Guðmundur Brynjólfsson er látinn

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11432
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Guðmundur Brynjólfsson er látinn

Póstur eftir Sverrir »

Guðmundur Brynjólfsson lést á sunnudaginn var á 85. aldursári.
Gummi var virkur í módelflugi á árum áður og einn af stofnfélögum Flugmódelfélags Suðurnesja og heiðursfélagi.
Minning hans lifir og við færum fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur.
Viðhengi
gummi0.jpg
gummi0.jpg (38.06 KiB) Skoðað 574 sinnum
gummi1.jpg
gummi1.jpg (34.11 KiB) Skoðað 574 sinnum
gummi2.jpg
gummi2.jpg (30.38 KiB) Skoðað 574 sinnum
gummi3.jpg
gummi3.jpg (215.54 KiB) Skoðað 574 sinnum
gummi4.jpg
gummi4.jpg (207.36 KiB) Skoðað 574 sinnum
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
maggikri
Póstar: 5626
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Guðmundur Brynjólfsson er látinn

Póstur eftir maggikri »

Blessuð sé minning Gumma Brynjólfs. Það voru ófáar ferðirnar sem maður fór að heimsækja Gumma og Ósk út í Hafnir (Bræðraborg). Ósk var þekkt fyrir það að maður fór ekki svangur þaðan.
Mikið rætt um flugmódel og heimsmálin. aðallega um flug. Fyrstu árin mín í módelfluginu fór ég með Erni Kærnested (heitnum) og Guðna Vigni Sveinssyni mikið í Hafnirnar til Gumma.
Þar hittum við líka Bróðir Gumma hann Árna Brynjólfs sem var líka mikið í módelfluginu. Örn lést árið 1998. Örn og Gummi voru miklir mátar og tók það mikið á okkur félagana að missa hann. Við höfðum það oft á orði að flugmódelsportið mætti engan mann missa. Seinna bættist svo Sverrir Gunnlaugsson í Hafnarhópinn.
Aðstandendum sendar samúðarkveðjur!
kv
MK
Svara