Grill á Hamranesi á laugardaginn

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Elson
Póstar: 218
Skráður: 28. Feb. 2010 14:50:11

Grill á Hamranesi á laugardaginn

Póstur eftir Elson »

Næstkomandi laugardag 18.september klukkan 11:00 verður slegið upp grillveislu á Hamranesi þar sem grillaðar verða dýrindis pulsur (pylsur fyrir þá sem það vilja).
Gjaldkerinn mun sjá um að grilla ofan í mannskapinn af sinni alkunnu snilld og líklega verða einhverjar veigar í boði til að skola kræsingunum niður með.

Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og slútta sumrinu formlega með okkur.

Kveðja stjórnin.
Bjarni Valur
Svara