Hamranes - 7.febrúar 2021

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
lulli
Póstar: 1235
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Hamranes - 7.febrúar 2021

Póstur eftir lulli »

Auðar brautir í febrúar!
Jæja þá þarf allavega ekki stór dekk eða skíði til að komast í loftið
EDF rafmagnsknúin SkySword fékk viðrun í þéttri austan-áttinni.
Viðhengi
Resizer_16127167888592.jpg
Resizer_16127167888592.jpg (390.46 KiB) Skoðað 586 sinnum
Resizer_16127167888591.jpg
Resizer_16127167888591.jpg (389.62 KiB) Skoðað 586 sinnum
Resizer_16127167888590.jpg
Resizer_16127167888590.jpg (249.88 KiB) Skoðað 586 sinnum
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
stebbisam
Póstar: 178
Skráður: 24. Feb. 2018 18:55:20

Re: :Hamranes - 7.febrúar 2021

Póstur eftir stebbisam »

Hér að sunnan er fátt um veðurfréttir og enginn SkySword í loftinu.
En það bar til tíðinda hér í gær að gefin var út veðurviðvörun vegna yfirvofandi kuldalægðar.
Þegar við svo settumst út í morgunmat var hitinn kominn niður í 16°c svo kuldaskræfurnar frá Íslandi fóru í peysur!
Í fréttum var sagt frá því að aldrei hefði verið skráður lægri hiti í háloftastöðinni við Teide, "hæsta fjall á Spáni" sem auðvitað er ekkert á Spáni, þeir bara monta sig af því að Tenerife tilheyrir Spáni.
Sem sagt skráð frost -4.4°C í nótt. Öllum vegum í þjóðgarðinn (á hásléttunni) var lokað vegna hugsanlegrar hálku.
Íslendingar fara nú ekkert af hjörunum við svona veðurspár, en hér er þetta sjaldgæft og innfæddir taka þessu mjög alvarlega.

Tók flotta mynd af Teide í fjarska með hvítan koll.
Tene9b 001s.JPG
Tene9b 001s.JPG (418.93 KiB) Skoðað 564 sinnum
Barasta
Svara