Melgerðismelar - 16. ágúst 2020

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3643
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Melgerðismelar - 16. ágúst 2020

Póstur eftir Gaui »

Það er oft gott veður á Melgerðismelum, en dagurinn í dag toppaði allt: blanka logn, sól og yfir 20° hiti. Enda komu margir og snemma til að fljúga. Því miður tók ég ekki margar myndir, en Árni tók einhvern slatta og ég geri ráð fyrir að hann skelli nokkrum myndum inn seinna.

Hér sést hvað veðrið var gott:
20200816_123045.jpg
20200816_123045.jpg (143.84 KiB) Skoðað 626 sinnum
Já, Þorsteinn er að fljúga. Han sest oft á meðan hann flýgur svifflugu.

Við Mummi gerðum tilraun til flugtogs. Hann notaði Wots-Wot Foamy með rafmagnsmótur og ég flaug Coyote frá SLEC, sem ég hafði sett sleppikrók í. Þetta flugtog tókst alveg frábærlega og ljóst að við gerum meira af þessu í framtíðinni.
20200816_123037.jpg
20200816_123037.jpg (154.11 KiB) Skoðað 626 sinnum
Síðastur á staðinn var Finnur með þennan Turbo Beaver og ný-viðgerða stýringu. Frumflug tókst vel og þetta er hin skemmtilegasta rella.
20200816_140532(0).jpg
20200816_140532(0).jpg (144.34 KiB) Skoðað 626 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara