zenoah

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Gaui K
Póstar: 449
Skráður: 2. Maí. 2004 23:07:17

Re: zenoah

Póstur eftir Gaui K »

Sælir allir.

Ég sé á póstlista þytsmanna um daginn að þar var einhver að fara að panta kerti í zenoah motora og var að bjóða mönnum að vera með í pöntuninni ég er með zenoah 38 en lét það vera að vera með í þessara pöntun en nú er mótorinn aðeins farinn að vera lengur í gang en hann hefur gert hingað til svo ég fór í bílanaust og fékk strax kerti þar.
Spurningin er hvort það séu sérstök kerti sem þarf að panta sérstaklega eða er í lagi að fara í næstu búð og kaupa sömu tegund og sem stendur á kertinu sem er í ?

kv,Gaui K
Passamynd
Böðvar
Póstar: 475
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: zenoah

Póstur eftir Böðvar »

Sæll Gaui

Zenoah mótorarnir mínir ganga fínt þótt kertin hafi verið keypt á bensínstöð Esso.

Kv, Böðvar
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: zenoah

Póstur eftir Agust »

Sælir.

Mig minnir að kertin sem fylgja Zenoah mótorunum séu með innbyggðum truflanadeyfi. Þetta er einfaldlega viðnám sem er inni í postulínseinangruninni, og er tengt í seríu við leiðsluna. Þetta er hliðstætt við háspennuþræðina í bílnum sem eru með innbyggðu viðnámi (kolaþráður).

Ekki er alveg víst að kerti sem keypt eru á bensínstöðvum séu með svona trufladeyfingu. Mig minnir að þessi truflanadeyfðu kerti séu með RC í nafninu, en þannig kerti keypti ég fyrir löngu síðan hjá Ormsson.

Kveðja

Ágúst
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
ErlingJ
Póstar: 216
Skráður: 20. Des. 2005 09:12:32

Re: zenoah

Póstur eftir ErlingJ »

veit einhver hvað Zenoah 62 með rafstarti kostar út úr búð hér á klakanum í dag :)
Svara