Síða 1 af 1

Flugkoma FMFA 2020 felld niður

Póstað: 30. Júl. 2020 23:20:16
eftir Árni H
Sælir félagar!

Niðurstaðan er sú að vegna ástandsins í þjóðfélaginu hafa norðanmenn ákveðið að axla samfélagslega ábyrgð og fella niður Flugkomu FMFA 2020. Þetta er vissulega ekki stærsta samkoman sem var áætluð á landinu en vitaskuld sú langskemmtilegasta þannig að það er með nokkuð þungum fingrum sem þetta er ritað. Við vonum hins vegar að flugmódelfólk sýni þessari ákvörðun bæði skilning og umburðarlyndi enda um fordæmalausar aðstæður að ræða - um það verður ekki deilt.

Við ætlum samt að hafa heitt á könnunni og fjarstýringu í hendi ef einhverjir eiga leið hjá Melgerðismelum 8. ágúst n.k. en flugkoman í sinni klassísku mynd verður því miður engin að þessu sinni.

Flugkoman 2021 verður svo haldin með pompi og prakt þar sem ef til vill verður bryddað upp á nýungum til að kitla þumalfingurna en meira um það síðar.

Með kveðju,
Árni Hrólfur Helgason

Re: Flugkoma FMFA 2020 felld niður

Póstað: 30. Júl. 2020 23:39:39
eftir stebbisam
Þungbærar fréttir - en skiljanlegt í ljósi síðustu atburða.
Auðvitað eigum við "leið hjá" og tökum með okkur fjarstýringu og höldum að sjálfsögðu 2m reglunni :)

Re: Flugkoma FMFA 2020 felld niður

Póstað: 31. Júl. 2020 10:59:12
eftir gunnarh
Leiðinlegar fréttir en gott að heyra að þið takið þetta skref sem ég tel rétt.
Byrja bara að hlakka til næsta árs. Góða helgi.

Gunnar H.

Re: Flugkoma FMFA 2020 felld niður

Póstað: 31. Júl. 2020 12:40:48
eftir Sverrir
Bíðum spenntir eftir 2021 ekki spurning... vona samt að nýjungin verði ekki rafræn flugkoma sem fer fram í flughermum landsmanna. :D
Það er samt alveg spurning um að skella sér í smá bíltúr svona fyrst búið var að undirbúa jarðveginn. ;)

Re: Flugkoma FMFA 2020 felld niður

Póstað: 31. Júl. 2020 13:25:41
eftir Árni H
Gaman að þú skyldir nefna rafræna flugkomu - mér var búið að detta það í hug en pffffff, 2021 verður öldungis frábært ár! :D

Re: Flugkoma FMFA 2020 felld niður

Póstað: 31. Júl. 2020 15:18:32
eftir Haraldur
Ekki góð frétt. Verður bara tvöfald kröftugara næsta ár.