Arnarvöllur - 17.ágúst 2021 - Seltjörn

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
maggikri
Póstar: 5627
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Arnarvöllur - 17.ágúst 2021 - Seltjörn

Póstur eftir maggikri »

Gleymdi að setja inn flotflugkvöld hjá FMS 17.08.2021. Guðjón Halldórsson mætti með flotvél. Ég var líka búinn að gleyma því að þetta ætti að vera flotflugkvöld og kom með landvél sem flaug á Arnarvelli. En hvað um það ég tók myndband af Guðjóni með flotvélina.
Viðhengi
IMG_2704.JPG
IMG_2704.JPG (239.58 KiB) Skoðað 568 sinnum
IMG_2705.JPG
IMG_2705.JPG (310.06 KiB) Skoðað 568 sinnum
IMG_2706.JPG
IMG_2706.JPG (236.44 KiB) Skoðað 568 sinnum
Síðast breytt af maggikri þann 25. Ágú. 2021 12:56:52, breytt 2 sinnum.
Passamynd
maggikri
Póstar: 5627
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Arnarvöllur - 17.ágúst 2021 - Seltjörn

Póstur eftir maggikri »



Passamynd
gudjonh
Póstar: 851
Skráður: 27. Feb. 2008 09:07:06

Re: Arnarvöllur - 17.ágúst 2021 - Seltjörn

Póstur eftir gudjonh »

Maggi! Takk fyrir vidóin.

Sögustund:
Á flotaflugkomunni 20. Júní var Litlu Ljót frumflogið á þessum flotum. Flugtak gekk ágætlega, en í ljós kom að hún var aðeins “rassþung” og bara lét ylla. Lenti og bætti við þyngd í nefið, en þá gerðist það að hún tók ekki af. Reyndar virkaði stýrið á flotunum eitthvað ylla. Litla Ljót var dæmd á bílskúrsborðið.

Á borðinu var skipt um servo í flotunum og áfallshorn milli flota og vængs aukið. Sett var upp allt sem þurfti til að hægt væri að nota 4 sellur í vélina í stað 3

Og svo flugtakið 17. Ágúst. Stressaður yfir minningunni um þegar hún fór ekki í loftið. Allt í botn og rifið í. Eftir flugtak kom í ljós að hreifing á hæðarstýri var óþarflega mikil og var það lagað fyri næsta flug.

Til gamans smá hugleiðingar um aflið. Með 3 sellum notar 8x6 proppurinn 36A og snúningshraðinn er 12900 snúninga. Þetta eru ca. 430 wött. Með 4 sellum notar 8x6 proppurinn 50 A og snúningshraðinn er 14800 snúningar. Þetta er ca 800 wött. Aflaukning um ca 85% og munar um minna.

Í ljós kom þegar heim var komið að hæðarstýrið var orðið hálf laust, alveg laust öðru megin og talsvert var af sprungum í balsanum aftantil í skrokknu. Veit ekki hvort þetta kom all í flugtakinu, en ég er búinn að eiga þessa vél leng. Eignaðist hluta hennar fljótlega upp úr aldamótunum síðust.

Guðjón
Passamynd
maggikri
Póstar: 5627
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Arnarvöllur - 17.ágúst 2021 - Seltjörn

Póstur eftir maggikri »

Skemmtileg sögustund hjá Guðjón!
kv
MK
Passamynd
gudjonh
Póstar: 851
Skráður: 27. Feb. 2008 09:07:06

Re: Arnarvöllur - 17.ágúst 2021 - Seltjörn

Póstur eftir gudjonh »

Má bæta við að vélin flaug nokkur flug með 3 sellum og er það alveg nóg.

Guðjón
Svara