11.08.2008 - Melgerðismelar 2008 - samantekt og myndir

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 11.08.2008 - Melgerðismelar 2008 - samantekt og myndir

Póstur eftir Sverrir »

Nú er flugkoman að baki hjá Norðan mönnum og er rétt að líta aðeins yfir það helsta sem bar á góma þar.

Góð mæting var á flugkomuna en þó hafa sést fleiri, spurning hvort veðurspáin dró eitthvað úr mönnum? Þeir allra hörðustu voru mættir norður fyrir helgina en flestir létu sjá sig á föstudeginum og var þó nokkuð um flug það kvöld þrátt fyrir stífa norðanátt. Sopwith Pub í 1/3 skala var frumflogið og kom hann vel fyrir.

Laugardagurinn rann svo upp með stífri norðanátt og smá skýjahulu en módelmenn létu það ekki á sig fá og Gunnar dreif sig snemma á fætur til að frumfljúga MX-2 á nýrri stýringu sem hann fékk lánaða hjá Þresti. Svakaleg græja þar á ferð eins og menn muna eflaust sem sáu Ali fljúga henni í júní.

Þrátt fyrir stífan og napran vind þá létu módelmenn það ekki á sig fást og var flogið linnulaust frá kl.9 og vel fram yfir kl.18. Að venju voru mörg og margvísleg módel í loftinu, allt frá litlum rafmagnsvélum og upp í Yak 55 með 3.3 metra vænghaf. Engar þotur sáust þó í ár en það mun standa til bóta á næsta ári. Boðið var upp á vöfflur, kaffi og gosbauka í Hyrnunni og var því vel tekið.

Eftir flugkomuna var að venju efnt til grillveislu og að þessu sinni var hún haldin í Hyrnunni og þar skemmtu menn sér langt fram eftir kvöldi við að segja flugsögur og rifja upp liðna tíma. Módelmenn færðu ritstjóra Fréttavefsins mynd að gjöf í þakklætisskyni fyrir starf hans í þágu módelsamfélagsins síðustu árin.

Takk fyrir mig :)

Almennt var það að heyra á mönnum að þeim þótti flugkoman hafa tekist vel til og voru menn almennt mjög ánægðir með helgina. Gaman var að sjá ný og gömul andlit og tengja menn við gælunöfnin hér á spjallinu.

Um sautján myndir frá flugkomunni skiluðu sér á myndastraumin og virðast menn almennt hafa tekið vel í það að fá að fylgjast með úr fjarlægð. Hægt er að sjá myndir frá helginni í myndasafni Fréttavefsins, bæði af módelum á jörðinni og svo á flugi.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 11.08.2008 - Melgerðismelar 2008 - samantekt og myndir

Póstur eftir Sverrir »

Hægt er að sjá vídeó frá flugkomunni á Akureyri hér > http://modelflug.net/video/2009/FlugkomaFMA2008.wmv
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: 11.08.2008 - Melgerðismelar 2008 - samantekt og myndir

Póstur eftir kip »

Takk fyrir þetta! Ég var veikur því miður þennan dag og náði aðeins að líta stutta stund en þetta vídeó kemur til bjargar! Snilld.
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Árni H
Póstar: 1585
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: 11.08.2008 - Melgerðismelar 2008 - samantekt og myndir

Póstur eftir Árni H »

Gaman að þessu - bara muna lopasokkinn á hljóðnemann næst!
Passamynd
maggikri
Póstar: 5603
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: 11.08.2008 - Melgerðismelar 2008 - samantekt og myndir

Póstur eftir maggikri »

[quote=Árni H]Gaman að þessu - bara muna lopasokkinn á hljóðnemann næst![/quote]
Þá verð ég alltaf að nota auka microfón sem ég set sokkinn á. Ekki hægt að setja sokk á vélina beint, hún er svo lítil.

kv
MK
Passamynd
maggikri
Póstar: 5603
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: 11.08.2008 - Melgerðismelar 2008 - samantekt og myndir

Póstur eftir maggikri »

Horfið á þetta í HD-gæðum


kv
MK
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 11.08.2008 - Melgerðismelar 2008 - samantekt og myndir

Póstur eftir Sverrir »

33 dagar til stefnu! :cool:
Icelandic Volcano Yeti
Svara