Síða 1 af 1

Arnarvöllur - 30.júlí 2020

Póstað: 30. Júl. 2020 21:35:56
eftir Sverrir
Lúlli og ég skelltu okkur í smá þotuleiðangur áðan og voru tekin þrjú góð flug og hver veit nema Lúlli eigi æsispennandi sögu til að segja okkur frá kvöldinu.


Re: Arnarvöllur - 30.júlí 2020

Póstað: 31. Júl. 2020 00:21:52
eftir lulli
Já þetta var rosalegt ,, það steindó á túrbínuni á flugi og ég nýbúinn að snúa undan vindi og ekkert framundan nema lúpínan með sína grjóthnullunga á milli og svo vatnið jú reyndar birkitrén í austri. Ekki gæfuleg staða þarna konin upp.....
Þannig að spurningin er einfaldlega ; hvað ætli að sé heilt af þessu sem sést á meðfylgjandi mynd?

Verður þessarri þotu einhverntíman flogið aftur kannski?
Eða þurfti að sækja hana með kíttispaða?
Slapp þetta mögulega til?

Það er framorðið og sagan verður kláruð síðar...

Re: Arnarvöllur - 30.júlí 2020

Póstað: 31. Júl. 2020 11:44:51
eftir lulli
Já það var hálf skrýtið að sjá þotuna þarna á cruisinu á um 150kmh (hálfri ferð) og eina sem heyrðist var bara smá blístur,
BANG! AUTO RESTART FÍDUSINN FÓR Í GANG og þotunni var borgið í bili og var fljótlega farin að fljúga aftur fyrir eigin vélarafli og lenti svo bara heilu höldnu.

Ég held bara að ég afþakki jólagjafir þetta árið.

Kveðja Lúlli

Re: Arnarvöllur - 30.júlí 2020

Póstað: 31. Júl. 2020 12:42:47
eftir Sverrir
Ekki gleyma að nefna að stuttu eftir lendingu drap hún aftur á sér svo það mátti ekki miklu muna!

Rannsóknarnefndina grunar helst vesen í stjórnköplum en eftir er að prófa leiðslurnar og skoða betur til að staðfesta það.

Re: Arnarvöllur - 30.júlí 2020

Póstað: 31. Júl. 2020 18:59:56
eftir gunnarh
Lúlli þessir tímar þangað til þú kláraðir söguna eru búnir að vera erfiðir. Miklar áhyggjur og óvenju mörg refresh á fréttavefnum en frábært að allt endaði vel. Vonum að þið finnið út hvað þetta er.