Síða 1 af 1

Re: Jólagjöfin í ár?

Póstað: 25. Des. 2005 00:55:22
eftir Sverrir
Jæja fengu menn eitthvað dót undan trénu í ár?

Fann eina svona undir mínu, fæst í öllum betri módelbúðum landsins ;)
Mynd

Re: Jólagjöfin í ár?

Póstað: 31. Des. 2005 18:57:38
eftir Gaui
Ég fékk enn flottari jólagjöf -- og hún komst ekki undir tréð:

Mynd

Þetta er u.þ.b. 40 fermetra smíða-aðstaða af fullkomnustu gerð með hita og borðum og allt. Annað er tæplega hægt að óska sér.

Re: Jólagjöfin í ár?

Póstað: 1. Jan. 2006 01:20:38
eftir Björn G Leifsson
Hvar er kaffivélin :-)

Til hamingju...

Re: Jólagjöfin í ár?

Póstað: 1. Jan. 2006 02:09:06
eftir Sverrir
Skítt með kaffivélina, hvar er bjór... ehh sódavatnskælirinn :P

En já til hamingju með aðstöðuna og bújörðina :)

Re: Jólagjöfin í ár?

Póstað: 1. Jan. 2006 11:23:17
eftir Björn G Leifsson
Hmmm...? Dót undan trénu...?
Neeehh... ekki nema maður flokki vasapela sem dót.

Það getur jú talist hagnýtur vallarbúnaður :)
Koníak (eða öllu heldur Calvados ef eg fæ að ráða) er jú mjög góð "After-Run olía".

Strákarnir létu meira að segja grafa nafnið mitt á hann.

Mynd

Re: Jólagjöfin í ár?

Póstað: 1. Jan. 2006 15:05:14
eftir Gaui
Srákar

Gleðilegt nýtt ár.

Kaffivélin er í eldhúsinu, um 10 metra í austur (eins og sagt er hér fyrir norðan). Bjórkælirinn (og þið ráðið því hvort þið trúið því eða ekki -- Árni eða Guðmundur Haralds geta borið vitni) er rétt utan myndar við endann á smíðaborðinu sem er nær á myndinni.

Re: Jólagjöfin í ár?

Póstað: 1. Jan. 2006 15:14:14
eftir Gaui
Bara til að þið trúið mér, þá hljóp ég fram og tók tvær myndir:

Mynd

Mynd