sinnum
-
- IMG_1330.jpg (159.35 KiB) Skoðað 2124 sinnum
-
- IMG_1331.jpg (203.19 KiB) Skoðað 2124 sinnum
-
- IMG_1332.jpg (269.28 KiB) Skoðað 2124 sinnum
-
- IMG_1333.jpg (255.86 KiB) Skoðað 2124 sinnum
-
- IMG_1334.jpg (32.57 KiB) Skoðað 2124 sinnum
-
- IMG_1359.jpg (138.56 KiB) Skoðað 2124 sinnum
Icelandic Volcano Yeti
Re: Sandskeið - 11.júlí 2020 - Hástartmót
Tók upp smá vídeó þegar ég var ekki upptekinn við að keppa sjálfur.
Með kærri þökk fyrir mótshaldið, sem var til fyrirmyndar
Með kærri þökk fyrir mótshaldið, sem var til fyrirmyndar