Draugahlíðar - 18.júlí 2020 - Júlímót F3F

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Draugahlíðar - 18.júlí 2020 - Júlímót F3F

Póstur eftir Sverrir »

F3F_hopmynd_litil.jpg
F3F_hopmynd_litil.jpg (81.07 KiB) Skoðað 2011 sinnum
Mynd: Böðvar Guðmundsson

Á lokametrunum saxaðist eitthvað úr hópnum sem ætlaði á mæta á júlímótið en að lokum vorum við 5 sem mættum upp í Draugahlíðar, Böðvar, Erlingur, Guðjón, Rafn og Sverrir. Aðstæður voru skrýtnar þegar við mættum og reyndar næstu tímana líka en það blés eiginlega á bæði V (sem er nær NV) og N brekkuna. En Veðurstofan var búin að spá því að vindurinn yrði meira norðanstæður í dag svo við fórum í að að setja upp keppnisbrautina með það í huga.

Fyrsta klukkutímann eftir uppsetningu var hægviðri, alveg niður fyrir 2 m/s, og á tímabili fór vindurinn að koma í bakið á okkur (100° á brekkuna). En það var ekki annað að gera en að bíða og sjá til hvort að Veðurstofan hafi ekki haft rétt fyrir sér og viti menn upp úr hádegi fór vindurinn að blása á brekkuna +/-30° og í í kringum 4-5 m/s til að byrja með þannig að þá var hægt að ræsa mannskapinn út en fljótlega fór vindurinn upp í 10-12 m/s og svo eftir því sem leið á fór að hvessa meira og á tímabili var vindurinn kominn upp í kringum 23 m/s í lok sjöttu umferðar.

Keppnin gekk ekki alveg áfallalaust fyrir sig, Rafn hrasaði í lendingu eftir prufuflug í byrjun dags og Freestyler fór í freestyle flug og því miður skemmdist hún mikið við að hitta móðurjörðina. Sverrir missti sína vél aftur fyrir hól í lendingu og þurfti að draga hina vélina fram, kunnuglegt minni frá maímótinu, einhver vinna framundan við lagfæringar. Seinni vélin hjá Rafni fékk svo hnút á sig í aðfluginu eftir þriðju umferð og gat hann því ekki flogið seinni þrjár.

Rásröðin var sem hér segir:
  1. Rafn
  2. Böðvar
  3. Erlingur
  4. Guðjón
  5. Sverrir
Í ljósi aðstæðna, bæði vindmála og svo fjölda, eða réttara sagt skorts á mannafla þá var ákveðið að fljúga 3 umferðir í einu. Þegar líða fór á og vindhraðinn var orðinn mikill og vélarnar full lestaðar þá fóru að sjást nokkrir persónulegar mettímar. Fyrsta umferð var mjög jöfn, Sverrir flaug á 52,27 og Erlingur á 52,86. Aðeins meiru munaði í annari umferð, Erlingur flaug á 58,91 og Sverrir 63,25. Þriðja umferð var hnífjöfn en Sverrir flaug á 50,40 og Erlingur á 50,98. Í fjórðu umferð tók Erlingur sig til og setti nýtt persónulegt hraðamet á 47,52 á meðan Sverrir var á 52,85. Svo í fimmtu umferð þá gerði Erlingur enn betur og flaug á 45,04 og bætti þar með nýsett met sitt! Í sjöttu umferð var komið að Sverri að bæta sitt persónulega hraðamet og flaug hann þá á 40,61 sem einnig var besti tími mótsins á meðan Erlingur var á 51,43.

Það var svo hörð keppni hjá Böðvari og Guðjóni um 3. sætið og einungis rétt rúmlega 34 stig sem voru á milli þegar upp var staðið. Í annarri umferðinni flaug Guðjón á 59,49 en Böðvar á 59,53 eða einungis 4 hundruðustu úr sekúndu! Rafn var frekar óheppinn þar sem hann var að fljúga í 4-6 m/s í fyrstu þremur umferðunum sínum og gat svo ekki tekið þátt í seinni þremur umferðunum en þar hefðu eflaust komið talsvert betri tímar í hús!

Erlingur og Sverrir unnu 3 umferðir hvor en þar sem meiru munaði á tíma hjá þeim þegar Erlingur vann sínar umferðir þá skilað það honum tæplega 148 stigum umfram Sverri og þar með sigri í mótinu. Til hamingju Erlingur!

Það voru svo þreyttir og sælir flugmódelmenn sem komu við í Litlu Kaffistofunni til að fagna góðu móti og nýjum hraðametum! Böðvar tók svo eitthvað af myndefni í dag og hver veit nema eitthvað af því rati hér inn á næstunni.

Úrslit urðu sem hér segir, takið eftir meðalvindhraða hverrar umferðar, áhugasamir geta skoðað nánari greiningu á vef F3XVault:
F3F_urslit_julimot2020.gif
F3F_urslit_julimot2020.gif (23.96 KiB) Skoðað 2046 sinnum





Guðjón að gera klárt, þessi fauk nokkrum sinnum um koll í dag.
IMG_1385.jpg
IMG_1385.jpg (231.7 KiB) Skoðað 2046 sinnum

Svona fór um flugferð þá!
IMG_1408.jpg
IMG_1408.jpg (111.21 KiB) Skoðað 2046 sinnum
Mynd: Guðjón Halldórsson

Smá mar á nefinu en ekkert alvarleg.
IMG_1389.jpg
IMG_1389.jpg (283.41 KiB) Skoðað 2046 sinnum

Fjarskafallegir Böðvar, Erlingur og Rafn.
IMG_1390.jpg
IMG_1390.jpg (204.12 KiB) Skoðað 2046 sinnum

Tvö sátt! 8-)
IMG_1394.jpg
IMG_1394.jpg (205.21 KiB) Skoðað 2046 sinnum

Draugahlíðar frá Litlu Kaffistofunni.
IMG_1400.jpg
IMG_1400.jpg (165.98 KiB) Skoðað 2046 sinnum

Þreyttir en sáttir eftir fínasta dag, þrátt fyrir nokkur óhöpp.
IMG_1404.jpg
IMG_1404.jpg (122.38 KiB) Skoðað 2046 sinnum

En bíddu, bíddu hvað sést hér?
IMG_1405.jpg
IMG_1405.jpg (164.92 KiB) Skoðað 2046 sinnum

Er þessi að villast? Viking Race 2006 í Skotlandi, nokkur ár síðan það var! ;)
IMG_1407.jpg
IMG_1407.jpg (135.05 KiB) Skoðað 2046 sinnum
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Elli Auto
Póstar: 50
Skráður: 16. Jan. 2015 22:00:31

Re: Draugahlíðar - 18.júlí 2020 - Júlímót F3F

Póstur eftir Elli Auto »

Já það er ekki hægt að segja annað að aðstæður voru sérstakar í mótinu bæði áskorandi við að standa á brúninni, flugið og síðan lendinguna í þessum 22-23 m/s . Orkan var ótrúleg. Þó nokkur óhöpp en líka sigrar með persónulegum met tímum. Takk fyrir daginn strákar, hann verður í minnum hafður.
Viðhengi
20200718_111158_s.jpg
20200718_111158_s.jpg (226.54 KiB) Skoðað 1992 sinnum
20200718_142541_s.jpg
20200718_142541_s.jpg (308.29 KiB) Skoðað 1992 sinnum
20200718_142929_s.jpg
20200718_142929_s.jpg (152.91 KiB) Skoðað 1992 sinnum
Passamynd
Böðvar
Póstar: 475
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Draugahlíðar - 18.júlí 2020 - Júlímót F3F

Póstur eftir Böðvar »

Sannkallað Drauga hang, allt að gerast og keppnin varla byrjuð. Þegar hér var komið sögu var ég búinn að ganga 6 sinnum fram og til baka eftir allri Draugahlíða brekkunni í vélsleðagallanum, orðnin renn sveittur og komin með vöðvakrampa í vinstra lærisvöðva, og keyra tvisvar sinnum upp og niður 4x4 jeppavegin á gamla RAV4 upp á Draugahlíðar
Síðast breytt af Sverrir þann 3. Ágú. 2020 17:25:14, breytt 2 sinnum.
Ástæða: Laga YT tengil
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Draugahlíðar - 18.júlí 2020 - Júlímót F3F

Póstur eftir Sverrir »

Rannsóknarnefnd flugmódelslysa hafði samband í kvöld en mannskapur á þeirra vegum hefur eytt miklum tíma við rannsóknir á Tragi 603V til að komast að ástæðu þess að hún fór niður í aðfluginu. Niðurstaða þeirra var:
Orsök flugslyssins var að Ailronur á hægri væng festust fullt upp og þar með yfir í krappa hægri beygju og í jörðina.
Þetta var vegna galla í gömlum tape lömum, sem gáfu sig, svo ekki var við ráðið svo að Tragi svifflugan snérist á miklum hraða í jörðina, í aðfluginu til lendingar.

IMG_1276.jpg
IMG_1276.jpg (133.94 KiB) Skoðað 1832 sinnum
Síðast breytt af Sverrir þann 27. Júl. 2020 07:35:36, breytt 1 sinni.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Böðvar
Póstar: 475
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Draugahlíðar - 18.júlí 2020 - Júlímót F3F

Póstur eftir Böðvar »

Böðvar skrifaði: 23. Júl. 2020 02:01:12 Sannkallað Drauga hang, allt að gerast og keppnin varla byrjuð. Þegar hér var komið sögu var ég búinn að ganga 6 sinnum fram og til baka eftir allri Draugahlíða brekkunni í vélsleðagallanum, orðnin renn sveittur og komin með vöðvakrampa í vinstra lærisvöðva, og keyra tvisvar sinnum upp og niður 4x4 jeppavegin á gamla RAV4 upp á Draugahlíðar
Svara