Svei mér þá ef sjöundi í sumri rann ekki upp í dag og varla hægt að biðja um betra veður fyrir flugsamkomu, sól, heiðskýrt yfir svæðinu og hitistigið 16°C! Lúlli var á fullu að slá grasið þegar við mættum í hlað og ekki vanþörf á, takk fyrir okkur Lúlli! Mikið var flogið af Cub-um, eðli málsins samkvæmt, og á svæðinu voru einnig flugmódel sem upplifa sig sem Cub-a sem nýttu tækifærið og tóku þátt í fjörinu, enda engin ástæða til að útiloka einn né neinn, hvorki á grundvelli litaháttar, gulur var ríkjandi, né annars.
Múgur og margmenni af gestum streymdi á svæðið, sjaldséðir hvítir hrafnar og aðrir sem höfðu ekki flogið sem meðlimir í Þyt frá því fyrir flutningin á Hamranesið. En alltaf blundar bakterían jafn sterkt í mönnum, enda ólæknandi, þó hægt sé að halda henni niðri með reglulegum flugtúrum.
Hamranes - 7.ágúst 2024 - Piper Cub flugkoman
Hamranes - 7.ágúst 2024 - Piper Cub flugkoman
Icelandic Volcano Yeti
Re: Hamranes - 7.ágúst 2024 - Piper Cub flugkoman
Icelandic Volcano Yeti